Fleiri fréttir

Heilsu Suharto hrakar

Suharto fyrrum forseti Indónesíu liggur nú alvarlega veikur á sjúkrahúsi í Jakarta höfuðborg Indónesíu. Suharto var fluttur með hraði á spítalann í síðustu viku hjárta og nýrnavandamál sem valda blóðleysi og lágum blóðþrýstingi.

Ráðherra Sri Lanka lést í sprengjutilræði

DM Dassanayake ráðherra uppbyggingarmála á Sri Lanka lést á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa orðið fyrir öflugri sprengju við vegkant nálægt höfuðborginni Colombo. Sjö aðrir slösuðust í árásinni sem Tamiltígrar hafa verið ásakaðir um að standa fyrir.

Vilja fá Chavez úrskurðaðan geðveikan

Einn af stjórnarandstöðuflokkunum í Venesúela reynir nú að fá Hugo Chavez forseta landsins úrskurðaðan geðveikann og þar með óhæfan til að stjórna landinu.

Kínversk stjórnvöld múlbinda fréttamenn

Frelsi fjölmiðla hefur verið nær óþekkt fyrirbæri í Kína frá því að kommúnistar tóku þar völdin um miðja síðustu öld. Stjórnvöld í Kína hafa vakandi auga með öllu sem birt er, sérstaklega í ríkisfjölmiðlunum

Hillary Clinton táraðist í New Hampshire

Forkosningarnar í New Hampshire eru í dag og það lítur allt út fyrir að demókratinn Barak Obama og repúblikaninn John McCain muni fara með sigur af hólmi

Díana prinsessa var hætt með Dodi

Ástarævintýri Díönu prinsessu og Dodis Fayed var lokið tveimur vikum áður en hún lést í hörmulegu bílslysi í París í ágúst 1997. Rannsókn á andláti Díönu hefur staðið yfir frá því í haust. Við vitnaleiðslur yfir Rodney Turner, sem var náinn vinur Díönu, sagði hann að prinsessan hefði fullyrt við sig að samband þeirra væri á enda. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Guardian.

Kibaki Keníuforseti boðar Odinga til viðræðna

Forseti Keníu, Mwai Kibaki, hefur boðað andstæðing sinn, Raila Odinga til viðræðna næstkomandi föstudag. Tilgangur með viðræðunum er að binda enda á þá óöld sem ríkt hefur í landinu, en hátt í 500 manns hafa látið lífið í óeirðum eftir að úrslit forsetakosninga urðu gerð kunn 27. desember síðastliðinn.

Lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Kenía

Helsti erindreki Bandaríkjanna í Afríku hefur lýst yfir miklum áhyggjum af ástandinu sem blossaði upp áður en úrslit forsetakosninganna í Kenýa urðu ljós. Jendayi Frazer hefur verið í Keníu síðustu þrjá daga og fundað með Mwai Kibaki forseta og stjórnarandstöðunni. Hún segir kosningarnar ekki hafa verið nægilega gegnsæjar og ofbeldið sem fylgdi í kjölfarið ekki lýsandi fyrir þjóðina.

Leitað að eldflaugaskotmönnum

Ísraelar hafa hert enn aðgerðir á Gaza ströndinni til þess að reyna að koma í veg fyrir að Palestínumenn skjóti þaðan eldflaugum og vörpusprengjum yfir landamærin.

Íranskir bátar ógna bandarískum skipum

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest fréttir CNN sjónvarpsstöðvarinnar um helgina um að íranskir hraðbátar hafi hótað þremur bandarískum herskipum á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Írans. Bátarnir voru fimm og á vegum íranskra byltingarsinna hringsóluðu í kringum herskipin í tæplega 200 metra fjarlægð.

Hann er á leiðinni

Bandarískir öryggisverðir eru nú á ferð á flugi um Ísrael vegna heimsóknar Georges Bush forseta síðar í þessari viku.

Upplýstur engill

Íslendingar eru með nokkrum rétti stoltir af því hvað þeir skjóta upp mörgum rakettum um áramótin. Voru það ekki eitthvað um 800 tonn í þetta skipti ?

Ævintýrahöll úr klaka

Það er mikið vetrarríki í Kína. Í borginni Harbin í Norðausturhluta landsins nota listamenn ísinn til þess að búa til undraveröld sem er mikið sótt af ferðamönnum ár hvert.

Breski herinn vegsamar stríð

Breski herinn hefur verið sakaður um að vegsama stríð í auglýsingum sínum. Þannig beinist auglýsingar sem sýni stríðsrekstur á jákvæðan hátt að börnum allt niður í sjö ára aldur. Þetta eru niðurstöður skýrslu góðgerðarsamtakanna Joseph Rowntree sem birt var í dag.

Karl í krapinu

Nístandi kaldur og bálhvass vetrarstormur gekk yfir Kaliforníu um síðustu helgi. Vegir tepptust og skriður féllu. Rafmagn fór af húsum og ástandið var allt hið ömurlegasta.

