Fleiri fréttir

Reyndu að kaupa samning Beckhams af LA Galaxy

LA Galaxy og fulltrúar Davids Beckham höfnuðu í dag tilboði Real Madrid um að kaupa upp samning Beckham við LA Galaxy. Real hafði samband í gærkvöldi en var síðan sagt í dag „kurteislega en ákveðið“ að það væri enginn möguleiki á því Beckham myndi snúast hugur.

Stórsigur Sarkozys

Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær.

Flóð í Hollandi og Þýskalandi

Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga á svæðinu í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar.

Stjórnin féll

Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista féll í þingkosningum í landinu í gær. Kristilegir demókratar hefja nú stjórnarmyndunarviðræður og búist er við að þær taki allt upp í mánuð.

Ættleiðingar frá Indlandi stöðvaðar í Danmörku

Carina Cristensen, fjölskyldu- og neytendamálaráðherra Danmerkur hefur tímabundið stöðvað allar ættleiðingar frá Indlandi til landsins. Ákvörðunin var tekin í kjölfar umfjöllunar í dönsku sjónvarpi á sunnudagskvöld þar sem kom fram að börn sem koma frá Indlandi til Danmerkur geti verið fórnarlömb mannrána og mannsals.

Orrustuþota skaut út flugmanni sínum

Sænskur orrustuflugmaður vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann hékk allt í einu í fallhlíf sinni og sveif rólega til jarðar. Það síðasta sem hann mundi var að hann var að beygja Gripen orrustuflugvél sinni í átt að flugvellinum þegar hún allt í einu skaut honum út. Mannlaus vélin hrapaði svo til jarðar, en lenti fjarri byggð og olli engu

Harry vill hætta í hernum

Harry Bretaprins vill hætta í hernum, að sögn breska blaðsins Daily Mail. Prinsinn varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann fékk ekki að fara með herdeild sinni til Íraks. Þar höfðu mörg hryðjuverkasamtök lýst því yfir að hann yrði skotmark þeirra númer eitt. Breska herstjórnin komst að þeirri niðurstöðu að vera hans í Írak myndi ekki aðeins stofna honum í mikla hættu heldur einnig félögum hans.

Njósna um Íran ofanfrá

Ísraelar skutu í dag á loft nýjum njósnagervihnetti sem þeir segja að muni auðvelda þeim mjög að fylgjast með óvinaríkjum eins og Íran og Sýrlandi. Hnötturinn ber nafnið Ofek 7 en Ofek er sjóndeildarhringur á hebresku. Talsmaður ísraelsku geimferðastofnunarinnar segir að hnötturinn geti tekið skýrar myndir af hlutum sem séu aðeins nokkrir sentimetrar að stærð.

Milljónir misstu drykkjarvatn í Kína

Kínversk yfirvöld hafa rekið fimm embættismenn sem teljast ábyrgir fyrir því að milljónir manna í Jiangsu héraði misstu drykkjarvatn sitt. Illa lyktandi grænir þörungar þökktu yfirborð þriðja stærsta stöðuvatns landsins. Það var rakið til þess að efnaverksmiðjur sem standa við vatnið dæla í það öllum sínum úrgangi án þess að hreinsa hann.

Gat á hitahlíf Atlantis

Bandaríska geimferjan Atlantis lagðist upp að alþjóðlegu geimsstöðinni nú undir kvöld heilu og höldnu. Á leiðinni að stöðinni kom í ljós lífið gat sem hafði komið á hitahlíf geimferjunnar.

Sverð Napóleons selt á 400 milljónir

Gullbryddað sverð sem áður var í eigu Napóleons Frakkakeisara var selt á litlar 4,8 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 400 milljóna íslenskra króna á uppboði í Frakklandi í dag. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir mun sem áður var í eigu keisarans.

Uppreisnarmenn sprengja upp brú nærri Bagdad

Uppreisnarmenn í Írak sprengdu í dag upp brú nærri Bagdad sem Bandaríkjaher notar en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi særst eða látist í tilræðinu. Svo virðist sem um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða.

Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi

Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða.

Madeleine Svíaprinsessa 25 ára í dag

Fjöldi fólks kom saman við konungshöllina í Stokkhólmi í dag til þess að samgleðjast með Madeleine Svíaprinsessu sem fagnaði 25 ára afmæli sínu.

