Fleiri fréttir Dómur fyrir vikulokin Dómarinn í máli Gísla Þorkelssonar, sem var myrtur í Suður-Afríku sumarið 2005, gagnrýnir lögreglu í Jóhannesarborg fyrir handvömm. Dóm á að kveða upp yfir meintum morðingjum Gísla fyrir vikulokin. 19.10.2007 12:17 Loka á óheftan aðgang að sígarettusjálfsölum Reykingamenn í Japan munu frá og með júlí á næsta ári ekki lengur geta keypt sígarettur úr sjálfsala án þess að framvísa sérstökum persónuskilríkjum. Um 570 þúsund sígarettusjálfsalar eru nú starfræktir í Japan. 19.10.2007 11:19 Burt með ríka og fræga fólkið! Eldri borgari í smábæ í Devon á Englandi hefur hafnað rúmlega 200 milljónum til að bjarga þorpinu frá því að frægt og ríkt fólk taki það yfir. Isobel Waterhouse erfði fjögur smáhús í strandbænum East Portlemouth. Hún hefði getað selt þau fyrir rúmar sextíu milljónir hvert, sem annað heimili fræga fólksins. 19.10.2007 11:11 Var brúðkaup í vændum hjá Díönu? Réttarrannsóknin yfir dauða Díönu prinsessu og Dodi Al Fayed ástmanni hennar tók óvænta stefnu í gær þegar kviðdómendum var sýnd kvittun fyrir „trúlofunar“-hring sem Dodi keypti klukkustundum áður en parið lést. 19.10.2007 10:17 Meintur barnaníðingur á yfir höfði sér 20 ára fangelsi Yfirvöld í Tælandi hafa ákveðið að ákæra kanadamanninn Christopher Neil fyrir að hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Christopher var handtekinn í morgun í Nakhon Ratchasima héraði um 250 kílómetra fyrir norðan Bangkok. Hann flúði Suður-Kóreu eftir að Interpol lýsti eftir honum út um allan hemi. 19.10.2007 10:16 Átta láta lífið í sprengingu í Manila Átta létust og að minnsta kosti 70 særðust þegar sprenging varð í verslunarmiðstöð í Manila, höfuðborg Filippseyja, í morgun. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni. 19.10.2007 07:57 Reykja fyrir sektinni Kráareigandi í Holbæk á Jótlandi býður gestum sínum upp á að reykja á staðnum gegn því að leggja tvær krónur danskar, eða rúmar 20 íslenskar í púkk, til að greiða sektina sem kráareigandinn fær fyrir að heimila reykingar. 19.10.2007 07:15 Fallið frá hugmyndum um bandaríki Evrópu Fallið er frá hugmyndinum um bandaríki Evrópu og sameiginlegan þjóðsöng álfunnar í nýjum sáttmála sem leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu í Lissabon gær. 19.10.2007 07:12 Ráðherrar funda um Madeleine McCann Mál Madeleine McCann kom til tals á fundi Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals, í Lissabon í gær. 19.10.2007 07:10 Meintur barnaníðingur handtekinn Kanadíski kennarinn sem grunaður er um að hafa misnotað mörg hundruð drengi var handtekinn í Tælandi í gær. 19.10.2007 07:08 Yfir 130 létu lífið í tilræði gegn Benazir Bhutto Að minnsta kosti 130 manns létu lífið og um eitt hundra særðust þegar tvær sprengjur sprungu í borginni Karachi í Pakistan í gær. 19.10.2007 07:02 Innflytjandi í jafnréttismálin Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær. Hann skipti út þremur ráðherrum. 19.10.2007 03:45 Oslóbúar hamstra vatn á flöskum Noregur Nærri hálfri milljón Oslóbúa hefur verið ráðlagt af yfirvöldum að sjóða allt neysluvatn í minnst þrjár mínútur eftir að giardia-sníkjudýrið greindist í vatnssýnum úr höfuðvatnsbóli borgarbúa. 19.10.2007 03:15 Einstakur ferill Benazir Bhutto Benazir Bhutto var eitt sinn heiðruð í heimalandi sínu og erlendis sem tákn nútímaviðhorfa og lýðræðis. Síðan hefur hún barist gegn ásökunum um spillingu. Þær voru ástæða þess að hún fór í sjálfskapaða útlegð sem hún sneri aftur úr eftir átta ár í október. Hún lét lífið í árás í morgun eftir kosningafund í bænum Rawalpindi. 18.10.2007 23:08 Hundruð þúsunda fögnuðu Bhutto Hundruð þúsunda manna tóku fagnandi á móti Benazir Bhutto við komu hennar til Pakistans í dag, eftir átta ára sjálfskipaða útlegð. 