Nýs forseta bíða miklar áskoranir í utanríkismálum 28. febrúar 2008 10:55 Harka er að færast í kappræður Barack Obama og Hillary Clinton. MYND/AP Næsti forseti Bandaríkjanna mun standa frammi fyrir mun meiri áskorunum í utanríkismálum en núverandi forseti þegar hann tók við embætti. Möguleikinn á fyrsta kvenforsetanum, eða svarta forsetanum hefur beint sjónum manna að demókrataflokknum. Sérstaklega þegar tekið er tillit til óánægju á alþjóðavettvangi með utanríkisstefnu Bush sem þykir hafa orsakað sundrungu og sundurlyndi. Stríð í Írak og Afghanistan, herferðin gegn hryðjuverkum og kjarnorkuáætlanir Írana og Norður-Kóreumanna eru þau verkefni sem bíða nýs forseta þegar hann tekur við embætti í janúar á næsta ári. Í grein á fréttavef CNN segir að það að segja að „augu alheimsins fylgist með“ sé vægt til orða tekið.Munurinn á utanríkisstefnu Clinton og ObamaÁ yfirborðinu eru Clinton og Obama ekki með ólíkar áherslur í utanríkismálum. Obama var á móti innrásinni í Írak áður en hann fór á þing, en Clinton greiddi atkvæði með henni. Þau eru nú bæði fylgjandi afturköllun bandaríska hersins frá Írak.Þau segjast bæði ekki myndu útiloka valdbeitingu, jafnvel einhliða valdbeitingu til að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þau eru bæði fylgjandi fjölþjóðastefnu og diplómatískum leiðum í málefnum andstæðinga á borð við Íran. Þau styðja tvö ríki í Ísrael-Palestínu deilunni og eru bæði hallari undir Ísrael. Og vilja efla viðleitni í Afghanistan. Helsti munurinn á þeim er still og tónn. Clinton vill virðast sterkari frambjóðandinn með átta ára reynslu sem forsetafrú og tvö kjörtímabil á þingi.Obama hefur reynt að snúa umræðunni um reynslu Clinton yfir í umræður um dómgreind. Þannig segir hann Clinton hafa skort dómgreind að hafa ekki verið á móti stríðinu í Írak frá byrjun.Einn reginmunur á frambjóðendunum er afstaða til viðræðna við svokallaða einræðisherra. Obama segir að hann myndi hitta leiðtoga Íran, sýrlands, Venezuela, Kúbu og Norður-Kóreu strax á fyrsta ári sínu í forsetaembætti. Hann telur mikilvægt að eiga ekki bara viðræður við vini sína, heldur líka "óvini".Clinton telur viðorfið barnalegt og óábyrgt og telur diplómatísk tengsl og aðferðir líklegri til árangurs.Mestur munur virðist þó vera á málefnum Kúbu. Bæði kalla eftir lýðræðislegum umbótum, en Obama telur að fella eigi niður ferðabann á Ameríkana sem eiga ættir að rekja til Kúbu.McCain í málefnum ÍrakJohn McCain sem talinn er líklegasta forsetaefni Repúblíkana hefur hampað reynslu í utanríkismálum sem ástæðu til að kjósa hann frekar sem forseta en Hillary Clinton eða Barack Obama.McCain var fylgjandi innrásinni í Írak og studdi Bush þegar hann beitti neitunarvaldi gegn frumvarpi sem miðaði að því að senda flesta bandaríska hermenn heim frá Írak fyrir marsmánuð 2008. Hann var þrátt fyrir það mikill gagnrýnandi fyrrverandi varnarmálaráðherra Bush, Donald Rumsfeld.McCain var málsvari þess að senda auka herlið til Írak sem hann og aðrir embættismenn segja að hafi leitt til minna ofbeldis í landinu. Hann segist vilja við minni herafla í Írak en í langan tíma, líkt og í Suður-Kóreu eða Kuwait. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Næsti forseti Bandaríkjanna mun standa frammi fyrir mun meiri áskorunum í utanríkismálum en núverandi forseti þegar hann tók við embætti. Möguleikinn á fyrsta kvenforsetanum, eða svarta forsetanum hefur beint sjónum manna að demókrataflokknum. Sérstaklega þegar tekið er tillit til óánægju á alþjóðavettvangi með utanríkisstefnu Bush sem þykir hafa orsakað sundrungu og sundurlyndi. Stríð í Írak og Afghanistan, herferðin gegn hryðjuverkum og kjarnorkuáætlanir Írana og Norður-Kóreumanna eru þau verkefni sem bíða nýs forseta þegar hann tekur við embætti í janúar á næsta ári. Í grein á fréttavef CNN segir að það að segja að „augu alheimsins fylgist með“ sé vægt til orða tekið.Munurinn á utanríkisstefnu Clinton og ObamaÁ yfirborðinu eru Clinton og Obama ekki með ólíkar áherslur í utanríkismálum. Obama var á móti innrásinni í Írak áður en hann fór á þing, en Clinton greiddi atkvæði með henni. Þau eru nú bæði fylgjandi afturköllun bandaríska hersins frá Írak.Þau segjast bæði ekki myndu útiloka valdbeitingu, jafnvel einhliða valdbeitingu til að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þau eru bæði fylgjandi fjölþjóðastefnu og diplómatískum leiðum í málefnum andstæðinga á borð við Íran. Þau styðja tvö ríki í Ísrael-Palestínu deilunni og eru bæði hallari undir Ísrael. Og vilja efla viðleitni í Afghanistan. Helsti munurinn á þeim er still og tónn. Clinton vill virðast sterkari frambjóðandinn með átta ára reynslu sem forsetafrú og tvö kjörtímabil á þingi.Obama hefur reynt að snúa umræðunni um reynslu Clinton yfir í umræður um dómgreind. Þannig segir hann Clinton hafa skort dómgreind að hafa ekki verið á móti stríðinu í Írak frá byrjun.Einn reginmunur á frambjóðendunum er afstaða til viðræðna við svokallaða einræðisherra. Obama segir að hann myndi hitta leiðtoga Íran, sýrlands, Venezuela, Kúbu og Norður-Kóreu strax á fyrsta ári sínu í forsetaembætti. Hann telur mikilvægt að eiga ekki bara viðræður við vini sína, heldur líka "óvini".Clinton telur viðorfið barnalegt og óábyrgt og telur diplómatísk tengsl og aðferðir líklegri til árangurs.Mestur munur virðist þó vera á málefnum Kúbu. Bæði kalla eftir lýðræðislegum umbótum, en Obama telur að fella eigi niður ferðabann á Ameríkana sem eiga ættir að rekja til Kúbu.McCain í málefnum ÍrakJohn McCain sem talinn er líklegasta forsetaefni Repúblíkana hefur hampað reynslu í utanríkismálum sem ástæðu til að kjósa hann frekar sem forseta en Hillary Clinton eða Barack Obama.McCain var fylgjandi innrásinni í Írak og studdi Bush þegar hann beitti neitunarvaldi gegn frumvarpi sem miðaði að því að senda flesta bandaríska hermenn heim frá Írak fyrir marsmánuð 2008. Hann var þrátt fyrir það mikill gagnrýnandi fyrrverandi varnarmálaráðherra Bush, Donald Rumsfeld.McCain var málsvari þess að senda auka herlið til Írak sem hann og aðrir embættismenn segja að hafi leitt til minna ofbeldis í landinu. Hann segist vilja við minni herafla í Írak en í langan tíma, líkt og í Suður-Kóreu eða Kuwait.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira