Erlent

Dýrasta reiðhjól í heimi er danskt

Hefðbundin reiðhjól í Danmörku.
Hefðbundin reiðhjól í Danmörku.
Danmörk er flöt eins og pönnukaka og Danir ferðast mikið á reiðhjólum. Það er því við hæfi að það skuli vera danskur hönnuður sem hefur smíðað dýrasta reiðhjól í heimi. Hjólið er húðað með 24 karata gulli og alsett kristöllum frá Swarovski.

Danir eru ekki uppveðraðir yfir þessu. Vegfarandi sem AP fréttastofan tók tali sagði; „Í Danmörku stelum við hjólunum okkar. Það væri því fáránlegt að borga svona mikið fyrir reiðhjól."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×