18.10.2007 18:40 Hvað kom fyrir augabrúnir Monu Lisu? Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. 18.10.2007 15:38 Fílar finna lykt af hættu Fílar finna bókstaflega lykt af hættu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Kenya. 18.10.2007 15:30 Þrjú fórnarlömb barnaníðings gáfu sig fram Þrír taílenskir drengir sem svívirtir voru af barnaníðingi sem nú er leitað í Taílandi gáfu sig fram við lögreglu í gær og skýrðu frá misnotkuninni. Drengirnir voru 9, 13 og 14 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. Þeir segja að Christopher Paul Neil hafi greitt þeim fyrir munnmök árið 2003. Drengirnir þekktu Neil af myndum sem birtar voru í fjölmiðlum. 18.10.2007 14:55 Lítið undir ökuníðingum ? Ástralir hafa hrundið af stað herferð gegn hraðakstri, sem virðist virka á unga menn. Stúlkur eru hvattar til að gefa þeim litla fingurinn, og er þar verið að vísa til fjölskyldudjásna þeirra. 18.10.2007 14:41 Fagnaðarlæti við komu Bhutto til Pakistans Þúsundir manna fögnuðu Benasír Bhutto við heimkomuna til Pakistans, eftir átta ár í útlegð. Benasír Bhutto hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi síðan 1999. Hún hyggst leiða flokk sinn, Þjóðarflokk Pakistans, í kosningabaráttu á næstunni. 18.10.2007 12:42 Áströlsk börn fundu lík í ferðatösku Hópur barna sem var við leik í almenningsgarði í Ástralíu fann nakið lík barns þegar þau opnuðu ferðatösku sem flaut í tjörn í garðinum. Lögregla leitar nú á svæðinu Rosemeadow í úthverfi Sydney og ræðir við vitni í leit að vísbendingum. 18.10.2007 12:02 Frakklandsforseti skilur við konu sína Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og eiginkona hans Cecilia hafa ákveðið að skilja. 18.10.2007 11:39 Feitir farþegar ógna flugöryggi SAS flugfélagið hefur beðið öryggisyfirvöld í Skandinavíu að breyta viðmiðunarreglum um þyngd flugfarþega. 18.10.2007 11:27 Norskir biskupar skera upp herör gegn samkynhneigðum Níu af ellefu biskupum Noregs hafa hótað að hætta að gifta fólk í kirkjum landsins ef ný lög um vígslu samkynhneigðra verða samþykkt. 18.10.2007 10:41 Bhutto grét við komuna til Pakistan Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan lenti á flugvelli í Karachi stærstu borgar Pakistan nú rétt í þessu eftir átta ára útlegð. Hundruð þúsunda hafa safnast saman á götum borgarinnar til að fagna komu hennar til landsins. Bhutto tárfelldi og sagðist vera mjög spennt, glöð og afskaplega stolt. Lýðræði yrði að vera til staðar í landinu. 18.10.2007 09:50 Mannakjöt bragðast eins og svínakjöt - bara örlítið beiskara Þýska mannætan, Armin Meiwes, segist hafa beðið í yfir þrjátíu ár eftir að fá að bragða á mannakjöti. Þetta kom fram í viðtali sem þýska sjónvarpsstöðin RTL tók við hann fyrir skemmstu. Meiwes segir mannakjöt bragðast eins og svínakjöt. 18.10.2007 09:08 Stal traktorum sér til gamans Lögreglan í Sönderborg í Danmörku handtók í gær karlmann á þrítugsaldri fyrir að stela tveimur traktorum og gröfu. Svo virðist sem maðurinn hafi stolið vélunum sér til gamans. 18.10.2007 08:41 Kínverjar sármóðgaðir út í Bandaríkjamenn Kínverjar hafa gagnrýnt Bandaríkjamenn harðlega fyrir að hafa veitt Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbet, Gullorðu Bandaríkjaþings í gær. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir orðuveitinguna hafa grafið undan samskiptum landanna. 18.10.2007 08:26 Einn lagður inn á spítala eftir að hafa drukkið mengað vatn í Osló Íbúar Óslóar þurfa að minnsta kosti að bíða í tvær vikur áður en þeir geta óhræddir neytt drykkjarvatns úr krönum á ný. Þangað til er fólki ráðlagt að sjóða allt vatn í þrjár mínútur fyrir neyslu. Einn maður hefur verið lagður inn á spítala. 