Erlent

Tíbetar viðurkenni framfarir

Frjálst Tíbet Stórri mynd af Dalai Lama er haldið á loft í kröfugöngu til stuðnings frjálsu Tíbet í Taipei á Taívan í gær. 
fréttablaðið/AP
Frjálst Tíbet Stórri mynd af Dalai Lama er haldið á loft í kröfugöngu til stuðnings frjálsu Tíbet í Taipei á Taívan í gær. fréttablaðið/AP

Panchen Lama, næstæðsti andlegi leiðtogi Tíbeta sem var útvalinn af hinum kínversku yfirdrottnurum, hvatti í gær landa sína til að vera þakkláta fyrir þær efnahagslegu framfarir sem Tíbet hefur orðið aðnjótandi undir kínverskum yfirráðum.

Panchen Lama, eða Gyaltsen Norbu eins og drengurinn heitir veraldlega, lét að sögn Xinhua þessi orð falla eftir að hafa skoðað sýningu um uppreisnina sem var barin niður fyrir 50 árum.

Um helgina ítrekaði útlagastjórn Tíbeta, sem Dalai Lama fer fyrir, að hún væri ávallt reiðubúin að eiga viðræður við Kínastjórn og að hún sæktist aðeins eftir sjálfstjórn, ekki aðskilnaði frá Kína. - aa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×