Einstakur ferill Benazir Bhutto Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. október 2007 23:08 Benazir tárvot við komuna til Pakistan eftir átta ár í útlegð. MYND/AFP Benazir Bhutto var eitt sinn heiðruð í heimalandi sínu og erlendis sem tákn nútímaviðhorfa og lýðræðis. Síðan hefur hún barist gegn ásökunum um spillingu. Þær voru ástæða þess að hún fór í sjálfskapaða útlegð sem hún sneri aftur úr eftir átta ár í október. Hún lét lífið í árás í morgun eftir kosningafund í bænum Rawalpindi. Líkt og Gandhi fjölskyldan á Indlandi hefur Bhutto fjölskyldan í Pakistan verið eitt þekktasta pólitíska ættarveldi heims. Faðir Benazir, Zulfikar Ali Bhutto, var forsætisráðherra Pakistan snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Ríkisstjórn hans var ein fárra á 30 ára tíma sjálfstæðis í landinu sem ekki var stjórnað af hernum. Benazir fæddist 21. Júní 1953 í Sindh héraði og hlaut menntun við Harvard háskóla í Bandaríkjunum og Oxford í Bretlandi. Hún öðlaðist trúverðugleika vegna stöðu föður sins þrátt fyrir að vera treg til að taka þátt í stjórnmálum í fyrstu. Bhutto á blaðamannafundi í Cannes í Frakklandi árið 1985.MYND/AFP Í tvígang hefur hún gengt forsætisráðherraembætti, fyrst frá 1988 til 1990, og síðan frá 1993 til 1996. Í báðum tilfellum var hún hrakin frá völdum af forsetanum vegna ásakana um spillingu. Ferill hennar hefur einkennst af sviptingum. Þegar hún naut mestra vinsælda - stuttu eftir að hún var fyrst kosin í embættið - var hún einn þekktasti kvenleiðtogi heims. Hún var ung og glæsileg þegar hún komst til valda og tókst að draga upp ferska mynd af sjálfri sér sem andsvar við karlstýrðu samfélaginu sem hún bjó í. ÞrjóskaEftir að hún hraktist frá völdum í annað sinn varð nafn hennar æ oftar tengt spillingu og óstjórn.Benazir var þekkt fyrir ákveðni og þrjósku. Hún var fangelsuð stuttu fyrir dauða föður hennar. Á þeim fimm árum sem hún sat í fangelsi var hún að mestu leiti í einangrun. Þeim aðstæðum lýsti hún sem sérlega erfiðum.Í stuttum hléum á fangelsisvistinni, þegar hún losnaði til að fá læknisaðstoð, opnaði hún skrifstofu pakistanska þjóðflokksins í London og hóf herferð gegn Zia hershöfðingja.Hún sneri aftur til Pakistan árið 1986 og stofnaði til fjöldafunda sem fjöldi manns sótti. Eftir að Zia hershöfðingi lést í sprengju um borð í einkaflugvél hans árið 1988 varð hún fyrsti lýðræðislega kjörni kven-forsætisráðherra í íslömsku landi.Ákærur um spillinguÁ báðum valdatímabilum var staða eiginmanns Bhutto, Asif Zardari, mjög umdeild.Hann gegndi mikilvægum embættum í stjórn hennar og var ásakaður af ýmsum embættismönnum um að stela milljónum bandaríkjadala úr sjóðum ríkisins. Ásakanir sem bæði hann og kona hans neita alfarið.Asif Zardari eiginmaður Benazir á blaðamannafundi.MYND/AFPTalið er að hann hafi komið peningum á leynireikninga víðsvegar um Evrópu.Fréttaskýrendur halda því margir fram að græðgi Asifs hafi flýtt fyrir falli Bhutto.Eftir 10 ára málþóf hafa engar spillingarákæranna verið sannaðar gegn Asif. Þrátt fyrir það sat hann að minnsta kosti átta ár í fangelsi. Hann var leystur úr haldi gegn tryggingu árið 2004 eftir að háværar raddir heyrðust um að ásakanirnar gegn honum væru veikar.Benazir neitaði staðfastlega ásökunum um spillingu og sagði undirrót þeirra vera að pólitískum grunni.Þar til hún hlaut sakaruppgjöf í byrjun október höfðu að minnsta kosti fimm spillingarmál verið höfðuð gegn henni, öll án sakfellingar.Árið 1999 var hún dæmd fyrir að mæta ekki fyrir rétt en hæstiréttur hefur síðan snúið þeim dómi við.Stuttu eftir sakfellinguna leiddu hljóðupptökur í ljós að dómarinn hafði verið undir þrýstingi frá Nawas Sharif forsætisráðherra.Bhutto yfirgaf Pakistan árið 1999. Spurningar um auðævi hennar og eiginmannsins halda áfram að skjóta upp kollinum.Hún hefur áfrýjaði dómi fyrir svissneskum dómsstólum um peningaþvott.