Fleiri fréttir

Sjómaður synti 10 klukkutíma til lands

Ástralskur sjómaður synti í meira en 10 klukkutíma eftir hjálp fyrir tvo félaga sína sem hann skildi eftir á sökkvandi bát. Maðurinn var að niðurlotum kominn þegar hann komst á austurströnd Ástralíu. Þar fannst hann og strandgæslu tókst að finna einn mannanna sem voru á bátnum. Sá hafði haldið dauðahaldi í brak úr bátnum í um 30 klukkustundir.

Nýs forseta bíða miklar áskoranir í utanríkismálum

Næsti forseti Bandaríkjanna mun standa frammi fyrir mun meiri áskorunum í utanríkismálum en núverandi forseti þegar hann tók við embætti. Möguleikinn á fyrsta kvenforsetanum, eða svarta forsetanum hefur beint sjónum manna að demókrataflokknum. Sérstaklega þegar tekið er tillit til óánægju á alþjóðavettvangi með utanríkisstefnu Bush sem þykir hafa orsakað sundrungu og sundurlyndi.

Chavez hvetur til betri aðbúnaðar FARC gísla

Hugo Chavez forseti Venesúela biðlaði í dag til FARC skæruliðasamtakanna í Kólumbíu að bæta aðstæður háttsetts stjórnmálamanns sem er í haldi þeirra. Þetta kom fram á fundi Chavez í forsetahöllinni með fjórum gíslum sem leystir voru úr haldi mannræningjanna í gær, en forsetinn hafði milligöngu um lausn þeirra.

Grænland tengt við umheiminn

Norræni fjárfestingabankinn og fjarskiptafyrirtækið Tele Greenland hafa undirritað lánasamning um fjármögnun á neðansjávarljósleiðara sem mun tengja Grænland við Kanada og Ísland.

Metfé fyrir listaverk

Metfé var greitt fyrir nútímalistaverk á uppboði hjá Sothebys í gær en meðal þeirra voru verk eftir Francis Bacon og Andy Warhol. Alls fengust um 13 milljarðar króna fyrir verkin í heild. Dýrasta verkið, Stúdía á naktri konu í spegli, eftir Bacon frá árinu 1969 var slegið á 2,6 milljarða króna og Þrjár sjálfsmyndir eftir Warhol frá árinu 1986 var slegið á 1,5 milljarð króna.

Eldhúsið fór í kássu

Það varð heldur lítið úr kvöldmáltíðinni hjá 66 dönskum vist-spilurum sem komu saman í Hróarskeldu í vikunni til spilamennsku. Spilararnir höfðu sett upp pott með 30 kílóum af danskri kássu eða skipperlabskovs , oft kölluð lafglás hérlendis.

Thaksin frjáls ferða sinna í Taílandi

Thaksin Shinawatra fyrrum forsætisráðherra Tailands er frjáls ferða sinna í landinu eftir að hann greiddi rúmlega 13 milljón króna tryggingu.

Eiginkona skopmyndateiknarans rekin og ráðin

Morðhótanirnar gegn Kurt Westergaard sem teiknaði skopmyndina af Mohammed spámanni í Danmörku leiddu til þess að eiginkonu hans, Gitte, var vikið úr starfi sem fóstru við leikskóla í Árósum í gær en ráðin aftur í dag.

Kínverska leyniþjónustan njósnar um íþróttafréttamenn

Á morgun kemur út í Frakklandi bók sem greinir frá því að hin umfangsmikla leyniþjónusta Kína sé nú í fullum gangi að njósna um alla fréttamennina og fleiri sem verða viðstaddir Olýmpíuleikana í Bejing í sumar.

Odinga hættir við fjöldamótmæli í Kenía

Raila Odinga stjórnarandstöðuleiðtogi í Kenía hefur hætt við fjöldamótmæli í dag og á morgun að ósk Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Annan hefur stýrt samningaviðræðum Odinga og Mwai Kibaki forseta síðasta mánuðinn. Í gær sleit hann viðræðunum en sagðist ætla að þrýsta á leiðtogana að ná samkomulagi í stað þess að tala "í hringi" eins og AP fréttastofan orðaði það.

Mótmælum á þaki breska þingsins lokið

Sex mótmælendur sem komust upp á þak breska þingsins í London í morgun og mótmæltu þar stækkun Heathrow flugvallar hafa verið handteknir af lögreglu.