18.10.2007 08:01 Bhutto snýr aftur til Pakistan Um tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í borginni Karachi í Pakistan í morgun til að taka móti Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar. 18.10.2007 07:10 Lestarsamgöngur í Frakklandi lamast vegna verkfalls Búist er miklum töfum á lestarsamgöngum í Frakklandi í dag vegna verkfalls opinberra starfsmanna þar í landi. Verkfallið hófst hófst klukkan sex í gær og stendur einn sólarhring. 18.10.2007 07:07 Ný skýrsla boðar miklar loftlagsbreytingar Gert er ráð fyrir miklum breytingum á lífríki á norðurskautssvæðinu á næstu árum og áratugum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um loftlagsbreytingar. 18.10.2007 06:59 Minn bingó vinningur....nei minn Breskur dómari hefur stöðvað greiðslu á 120 milljóna króna bingó vinningi eftir heiftarlegar fjölskyldudeilur um hver ætti hvað. 17.10.2007 16:52 Mamma Madeleine ekki nógu móðurleg Kate McCann telur að hún sé áreitt af fólki sem telji hana flækta í hvarf Madeleine af því að útlit hennar sé ekki nógu móðurlegt. Susan Healy, móðuramma Madeleine viðurkennir að hjónin hafi gert hræðileg mistök þegar þau skildu börnin þeirra þrjú eftir ein í íbúðinni í Praia da Luz. 17.10.2007 16:38 Bannað að reykja utandyra Borgarstjórnin í Oakland í Kaliforníu hefur einróma samþykkt ný lög sem banna reykingar utandyra á veitingahúsum. 17.10.2007 16:09 Angelina Pedersen Ozzy, Scarlett, Angelina, Bono og Shakira eru flutt til Danmerkur. Og einnig John Lennon. 17.10.2007 15:10 Tyrkneski herinn fékk heimild til innrásar í Írak Tyrkneska þingið samþykkti í dag með miklum meirihluta að gefa tyrkneska hernum heimild til þess að ráðast á víghreiður Kúrda í Norður-Írak. 17.10.2007 15:05 Ofurherskip til skrauts í norskum höfnum Norska ríkisendurskoðunin segir að norski flotinn hafi ekki aðstöðu til þess að þjálfa mannskap á nýjar ofurfreigátur sem pantaðar hafa verið frá Spáni. 17.10.2007 14:18 Fáleikar með Danaprinsum Danska Extra Bladet heldur því fram að kalt sé milli þeirra bræðra Friðriks krónprins og Jóakims. 17.10.2007 13:28 Ævaforn fótspor bylta þróunarkenningum Breskir vísindamenn fundu fyrir skömmu steingervð fótspor af eðlu sem talin eru vera um 315 milljón ára gömul. Uppgötvunin bendir til þess að eðlur hafi komið fram á sjónarsviðið mun fyrr en áður hefur verið talið. 17.10.2007 12:39 Íransforseta boðið til Rússlands Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Ahmadinejad Íransforseta í opinbera heimsókn til Moskvu til að ræða samskipti ríkjanna og kjarnorkudeiluna við Írana. Íransforseti hefur þekkst boðið. 17.10.2007 12:22 Leyniþjónustumaður ákærður í máli Önnu Politkovskaya Níu hafa verið ákærði í Rússlandi fyrir morðið á blaðamanninum Önnu Politkovskaya sem var skotin til bana í október á síðasta ári. Meðal þeirra sem eru ákærðir er yfirmaður í rússnesku leyniþjónustunni. 17.10.2007 11:39 Hún gæti verið dáin -foreldrar Madeleine Foreldrar Madeleine McCann hafa nú viðurkennt í fyrsta skipti að hún kunni að vera dáin. Þau hafa fram til þessa ekki viljað ljá máls á því. 17.10.2007 11:31 Myrti eiginkonu sína í réttarsal Þrír létust og tveir særðust þegar albanskur karlmaður hóf skothríð inni í réttarsal í borginni Reggio Emilia á Ítalíu í morgun. Meðal þeirra sem létust var kona mannsins en réttarhöld í skilnaðarmáli þeirra hjóna stóðu yfir þegar maðurinn skaut hana. 17.10.2007 11:16 Bróðir barnaníðings; gefðu þig fram Bróðir barnaníðingsins sem alþjóðalögreglan Interpol leitar að hefur hvatt hann til þess að gefa sig fram. 17.10.2007 11:04 Sjá næstu 50 fréttir