Dauðadæmdum kastað fyrir björg

Hæstiréttur Írans hefur staðfest að tveir dauðadæmdir menn skuli teknir af lífi með því að kasta þeim fyrir björg. Þeir voru dæmdir fyrir að nauðga öðrum karlmönnum.

Obama með tveggja tölu forskot

Bilið breikkar á milli Barack Obama og Hillary Clinton í kjöri um forsetaframbjóðenda demókrata. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur Obama 13 prósenta forskot á Clinton og mælist nú með 41 prósenta fylgi fyrir kosningarnar í New Hampshire sem fara fram á morgun.

Letisafn opnar í Kólumbíu

Safn sem á að vekja fólk til umhugsunar um leti hefur verið opnað í Bógóta höfuðborg Kólumbíu. Á því eru sófar fyrir framan sjónvarpstæki, hengirúm og venjuleg rúm - og allt það sem tengist því þegar fólk forðast að vinna.

Fjöldi látinna í Kenía 486

Fjöldi þeirra sem látið hafa lífið í óeirðum eftir úrslit forsetakosninganna 27. desember er 486. Þetta er töluvert meiri fjöldi en fyrri tölur höfðu áætlað samkvæmt niðurstöðu nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar.

Segir Bhutto ábyrga fyrir eigin dauða

Pervez Musharraf forseti Pakistan sagði í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn „60 minutes“ að morðið á Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra væri henni sjálfri að kenna. „Hún stóð fyrir utan bílinn, ég tel að þetta sé henni sjálfri að kenna - engum öðrum," sagði fyrrverandi hershöfðinginn í viðtalinu á CBS sjónvarpsstöðinni.

Skelfing eftir jarðskjálfta í Indónesíu

Jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter skók austhluta Indónesíu í morgun og eyðilagði fjölda bygginga. Skelfing greip um sig meðal íbúa Papúa á Nýju Gíneu en enginn lést samkvæmt uppllýsingum yfirvalda. Upptök skjálftans voru um 8 kílómetra norður af Manokwariborg í vesturhluta Papúa. Eldur logar í fjölda húsa og sprungur mynduðust í mörgum til viðbótar. Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út.

Kókaín vinsælasta dópið hjá ungum Dönum

Á síðustu tíu árum er kókaín orðið það eiturlyf sem danska lögreglan finnur mest af hjá yngri kynslóðinni þar í landi. Þetta kemur fram í Nyhedsavisen í dag.

Íbúar Napolíborgar eru að drukkna í sorpi

Íbúar Napolíborgar eru að drukkna í sorpi og hefur ríkisstjórn Ítalíu verið kölluð til neyðarfundar í dag vegna málsins. Engin sorphirða hefur verið í borginni undanfarnar tvær vikur.

Stefnir í stórsigur Obama í New Hampshire

Nýjustu skoðanakannanir í New Hampshire gefa til kynna að Barak Obama vinni stórsigur á Hillary Clinton. Obama mælist nú með tíu prósent meira fylgi en Clinton

Saakashvili sigraði - Fékk 52.8% atkvæða

Mikhail Saakashvili er sigurvegari kosninganna í Gerorgíu. Þetta var tilkynnt í kvöld. Hann hlaut 52.8% atkvæða og því er önnur umferð kosninga gegn þeim sem hlaut næstflest atkvæði óþörf.

Örvæntingarfullar mæður leita ásjár ABC barnahjálpar

Örvæntingarfullar kenískar mæður hafa leitað ásjár með börn sín á heimili ABC barnahjálpar í Naíróbí. Íslenskur sjálfboðaliði þar segir almenning óttasleginn vegna ástandsins í landinu. Keníumenn sem vanir eru að taka á móti flóttamönnum frá nágrannalöndum sínum, flýja nú í þúsundavís yfir landamærin, flestir til Úganda.

Þrír látnir eftir árás Ísraela

Ísraelskir hermenn drápu þrjá Palestínumenn í árás inn á Gaza svæðið í dag. Árásin var svar við ítrekuðum loftskeytaárásum þaðan inni í Ísrael.

Bjóðið Bush velkominn með sprengjum

Hinn bandaríski Adam Gadahn, sem er herskár meðlimur í Al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, hvetur múslima í miðausturlöndum til að taka á móti George Bush með sprengjum þegar hann kemur þangað í vikunni.

Saakashvili sigurvegari eftir fyrstu tölur

Michel Saakashvili forseti Georgíu er með 58 prósenta fylgi eftir að sjö prósent atkvæða hafa verið talin í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarandstaðan í Georgíu hvetur stuðningsmenn til mótmæla í höfuðborginni Tblisi en þeir segja að útgönguspár hafi verið falsaðar.