Í útlegðÍ útlegðinni bjó Benazir ásamt þremur börnum sínum í Dubai. Eiginmaður hennar flutti þangað eftir að hann losnaði úr fangelsi árið 2004.Bhutto heimsótti höfuðborgir Vesturlanda reglulega þar sem hún hélt fyrirlestra og hitti embættismenn.Ásamt George Bush eldri í Washington.MYND/AFPHún sneri aftur til Pakistan í október síðastliðinn. Hinn útlægi Nawaz Sharif fyrrverandi forsætisráðherra gerði misheppnaða tilraun í september til að snúa aftur og storka Musharraf forseta sem bolaði honum frá völdum. Honum var vísað úr landi til Saudi-Arabíu.Bhutto náði samkomulagi við Pervez Musharraf forseta um að deila völdum eftir næstu þingkosningar sem fara fram í janúar.Hæstiréttur átti þó eftir að dæma hvort sakaruppgjöfin væri löglegVantraust hersinsFréttaskýrendur segja að herinn líti á Bhutto sem bandamann í tilraunum til að einangra trúaröfl og vígamenn þeirra.En hún hafnaði tilboði ríkisstjórnarinnar um að leyfa flokki hennar að leiða ríkisstjórnina eftir kosningarnar 2002, þegar flokkur hennar vann kosningasigur.Sumir segja að leynilegar viðræður hennar við herstjórnendur hafi jafngilt svikum við lýðræðið. Viðræðurnar hafi styrkt vald Musharrafs yfir þegnum landsins.Aðrir halda því fram að slíkar viðræður gefi til kynna að herinn kunni loks að vera að komast yfir vantraust sitt á Bhutto og flokk hennar. Það viti á gott fyrir lýðræðið.Vesturlönd sjá Bhutto sem vinsælan leiðtoga með frjálslyndar skoðar. Hún gæti stutt við hlutverk Musharrafs í stríðinu gegn hryðjuverkum.Vansæl fjölskyldaBenazir Bhutto var síðustu tvo áratugi eini afkomandi föður síns sem var beinn þátttakandi í stjórnmálum.Bróðir hennar, Murtaza, flúði til Afghanistan eftir dauða föður þeirra, en væntingar höfðu verið til hans sem flokksleiðtoga.Annar bróðir Benazir, Shahnawaz, fannst látinn í íbúð sinni á frönsku rívíerunni árið 1985, en hann var virkur í stjórnmálum landsins. Bhutto lét lífið í tilræði á kosningafundi í morgun. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Benazir Bhutto var eitt sinn heiðruð í heimalandi sínu og erlendis sem tákn nútímaviðhorfa og lýðræðis. Síðan hefur hún barist gegn ásökunum um spillingu. Þær voru ástæða þess að hún fór í sjálfskapaða útlegð sem hún sneri aftur úr eftir átta ár í október. Hún lét lífið í árás í morgun eftir kosningafund í bænum Rawalpindi. Líkt og Gandhi fjölskyldan á Indlandi hefur Bhutto fjölskyldan í Pakistan verið eitt þekktasta pólitíska ættarveldi heims. Faðir Benazir, Zulfikar Ali Bhutto, var forsætisráðherra Pakistan snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Ríkisstjórn hans var ein fárra á 30 ára tíma sjálfstæðis í landinu sem ekki var stjórnað af hernum. Benazir fæddist 21. Júní 1953 í Sindh héraði og hlaut menntun við Harvard háskóla í Bandaríkjunum og Oxford í Bretlandi. Hún öðlaðist trúverðugleika vegna stöðu föður sins þrátt fyrir að vera treg til að taka þátt í stjórnmálum í fyrstu. Bhutto á blaðamannafundi í Cannes í Frakklandi árið 1985.MYND/AFP Í tvígang hefur hún gengt forsætisráðherraembætti, fyrst frá 1988 til 1990, og síðan frá 1993 til 1996. Í báðum tilfellum var hún hrakin frá völdum af forsetanum vegna ásakana um spillingu. Ferill hennar hefur einkennst af sviptingum. Þegar hún naut mestra vinsælda - stuttu eftir að hún var fyrst kosin í embættið - var hún einn þekktasti kvenleiðtogi heims. Hún var ung og glæsileg þegar hún komst til valda og tókst að draga upp ferska mynd af sjálfri sér sem andsvar við karlstýrðu samfélaginu sem hún bjó í. ÞrjóskaEftir að hún hraktist frá völdum í annað sinn varð nafn hennar æ oftar tengt spillingu og óstjórn.Benazir var þekkt fyrir ákveðni og þrjósku. Hún var fangelsuð stuttu fyrir dauða föður hennar. Á þeim fimm árum sem hún sat í fangelsi var hún að mestu leiti í einangrun. Þeim aðstæðum lýsti hún sem sérlega erfiðum.