Útlit fyrir að stjórnin sé fallin í Belgíu

Útlit er fyrir að átta valdatíð Guys Verhofstadts, forsætisráðherra Belgíu, sé á enda því fyrstu tölur eftir þingkosningar í dag benda til þess að kjósendur hafi fellt ríkisstjórn frjálsyndra og sósíalista í landinu.

Tugir látnir eftir flóð í Kína

Á sjöunda tug manna eru látnir og yfir 600 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir mikil flóð í suðurhluta Kína. Flóðin má rekja til mikilla rigninga í nokkrum héruðum landsins en þar hefur rignt sleitulaust í fjóra daga.

Powell: Ég myndi loka Guantánamo í strax í dag

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að Bandaríkjastjórn loki fangabúðunum við Gunatánamo-flóa hið fyrsta. „Ef ég fengi að ráða myndi ég loka búðunum strax í kvöld," sagði Powell í þættinum Meet the Press á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag.

Galdranornir brenndar í Úganda

Þrjár konur, sem sakaðar voru um fjölkynngi, voru grýttar og svo brenndar lifandi í flóttamannabúðum í Úganda á dögum. Eftir því sem Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá mun ökumaður leigumótorhjóls hafa tekið undarlega sótt sem læknar á svæðinu gátu ekki skýrt en hún dró manninn að lokum til dauða.

Á þriðja tug slasaður eftir umferðarslys í Belgíu

Tuttugu og þrír slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar rúta með breska ferðamenn ók á bíl og í framhaldinu á hús í bænum Middelkerke í Belgíu í dag. Nítján hinna slösuðu voru í rútunni en tveir farþegar í bílnum og tveir íbúar í húsinu slösuðust lítillega í óhappinu.

Sjö skotnir í heimahúsi í Wisconsin

Lögregla hefur fundið sex manns látna og barn illa sært eftir skotárás í bænum Delavan í suðurhluta Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum.

Paris Hilton ætlar að taka út sína refsingu

Bandaríski hótelerfinginn Paris Hilton segist ekki ætla að aðhafast frekar vegna fangelsisvistar sinnar heldur sitja inni þann tíma sem dómstólar ákveði. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær hvetur hún fjölmiðla til þess að snúa sér að öðrum málum en hennar, til að mynda Íraksstríðinu.

Bush í Albaníu

George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Albaníu í morgun, fyrstur bandarískra forseta. Bush átti fund með Sali Berisha, forsætsisráðherra, og fullvissaði hann um að aðildarumsókn Albana að Atlantshafsbandalaginu væri til meðferðar og stutt í að hún yrði samþykkt.

Mugabe ráðlagt að draga sig í hlé

Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Ekki er þó víst að hann farið að ráðum samstarfsmanna sinna.

Feneyjatvíæringurinn hafinn

Ein elsta og viðamesta listsýning heims, Feneyjatvíæringurinn, hófst í dag í Feneyjum. Þetta er í 52. sinn sem hátíðin er haldin en hún fer fram annað hvert ár.

Sex sagðir látnir í skotárás í Wisconsin

Sex hið minnsta eru sagðir látnir í Wisconsin í Bandaríkjunum eftir að byssumaður eða byssumenn gengu þar berserksgang. Frá þessu er greint á Fox-sjónvarpsstöðinni en litlar aðrar upplýsingar er að hafa um málið að svo stöddu.

Réttað verði yfir Lugovoj í þriðja landi

Bresk stjórnvöld vinna nú að málamiðlunartillögu í deilunni við Rússa um framsal Andreis Lugovoj, fyrrverandi njósnara hjá KGB, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða annan fyrrverandi njósnara KGB, Alexander Litvininenko.

Reynt að ráða Karzai af dögum

Reynt var að ráða Hamid Karzai, forseta Afganistans, af dögum í heimsókn í Ghazni-héraði í austurhluta landsins í dag. Karzai var að halda ræðu á fundi um uppbyggingu í héraðinu þegar eldflaugar lentu í nokkur hundruð metra fjarlægð frá honum.

Mugabe ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri

Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Mugabe, sem er 83 ára, hefur setið á forsetastól frá því landið fékk sjálfstæði árið 1980.

