Erlent

Fáklæddir hjólareiðamenn

Hundruð mismunandi lítið klæddra hjólreiðamanna hjóluðu um Lima höfuðborg Perús í gær.
Hundruð mismunandi lítið klæddra hjólreiðamanna hjóluðu um Lima höfuðborg Perús í gær. MYND/AP
Hundruð mismunandi lítið klæddra hjólreiðamanna hjóluðu um Lima höfuðborg Perús í gær til þess að vekja athygli á reiðhjólinu sem umhverfisvænum og hljóðlátum farkosti. Gríðarleg bílaumferð er í Lima með tilheyrandi útblæstri og umferðarhnútum.

Allsberi hjólreiðadagurinn er haldinn víða um heim og mottóið er eins ber og þú þorir. Fáir mæta þó allsnaktir, flestir eru í sundfötum eða öðrum léttum fatnaði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×