Dómur fyrir vikulokin Dómarinn í máli Gísla Þorkelssonar, sem var myrtur í Suður-Afríku sumarið 2005, gagnrýnir lögreglu í Jóhannesarborg fyrir handvömm. Dóm á að kveða upp yfir meintum morðingjum Gísla fyrir vikulokin. 19.10.2007 12:17
Loka á óheftan aðgang að sígarettusjálfsölum Reykingamenn í Japan munu frá og með júlí á næsta ári ekki lengur geta keypt sígarettur úr sjálfsala án þess að framvísa sérstökum persónuskilríkjum. Um 570 þúsund sígarettusjálfsalar eru nú starfræktir í Japan. 19.10.2007 11:19
Burt með ríka og fræga fólkið! Eldri borgari í smábæ í Devon á Englandi hefur hafnað rúmlega 200 milljónum til að bjarga þorpinu frá því að frægt og ríkt fólk taki það yfir. Isobel Waterhouse erfði fjögur smáhús í strandbænum East Portlemouth. Hún hefði getað selt þau fyrir rúmar sextíu milljónir hvert, sem annað heimili fræga fólksins. 19.10.2007 11:11
Var brúðkaup í vændum hjá Díönu? Réttarrannsóknin yfir dauða Díönu prinsessu og Dodi Al Fayed ástmanni hennar tók óvænta stefnu í gær þegar kviðdómendum var sýnd kvittun fyrir „trúlofunar“-hring sem Dodi keypti klukkustundum áður en parið lést. 19.10.2007 10:17
Meintur barnaníðingur á yfir höfði sér 20 ára fangelsi Yfirvöld í Tælandi hafa ákveðið að ákæra kanadamanninn Christopher Neil fyrir að hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Christopher var handtekinn í morgun í Nakhon Ratchasima héraði um 250 kílómetra fyrir norðan Bangkok. Hann flúði Suður-Kóreu eftir að Interpol lýsti eftir honum út um allan hemi. 19.10.2007 10:16
Átta láta lífið í sprengingu í Manila Átta létust og að minnsta kosti 70 særðust þegar sprenging varð í verslunarmiðstöð í Manila, höfuðborg Filippseyja, í morgun. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni. 19.10.2007 07:57
Reykja fyrir sektinni Kráareigandi í Holbæk á Jótlandi býður gestum sínum upp á að reykja á staðnum gegn því að leggja tvær krónur danskar, eða rúmar 20 íslenskar í púkk, til að greiða sektina sem kráareigandinn fær fyrir að heimila reykingar. 19.10.2007 07:15
Fallið frá hugmyndum um bandaríki Evrópu Fallið er frá hugmyndinum um bandaríki Evrópu og sameiginlegan þjóðsöng álfunnar í nýjum sáttmála sem leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu í Lissabon gær. 19.10.2007 07:12
Ráðherrar funda um Madeleine McCann Mál Madeleine McCann kom til tals á fundi Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals, í Lissabon í gær. 19.10.2007 07:10
Meintur barnaníðingur handtekinn Kanadíski kennarinn sem grunaður er um að hafa misnotað mörg hundruð drengi var handtekinn í Tælandi í gær. 19.10.2007 07:08
Yfir 130 létu lífið í tilræði gegn Benazir Bhutto Að minnsta kosti 130 manns létu lífið og um eitt hundra særðust þegar tvær sprengjur sprungu í borginni Karachi í Pakistan í gær. 19.10.2007 07:02
Innflytjandi í jafnréttismálin Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær. Hann skipti út þremur ráðherrum. 19.10.2007 03:45
Oslóbúar hamstra vatn á flöskum Noregur Nærri hálfri milljón Oslóbúa hefur verið ráðlagt af yfirvöldum að sjóða allt neysluvatn í minnst þrjár mínútur eftir að giardia-sníkjudýrið greindist í vatnssýnum úr höfuðvatnsbóli borgarbúa. 19.10.2007 03:15
Einstakur ferill Benazir Bhutto Benazir Bhutto var eitt sinn heiðruð í heimalandi sínu og erlendis sem tákn nútímaviðhorfa og lýðræðis. Síðan hefur hún barist gegn ásökunum um spillingu. Þær voru ástæða þess að hún fór í sjálfskapaða útlegð sem hún sneri aftur úr eftir átta ár í október. Hún lét lífið í árás í morgun eftir kosningafund í bænum Rawalpindi. 18.10.2007 23:08
Hundruð þúsunda fögnuðu Bhutto Hundruð þúsunda manna tóku fagnandi á móti Benazir Bhutto við komu hennar til Pakistans í dag, eftir átta ára sjálfskipaða útlegð. 18.10.2007 18:40
Hvað kom fyrir augabrúnir Monu Lisu? Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. 18.10.2007 15:38
Fílar finna lykt af hættu Fílar finna bókstaflega lykt af hættu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Kenya. 18.10.2007 15:30
Þrjú fórnarlömb barnaníðings gáfu sig fram Þrír taílenskir drengir sem svívirtir voru af barnaníðingi sem nú er leitað í Taílandi gáfu sig fram við lögreglu í gær og skýrðu frá misnotkuninni. Drengirnir voru 9, 13 og 14 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. Þeir segja að Christopher Paul Neil hafi greitt þeim fyrir munnmök árið 2003. Drengirnir þekktu Neil af myndum sem birtar voru í fjölmiðlum. 18.10.2007 14:55
Lítið undir ökuníðingum ? Ástralir hafa hrundið af stað herferð gegn hraðakstri, sem virðist virka á unga menn. Stúlkur eru hvattar til að gefa þeim litla fingurinn, og er þar verið að vísa til fjölskyldudjásna þeirra. 18.10.2007 14:41
Fagnaðarlæti við komu Bhutto til Pakistans Þúsundir manna fögnuðu Benasír Bhutto við heimkomuna til Pakistans, eftir átta ár í útlegð. Benasír Bhutto hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi síðan 1999. Hún hyggst leiða flokk sinn, Þjóðarflokk Pakistans, í kosningabaráttu á næstunni. 18.10.2007 12:42
Áströlsk börn fundu lík í ferðatösku Hópur barna sem var við leik í almenningsgarði í Ástralíu fann nakið lík barns þegar þau opnuðu ferðatösku sem flaut í tjörn í garðinum. Lögregla leitar nú á svæðinu Rosemeadow í úthverfi Sydney og ræðir við vitni í leit að vísbendingum. 18.10.2007 12:02
Frakklandsforseti skilur við konu sína Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og eiginkona hans Cecilia hafa ákveðið að skilja. 18.10.2007 11:39
Feitir farþegar ógna flugöryggi SAS flugfélagið hefur beðið öryggisyfirvöld í Skandinavíu að breyta viðmiðunarreglum um þyngd flugfarþega. 18.10.2007 11:27
Norskir biskupar skera upp herör gegn samkynhneigðum Níu af ellefu biskupum Noregs hafa hótað að hætta að gifta fólk í kirkjum landsins ef ný lög um vígslu samkynhneigðra verða samþykkt. 18.10.2007 10:41
Bhutto grét við komuna til Pakistan Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan lenti á flugvelli í Karachi stærstu borgar Pakistan nú rétt í þessu eftir átta ára útlegð. Hundruð þúsunda hafa safnast saman á götum borgarinnar til að fagna komu hennar til landsins. Bhutto tárfelldi og sagðist vera mjög spennt, glöð og afskaplega stolt. Lýðræði yrði að vera til staðar í landinu. 18.10.2007 09:50
Mannakjöt bragðast eins og svínakjöt - bara örlítið beiskara Þýska mannætan, Armin Meiwes, segist hafa beðið í yfir þrjátíu ár eftir að fá að bragða á mannakjöti. Þetta kom fram í viðtali sem þýska sjónvarpsstöðin RTL tók við hann fyrir skemmstu. Meiwes segir mannakjöt bragðast eins og svínakjöt. 18.10.2007 09:08
Stal traktorum sér til gamans Lögreglan í Sönderborg í Danmörku handtók í gær karlmann á þrítugsaldri fyrir að stela tveimur traktorum og gröfu. Svo virðist sem maðurinn hafi stolið vélunum sér til gamans. 18.10.2007 08:41
Kínverjar sármóðgaðir út í Bandaríkjamenn Kínverjar hafa gagnrýnt Bandaríkjamenn harðlega fyrir að hafa veitt Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbet, Gullorðu Bandaríkjaþings í gær. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir orðuveitinguna hafa grafið undan samskiptum landanna. 18.10.2007 08:26
Einn lagður inn á spítala eftir að hafa drukkið mengað vatn í Osló Íbúar Óslóar þurfa að minnsta kosti að bíða í tvær vikur áður en þeir geta óhræddir neytt drykkjarvatns úr krönum á ný. Þangað til er fólki ráðlagt að sjóða allt vatn í þrjár mínútur fyrir neyslu. Einn maður hefur verið lagður inn á spítala. 18.10.2007 08:01