Frelsun fjögurra gísla í Kólumbíu

Tvær þyrlur frá Venesúela eru lagðar af stað í sendiför sem miðar að því að frelsa fjóra gísla sem uppreisnarmenn Farc hafa lofað að láta lausa. Þarlendir fjölmiðlar segja að þyrlurnar hafi farið frá Venesúela rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Fjórmenningarnir eru kólumbískir þingmenn. Þeir eru meðal 40 háttsettra gísla sem haldið hefur verið af Farc.

Forsætisráðherra Taílands úr útlegð

Thaksin Shinawatra fyrrverandi forsætisráðherra Taílands snýr aftur úr 17 mánaða útlegð á morgun. Shinawatra var steypt af stóli í hernaðaraðgerð en hann mun mæta fyrir dóm í Taílandi þar sem hann er sakaður um spillingu. Þessar upplýsingar komu frá utanríkisráðuneyti landsins.

Sonur Ariel Sharon í fangelsi

Omri Sharon sonur fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, hefur afplánun sjö mánaða fangelsisdóms í dag. Hinn 43 ára Omri hlaut dóminn vegna ólöglegrar fjáröflunar fyrir kosningabaráttu föður sins árið 1999 þegar Ariel sóttist eftir leiðtogstöðu Likud flokksins.

Leita til stjórnlagadómstóls vegna afnáms slæðubanns

Lýðræðislegi þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrklands, hefur ákveðið að leita til stjórnlagadómstóls landsins með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar heimila konum að bera slæður á höfði í háskólum landins.

Mótmælendur á þaki breska þingsins

Hópur mótmælenda sem er á móti stækkun Heathrow flugvallar í London hefur komist upp á þak breska þingsins í Westminstar og vakið áleitnar spurningar um öryggi. Hópurinn Plane Stupid sem berst gegn hlýnun jarðar hefur komið fyrir borðum með slagorðum á, meðal annars gegn því að þriðja flugbrautin verði byggð.

Rússar kjósa arftaka Putin á sunnudag

Rússar ganga til kosninga á sunnudag og kjósa arftaka Vladimir Putin forseta. Búist er við að bandamaður hans Dmitry Medvedev vinni kosningarnar.

Shinawatra snýr aftur til Taílands

Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, hyggst snúa aftur til landsins úr útlegð á morgun í kjölfar þess að bandamenn hans sigruðu í þingkosningum skömmu fyrir síðustu áramót.

Fimm Hamas liðar látnir á Gaza

Ísraelsk flugvél sprengdi sendibíl með Hamasliðum innanborðs í loft upp í dag. Fimm létust þar á meðal eldflaugasérfræðingur og herforingi yfir eldflaugaarmi Hamas. Ap fréttastofan hefur þetta eftir Hamasliða.

FBI tók feil á þýskum ferðamönum og glæpaforingja

Borin hafa verið kennsl á miðaldra hjón sem fest voru á myndband í ferðamannabænum Taormina á síðasta ári. Um var að ræða þýska ferðamenn en ekki stórhættulegan glæpamann og kærustu hans sem eru á Topp tíu lista FBI um eftirlýsta glæpamenn.

Obama dregur verulega á Clinton í Ohio

Nú þegar aðeins vika er til forkosninga Demókrata í ríkinu Ohio sýnir ný skoðannakönnun að Barak Obama hefur dregið verulega á Hillary Clinton.

Clinton líkir Obama við Bush

Hillary Clinton hefur síðustu daga hert árásir sínar á Barack Obama í þeirri von að vinna til sín fylgi í prófkjörunum á þriðjudag í næstu viku. Clinton má ekki lengur við því að tapa fyrir Obama í þeim fáu fjölmennu ríkjum sem enn á eftir að kjósa í, því þá væri nokkuð víst að Obama færi með sigur af hólmi í baráttu Demókrataflokksins um það hvort þeirra verður forsetaefni í kosningunum í haust.

Biðlar til Brown um lausn fanga

Arabísk sjónvarpsstöð hefur birt myndskeið sem sýnir einn af fimm Bretum sem voru teknir í gíslingu fyrir átta mánuðum. Myndskeiðið sýnir mann sem biðlar til Gordon Brown forsætisráðherra um að bjarga gíslunum.