Vilja Suleiman sem forseta Líbanon

Utanríkisráðherrar Arababandalagsins ákváðu á fundi í Kaíró í Egyptalandi að styðja Michel Suleiman hershöfðingja sem næsta forseta Líbanons. Boðað var til fundarins vegna stjórnmálaástandsins í Líbanon en þar hefur ekki verið forseti síðan 23. nóvember.

Hvetja til mótmæla í Georgíu

Stjórnarandstaðan í Georgíu hvetur stuðningsmenn til mótmæla í höfuðborginni Tblisi en þeir segja að útgönguspár hafi verið falsaðar. Samkvæmt þeim vann Saakashvili forseti yfirburðasigur í kosningunum sem hann boðaði til eftir að hafa barið niður mótmæli stjórnarandstöðunnar gegn sér í nóvember. Þá þykja kosningarnar prófsteinn á lýðræði í landinu.

"Hvar eru hryðjuverkamennirnir núna?"

Fjórir létust þegar sprengja sprakk í Karrada hvefinu í Bhagdad í morgun. Þar var verið að halda upp á Íraska herdaginn sem er árviss viðburður. Þeir látnu voru allir íraskir hermenn en sprenginguna sem sprakk fyrir utan byggingu frjálsra félagasamtaka sem stóð fyrir hátíðarhöldum í hverfinu og bauð nokkrum háttsetum hermönnum.

Sterkur jarðskjálfti í Grikklandi

Sterkur jarðskjálfti upp á 6,5 á Richter reið yfir Grikkland í morgun. Jarðfræðingar segja upptök skjálftans 120 kílómetra suðvestur af Aþenu í suðurhluta Pelopsskaga. Engar fregnir hafa borist af mannfalli eða slysum á fólki.

Tveir látnir í óveðri í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti tveir eru látnir af völdum óveðurs sem geisar á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hellirigning, snjór og sterkir vindar fylgja veðrinu. Snjóflóðaviðvaranir voru gefnar út í Sierra Nevada fjöllum þar sem einn og hálfur meter féll af snjó. Þá er varað við flóðum í suðurhluta Kaliforníu og aurskriðum.

Allt bendir til sigurs Saakishvili

Þúsundir mótmæltu úrslitum forsetakosninganna í Tblisi höfuðborg Georgíu í dag sem benda til að Mikhail Saakashvili forseti sitji annað kjörtímabil í embætti. Urður Gunnarsdóttir talsmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu segir vankanta á kosningunum helst snúast um ójafna aðstöðu frambjóðenda fyrir kosningar.

Fjöldamótmæli boðuð í Georgíu

Stjórnarandstaðan í Georgíu hefur boðað til fjöldamótmæla á morgun vegna þess sem hún kallar "falsaðra" niðurstaðna nýafstaðinna forsetakosninga. Mótmælin eiga að fara fram klukkan 14:00 að staðartíma á morgun.

Þjóðverja vísað úr landi

Írönsk yfirvöld hafa vísað þýskum diplómat úr landi. Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Það mun, samkvæmt heimildum þýsku fréttastofunnar DPA, vera svar Írana við því þegar írönskum diplómat var vísað úr Þýskalandi í júlí fyrir að hafa reynt að kaupa tæki og tól sem grunur lék á að nota ætti í umdeilda kjarnorkuáætlun Írana.

Féll niður af 47. hæð og lifði af

Gluggaþvottamaður í New York var svo sannarlega ekki feigur þegar hann féll niður af 47. hæð háhýsis á Manhattan í síðasta mánuði og lifði af.

Odinga hafnar samstarfi við Kibaki

Mwai Kibaki forseti Kenía segist tilbúinn að mynda þjóðstjórn til að binda enda á ringulreiðina í landinu eftir afar umdeild úrslit forsetakosninganna síðustu helgi. Stjórnarandstaðan hafnar samstarfi og krefst þess að kosið verði á ný.

Upplýsingar sænsku leyniþjónustunnar á glámbekk

USB minniskubbur fullur af leyniskjölum sænska hersins fannst á bókasafni í Stokkhólmi á fimmtudag. Meðal leyniskjalanna voru skýrslur um friðargæslu Nató í Afghanistan. Fundurinn þykir rýra traust á sænska leyniþjónustu.

Útgönguspár spá Saakashvili sigri

Útgönguspár sem sjónvarpsstöðvar í Georgíu létu framkvæma segja að Mikhail Saakashvili hafi fengið 52.5% atkvæða í forsetakosningunum í landinu. Verði það raunin er ekki þörf á annari umferð kosninga.

Zuma tekur fjórðu eiginkonuna

Jacob Zuma, sem nýlega tók við stjórnartaumunum í Suður-Afríska þjóðarráðinu(ANC) gekk í dag að eiga sína fjórðu eiginkonu. Athöfnin var látlaus og fór fram á heimaslóðum Zuma, sem þykir líklegastur til að taka við forsetaembæti landsisn þegar Thabo Mbke lætur af völdum

Sjá næstu 50 fréttir