Belgar ganga að kjörborðinu

Nágrannar Frakka í Belgíu kjósa einnig þing í dag. Óvíst er hvort ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista undir forystu Guy Verhofstadt forsætisráðherra haldi velli eftir átta ára samstarf. S

Bush í Albaníu

George Bush Bandaríkjaforseti kom til Albaníu í morgun, fyrstur bandarískra forseta. Þetta ríki á Balkanskaga var áður vígi harðlínu kommúnista sem aðhylltust einangrunarstefnu en þar er nú að finna dygga stuðningsmenn Bandaríkjanna.

Þingkosningar í Frakklandi í dag

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þing. Síðustu kannanir benda til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta bæti töluvert við sig.

Foreldrar Madeleine litlu gera hlé á leitinni

Foreldrar hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir rúmum mánuði, hyggjast taka sér hvíld á leitinni að dóttur sinni og hugsa málið.

Gekk grátandi úr dómssal

Paris Hilton gekk grátandi úr dómssal í Los Angeles í gær eftir að dómari úrskurðaði að hún skyldi send aftur í fangelsi. Lögreglustjóri segir Hilton eiga við geðræn vandamál að stríða og því ekki rétt að senda hana aftur í steininn.

Bush á ferð og flugi

Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna.

Átök milli mótmælenda og lögreglu í Róm

Til átaka kom á milli lögreglu og andstæðinga George Bush Bandaríkjaforseta í Róm í dag þar sem Bush er í heimsókn. Um tólf þúsund manns tóku þátt í mótmælum gegn stríðunum í Írak og Afganistan og stefnu bandarískra stjórnvalda í umhverfismálum.

Skrá boltabullur í gagnagrunn í Danmörku

Von er á lagafrumvarpi í Danmörku sem heimilar yfirvöldum að skrá allar fótboltabullur í landinu í sameiginlegan gagnagrunn. Fram kemur á vef Politiken að markmiðið sem slíkum gagnagrunni sé að útiloka allar bullur frá dönskum knattspyrnuleikjum en þær hafa látið til sín taka undanfarin misseri.

Tugir handteknir í mótmælum gegn samkynhneigðum í Rúmeníu

Tugir manna voru handteknir í Búkarest í Rúmeníu þar sem þeir reyndu að stöðva réttindagöngu samkynhneigðra í borginni í dag. Um fimm hundruð manna hópur samkynhneigðra gekk um götur borgarinnar og krafðist jafnra réttinda á við gagnkynhneigða í landinu.

Í fangelsi fyrir að vera full í vinnunni í háloftunum

Dómstóll í Tomsö hefur dæmt fyrrverandi flugfreyju í tveggja mánaða fangelsi fyrir að vera ölvuð í vinnunni. Eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Aftenposten voru það farþegar í vél rússneska flugfélagsins Aeroflot á leið frá í Rússlandi til Tromsö sem tóku eftir því að ein flugfreyjan var við skál.

Tími til kominn að Kosovo fái sjálfstæði

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að tími væri kominn til að tryggja Kosovo-héraði sjálfstæði í samræmi við áætlanir Sameinuðu þjóðanna. Þessi orð lét hann falla á blaðamannafundi eftir fund með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, í Róm í dag.

Á adamsklæðunum til stuðnings hjólreiðum

Umhverfisverndarsinnar víða um heim köstuðu í dag klæðum og skelltu sér í hjólreiðatúr til þess að taka þátt alþjóðlega nektarhjólreiðadeginum. Með uppátækinu vildi fólkið hvetja fleiri til að hjóla og nýta þannig umhverfisvænan samgöngumáta.

Rússar ítreka andstöðu sína við eldflaugavarnarkerfi

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ítrekaði í dag varnaðarorð rússneskra stjórnvalda vegna fyrirhugaðs eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að fresta allri uppbyggingu kerfisins til frekari rannsókna, ellegar gæti það flækt alvarlega deiluna við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra.

Áttuðu sig ekki á smæð Danmerkur

Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu féll á landafræðiprófinu þegar hún ákvað að refsa danska knattspyrnusambandinu fyrir ólætin í leik Dana og Svía á Parken í Kaupmannahaöfn um síðustu helgi.

Sjá næstu 50 fréttir