Norðurlöndin stöðva skattaflótta

Fjármálaráðherrar Norðurlandanna ætla að stöðva skattaflótta frá löndum sínum. Í lok október 2007 undirrituðu þeir samning um upplýsingaskipti við eyjuna Mön.

400 í einu höggi

Svokallaðir morðsniglar hafa verið að gera Dani vitlausa undanfarin ár. Þeir hafa breiðst svo hratt út að þeir eru hrein plága í görðum.

Samningaviðræðum í Kenía frestað

Viðræðum sem miða að því að enda ofbeldisölduna sem riðið hefur yfir Kenía frá úrslitum forsetakosninganna í lok desember hefur verið frestað. Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og málamiðlari tilkynnti þetta í dag en hann hefur leitt viðræðurnar í einn mánuð.

Tæki sem les eydd SMS komið á markað

Tæki sem gerir fólki mögulegt að njósna um maka sína með því að lesa SMS skilaboð sem hefur verið eytt, er nú komið í verslanir ytra. Tækið sem er auglýst sem „Litli gimsteinninn“ getur lesið Sim kort og upplýsingarnar er hægt að senda á hvaða tölvu sem er í gegnum USB tengi.

Írakar fordæma innrás Tyrkja

Íraska stjórnin hefur fordæmt innrás Tyrkja á Kúrda í norðurhluta Írak. Í yfirlýsingu stjórnarinnar mótmæla Írakar harkalega og skora á tyrknesk yfirvöld að draga herlið sitt til baka án tafar.

Tjáningarfrelsi fer minnkandi í Rússlandi

Tjáningarfrelsi í Rússlandi hefur farið „verulega minnkandi“ í forsetatíð Vladimir Putin samkvæmt skýrslu Amnesty International. Í henni segir að morð á berorðum fréttamönnum séu óleyst, sjálfstæðum fjölmiðlafyrirtækjum hafi verið lokað og lögregla hafi ráðist á stjórnarandstæðinga í mótmælaaðgerðum.

Dómari hafnar nýjum forsetakosningum í Nígeríu

Dómari í Nígeríu hefur hafnað kröfu stjórnarandstöðu um að forsetakosningar síðasta árs verði gerðar ógildar og kosið að nýju. Muhammadu Buhari frambjóðandi stjórnarandstöðunnar segir að ekki hafi verið kosið í 29 af 31 ríki landsins. Atiku Abuktar fyrrverandi varaforseti hélt því fram að lýðræðisflokkur Yar'Adua forseta hefði svindlað í kosningunum.

Minnsta áhorf á Óskarinn hingað til

Óskarðsverðlaunaafhendingin á sunnudagskvöld hlaut minnsta áhorf í sjónvarpi hingað til samkvæmt bandarískum könnunum. Um 32 milljónir horfðu á útsendingu ABC sjónvarpsstöðvarinnar, um milljón færri en árið 2003. Þá höfðu Bandaríkjamenn farið fyrir innrásinni í Írak daginn fyrir hátíðina. Í fyrra horfðu 41 milljón manns á hátíðina í sjónvarpi.

Engin merki um að danskar vörur verði sniðgengnar

Danska utanríkisráðuneytis segist ekki sjá merki þess í Miðausturlöndum eða annars staðar í Asíu að til standi að sniðganga danskar vörur í stórum stíl til þess að mótmæla endurbirtingu Múhameðsteikninga.

Dæmt um úrslit forsetakosninga í Nígeríu

Nígerskur dómari ákveður í dag hvort ógilda eigi kjör Umaru Yar'Adua í embætti forseta. Frambjóðendur í stjórnarandstöðu halda því fram að úrslit kosninganna á síðasta ári hafi ekki átt ser stað í mörgum ríkjum og að núverandi lýðræðisflokkur fólksins hafi breytt úrslitunum forsetanum í vil.

Heil Gosi! - Áhugi Hitlers á Disney

Forstjóri stríðsmunasafns í Noregi heldur því fram að hann hafi fundið teikningar sem Adolf Hitler gerði á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. William Hakvaag forstjóri safnsins í Lofoten í Norður-Noregi segist hafa fundið teikningarnar inni í mynd sem hann keypti á uppboði í Þýskalandi og merkt var „A. Hitler".

Sjá næstu 50 fréttir