Bhutto snýr aftur til Pakistan Um tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í borginni Karachi í Pakistan í morgun til að taka móti Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar. 18.10.2007 07:10
Lestarsamgöngur í Frakklandi lamast vegna verkfalls Búist er miklum töfum á lestarsamgöngum í Frakklandi í dag vegna verkfalls opinberra starfsmanna þar í landi. Verkfallið hófst hófst klukkan sex í gær og stendur einn sólarhring. 18.10.2007 07:07
Ný skýrsla boðar miklar loftlagsbreytingar Gert er ráð fyrir miklum breytingum á lífríki á norðurskautssvæðinu á næstu árum og áratugum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um loftlagsbreytingar. 18.10.2007 06:59
Minn bingó vinningur....nei minn Breskur dómari hefur stöðvað greiðslu á 120 milljóna króna bingó vinningi eftir heiftarlegar fjölskyldudeilur um hver ætti hvað. 17.10.2007 16:52
Mamma Madeleine ekki nógu móðurleg Kate McCann telur að hún sé áreitt af fólki sem telji hana flækta í hvarf Madeleine af því að útlit hennar sé ekki nógu móðurlegt. Susan Healy, móðuramma Madeleine viðurkennir að hjónin hafi gert hræðileg mistök þegar þau skildu börnin þeirra þrjú eftir ein í íbúðinni í Praia da Luz. 17.10.2007 16:38
Bannað að reykja utandyra Borgarstjórnin í Oakland í Kaliforníu hefur einróma samþykkt ný lög sem banna reykingar utandyra á veitingahúsum. 17.10.2007 16:09
Angelina Pedersen Ozzy, Scarlett, Angelina, Bono og Shakira eru flutt til Danmerkur. Og einnig John Lennon. 17.10.2007 15:10
Tyrkneski herinn fékk heimild til innrásar í Írak Tyrkneska þingið samþykkti í dag með miklum meirihluta að gefa tyrkneska hernum heimild til þess að ráðast á víghreiður Kúrda í Norður-Írak. 17.10.2007 15:05
Ofurherskip til skrauts í norskum höfnum Norska ríkisendurskoðunin segir að norski flotinn hafi ekki aðstöðu til þess að þjálfa mannskap á nýjar ofurfreigátur sem pantaðar hafa verið frá Spáni. 17.10.2007 14:18
Fáleikar með Danaprinsum Danska Extra Bladet heldur því fram að kalt sé milli þeirra bræðra Friðriks krónprins og Jóakims. 17.10.2007 13:28
Ævaforn fótspor bylta þróunarkenningum Breskir vísindamenn fundu fyrir skömmu steingervð fótspor af eðlu sem talin eru vera um 315 milljón ára gömul. Uppgötvunin bendir til þess að eðlur hafi komið fram á sjónarsviðið mun fyrr en áður hefur verið talið. 17.10.2007 12:39
Íransforseta boðið til Rússlands Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Ahmadinejad Íransforseta í opinbera heimsókn til Moskvu til að ræða samskipti ríkjanna og kjarnorkudeiluna við Írana. Íransforseti hefur þekkst boðið. 17.10.2007 12:22
Leyniþjónustumaður ákærður í máli Önnu Politkovskaya Níu hafa verið ákærði í Rússlandi fyrir morðið á blaðamanninum Önnu Politkovskaya sem var skotin til bana í október á síðasta ári. Meðal þeirra sem eru ákærðir er yfirmaður í rússnesku leyniþjónustunni. 17.10.2007 11:39
Hún gæti verið dáin -foreldrar Madeleine Foreldrar Madeleine McCann hafa nú viðurkennt í fyrsta skipti að hún kunni að vera dáin. Þau hafa fram til þessa ekki viljað ljá máls á því. 17.10.2007 11:31
Myrti eiginkonu sína í réttarsal Þrír létust og tveir særðust þegar albanskur karlmaður hóf skothríð inni í réttarsal í borginni Reggio Emilia á Ítalíu í morgun. Meðal þeirra sem létust var kona mannsins en réttarhöld í skilnaðarmáli þeirra hjóna stóðu yfir þegar maðurinn skaut hana. 17.10.2007 11:16
Bróðir barnaníðings; gefðu þig fram Bróðir barnaníðingsins sem alþjóðalögreglan Interpol leitar að hefur hvatt hann til þess að gefa sig fram. 17.10.2007 11:04