Í stuttum hléum á fangelsisvistinni, þegar hún losnaði til að fá læknisaðstoð, opnaði hún skrifstofu pakistanska þjóðflokksins í London og hóf herferð gegn Zia hershöfðingja.Hún sneri aftur til Pakistan árið 1986 og stofnaði til fjöldafunda sem fjöldi manns sótti. Eftir að Zia hershöfðingi lést í sprengju um borð í einkaflugvél hans árið 1988 varð hún fyrsti lýðræðislega kjörni kven-forsætisráðherra í íslömsku landi.Ákærur um spillinguÁ báðum valdatímabilum var staða eiginmanns Bhutto, Asif Zardari, mjög umdeild.Hann gegndi mikilvægum embættum í stjórn hennar og var ásakaður af ýmsum embættismönnum um að stela milljónum bandaríkjadala úr sjóðum ríkisins. Ásakanir sem bæði hann og kona hans neita alfarið.Asif Zardari eiginmaður Benazir á blaðamannafundi.MYND/AFPTalið er að hann hafi komið peningum á leynireikninga víðsvegar um Evrópu.Fréttaskýrendur halda því margir fram að græðgi Asifs hafi flýtt fyrir falli Bhutto.Eftir 10 ára málþóf hafa engar spillingarákæranna verið sannaðar gegn Asif. Þrátt fyrir það sat hann að minnsta kosti átta ár í fangelsi. Hann var leystur úr haldi gegn tryggingu árið 2004 eftir að háværar raddir heyrðust um að ásakanirnar gegn honum væru veikar.Benazir neitaði staðfastlega ásökunum um spillingu og sagði undirrót þeirra vera að pólitískum grunni.Þar til hún hlaut sakaruppgjöf í byrjun október höfðu að minnsta kosti fimm spillingarmál verið höfðuð gegn henni, öll án sakfellingar.Árið 1999 var hún dæmd fyrir að mæta ekki fyrir rétt en hæstiréttur hefur síðan snúið þeim dómi við.Stuttu eftir sakfellinguna leiddu hljóðupptökur í ljós að dómarinn hafði verið undir þrýstingi frá Nawas Sharif forsætisráðherra.Bhutto yfirgaf Pakistan árið 1999. Spurningar um auðævi hennar og eiginmannsins halda áfram að skjóta upp kollinum.Hún hefur áfrýjaði dómi fyrir svissneskum dómsstólum um peningaþvott.Í útlegðÍ útlegðinni bjó Benazir ásamt þremur börnum sínum í Dubai. Eiginmaður hennar flutti þangað eftir að hann losnaði úr fangelsi árið 2004.Bhutto heimsótti höfuðborgir Vesturlanda reglulega þar sem hún hélt fyrirlestra og hitti embættismenn.Ásamt George Bush eldri í Washington.MYND/AFPHún sneri aftur til Pakistan í október síðastliðinn. Hinn útlægi Nawaz Sharif fyrrverandi forsætisráðherra gerði misheppnaða tilraun í september til að snúa aftur og storka Musharraf forseta sem bolaði honum frá völdum. Honum var vísað úr landi til Saudi-Arabíu.Bhutto náði samkomulagi við Pervez Musharraf forseta um að deila völdum eftir næstu þingkosningar sem fara fram í janúar.Hæstiréttur átti þó eftir að dæma hvort sakaruppgjöfin væri löglegVantraust hersinsFréttaskýrendur segja að herinn líti á Bhutto sem bandamann í tilraunum til að einangra trúaröfl og vígamenn þeirra.En hún hafnaði tilboði ríkisstjórnarinnar um að leyfa flokki hennar að leiða ríkisstjórnina eftir kosningarnar 2002, þegar flokkur hennar vann kosningasigur.Sumir segja að leynilegar viðræður hennar við herstjórnendur hafi jafngilt svikum við lýðræðið. Viðræðurnar hafi styrkt vald Musharrafs yfir þegnum landsins.Aðrir halda því fram að slíkar viðræður gefi til kynna að herinn kunni loks að vera að komast yfir vantraust sitt á Bhutto og flokk hennar. Það viti á gott fyrir lýðræðið.Vesturlönd sjá Bhutto sem vinsælan leiðtoga með frjálslyndar skoðar. Hún gæti stutt við hlutverk Musharrafs í stríðinu gegn hryðjuverkum.Vansæl fjölskyldaBenazir Bhutto var síðustu tvo áratugi eini afkomandi föður síns sem var beinn þátttakandi í stjórnmálum.Bróðir hennar, Murtaza, flúði til Afghanistan eftir dauða föður þeirra, en væntingar höfðu verið til hans sem flokksleiðtoga.Annar bróðir Benazir, Shahnawaz, fannst látinn í íbúð sinni á frönsku rívíerunni árið 1985, en hann var virkur í stjórnmálum landsins. Bhutto lét lífið í tilræði á kosningafundi í morgun.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira