Fleiri fréttir Bush þrýstir á leiðtoga Indlands og Pakistans George Bush Bandaríkjaforseti ætlar að þrýsta á að leiðtogar Indlands og Pakistan finni lausn á langavarandi deilu sinni um Kasmír-hérað þegar hann heimsækir löndin í fyrsta sinn í næstu viku. 23.2.2006 10:42 Sharon í einn eina aðgerðina Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fór í gærkvöld í enn eina aðgerðina en læknar þurftu að fjarlægja vökva úr kviðarholi hans. Sharon hefur legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Jerúsalem síðan í byrjun árs þegar hann fékk heilablóðfall. 23.2.2006 09:45 Fæðing tvíeggja tvíbura líklegri hjá eldri konum Fæðing tvíeggja tvíbura er líklegri hjá eldri konum en þeim yngri. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem vísindamenn við háskóla í Amsterdam í Hollandi gerðu á rúmlega 500 konum. 23.2.2006 09:00 Óeirðir fyrir tónleika Rolling Stones Óeirðir brutust út fyrir tónleika Rolling Stones í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í gær. Æstir aðdáendur hljómsveitarinnar gátu ekki beðið eftir að komast inn og ruddust inn á íþróttaleikvanginn þar sem tónleikarnir fóru fram. 23.2.2006 07:45 Ahmadinejad verði saksóttur fyrir ummælin um Helförina Ísraelskur lögfræðingur hefur beðið þýsk stjórnvöld um að sækja Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, til saka fyrir að segja að Helförin sé sögusögn. Forsetinn lét þessi ummæli falla í desember síðastliðnum en hann hefur einnig sagt að réttast væri að eyða Ísrael af yfirborði jarðar. 23.2.2006 07:39 Jarðskjálfti upp á 7,5 á Richter í Mósambík Jarðskjálfti upp á 7,5 stig varð í sunnanverðri Afríku seint í gærkvöld. Upptökin voru í Mósambík en jarðskjálftinn fannst einnig í Harare, höfuðborg Simbabwe, þar sem mikil skelfing greip um sig. Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni. 23.2.2006 07:36 Minnst 13 létust þegar þak hrundi í Rússlandi Að minnsta kosti þrettán létu lífið og tæplega tuttugu slösuðust þegar þak yfir markaði hrundi í austurhluta Moskvu í Rússlandi í morgun. Rússneska fréttastofan Interfax hefur eftir yfirvöldum á vettvangi að svo virðist sem þakið hafa gefið sig undan miklum blautum snjó og hrunið í heilu lagi ofan á fjölmarga sölubása. 23.2.2006 07:30 Sádi-Arabía gengur ekki til liðs við Bandaríkjamenn Leiðtogar Sádi-Arabíu ætla ekki að ganga til liðs við Bandaríkjamenn um að neita Palestínumönnum um utanaðkomandi fjárhagsaðstoð nú þegar Hamas-samtökin hafa tekið við völdum í heimastjórn Palestínu. Sádi-Arabía er því annað landið sem neitar þessari umleitan Bandaríkjamanna. Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur því ekkert orðið ágengt í þessum efnum í ferð sinni um miðausturlönd. 23.2.2006 07:29 Tæplega 50 hafa fallið síðastliðinn sólarhring Tæplega fimmtíu manns hafa fallið í átökum súnní múslima og síja á undanförnum sólarhring. Ellefu súnnímúslimar voru drepnir í fangelsi í borginni Basra í Írak í gærkvöld. 23.2.2006 07:19 Stærsta rán í sögu Bretlands? Allt að fimm milljörðum íslenskra króna var rænt úr geymslu Securitas í Kent í Englandi í gær. Féð er í eigu Seðlabanka Englands. Talið er að ránið sé hið stærsta í Bretlandi til þessa. 23.2.2006 07:15 Rændu um 3 milljörðum króna Þjófar komust á brott með að minnsta kosti 25 milljón pund eða sem nemur 3 milljörðum íslenskra króna í vopnuðu ráni í peningageymslu í Englandi dag. 22.2.2006 22:54 Fangar mataðir með valdi Fangaverðir í Guantanamo hafa viðurkennt að þeir bindi fanga sem verið hafa í mótmælasvelti og neyði ofan í þá mat. Yfirfangavörður í fangelsinu greindi frá þessu í New York Times. 22.2.2006 21:14 Telur Mladic enn ganga lausan Carla Del Ponte, aðalsaksóknari við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag segist viss um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, gangi enn laus einhvers staðar í Serbíu. 22.2.2006 18:50 Njósnari handtekinn í Svíþjóð Snurða hefur hlaupið á þráðinn í samskiptum Rússa og Svía eftir að rússneskur vísindamaður var handtekinn í Uppsölum, grunaður um njósnir. Rússar hafa sjálfir handtekið tvo njósnara sem grunaðir eru um að starfa fyrir Breta. 22.2.2006 18:46 Olíu hellt á eldinn Ein fegursta og helgasta moska síjamúslíma var sprengd í loft upp í Írak í morgun. Enginn vafi leikur á að ætlun illvirkjanna hafi verið að magna ófriðinn á milli þjóðarbrotanna í landinu enda hafa árásir verið gerðar á helgidóma súnnía í dag. 22.2.2006 18:26 Var fullvissuð um að Ratko Mladic gengi laus Carla Del Ponte, saksóknari stríðsglæpadómstólsins í Haag segist hafa verið fullvissuð um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba gengi enn laus. 22.2.2006 12:04 Vítisenglar illa þjakaðir af þunglyndi Það virðist leiða til þunglyndis að vera meðlimur í mótorhjóla- og glæpasamtökunum Vítisenglum. Að minnsta kosti benda nýjustu fréttir frá Stokkhólmi til þess því samkvæmt þeim eru sjötíu prósent meðlima samtakanna þar í borg þunglyndir. 22.2.2006 11:03 Tæplega hundrað fangar hafa látist í fangelsum Bandaríkjahers Tæplega hundrað fangar hafa látið lífið í fangelsum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan síðan í ágúst árið 2002. Fjölmargir þeirra munu hafa verið pyntaðir til dauða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights First. 22.2.2006 10:49 Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Palestínu Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, útnefndi Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Palestínu í gærkvöld. Haniyeh hefur nú fimm vikur til að mynda nýja stjórn. 22.2.2006 09:26 Bush segir að samningar um hafnir verði að ganga í gegn George Bush Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn sem ferðuðust með honum í forsetavél hans í gær að samningar við arabíska fyrirtækið sem hefur tekið að sér að sjá um rekstur sex stórra hafna í Bandaríkjunum verði að ganga í gegn. 22.2.2006 09:22 Mannfall í aðdraganda friðarviðræðna Þrír uppreisnarmenn Tamíl tígra á Sri Lanka létu lífið á árás í borginni Batticaloa þar í landi í morgun. Uppreisnarmenn segja að sex vopnaðir menn, klæddir í búninga stjórnarhersins, hafi ráðist á þá. Friðarviðræður milli fulltrúa stjórnvalda og Tamíl tígra eiga að hefjast í Sviss í dag. 22.2.2006 08:32 98 fangar dáið í haldi Bandaríkjamann í Írak og Afganistan Tæplega 100 fangar hafa látið lífið í fangelsum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan síðan í ágúst árið 2002. Fjölmargir þeirra munu hafa verið pyntaðir til dauða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights First. 22.2.2006 08:05 Sendiráð Dana í Indónesíu senn opnað aftur Danska sendiráðið í Djakarta í Indónesíu verður opnað aftur fljótlega, en það hefur nú verið lokað í tíu daga vegna óeirða í borginni í tengslum við skopteikningarnar af Múhameð spámanni. 21.2.2006 22:47 Mannskæð árás á markaði í Bagdad Að minnsta kosti 22 létust og 30 særðust í bílsprengjuárás á markaði í suðurhluta Bagdad í dag. Fregnir herma að sprengunni hafi verið beint að lögreglumönnum á eftirlitsferð. 21.2.2006 22:15 Mikil tengsl verði milli Palestínu og Írans Pólitískur leiðtogi Hamas, Khaled Meshaal, segir engan grundvöll fyrir viðræðum við Ísraela fyrr en þeir hafi yfirgefið Palestínu fyrir fullt og allt. Meshaal var staddur í Teheran þar sem hann ræddi við þarlend yfirvöld og sagði hann líklegt að Íran myndi spila stærra hlutverk í utanríkismálum Palestínu en verið hafi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Ísrael óttast að Íranar reyni að hafa óeðlileg áhrif á nýja palestínska stjórn sem mynduð verður á næstu dögum. 21.2.2006 21:57 Aftökunni frestað Yfirvöld í Kaliforníu urðu í morgun að fresta aftöku yfir dæmdum morðingja eftir að læknar sem taka áttu þátt í aftökunni höfnuðu því af siðferðisástæðum. 21.2.2006 19:15 Mladic að líkindum handtekinn Óstaðfestar fregnir herma að Ratko Mladic, æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, hafi verið handtekinn í Serbíu í dag. Hann hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug, þar á meðal fjöldamorðin í Srebrenica þar sem að minnsta kosti átta þúsund manns voru myrtir. 21.2.2006 19:05 Ratko Mladic handtekinn Ratko Mladic, æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, var handtekinn í Serbíu í dag. Hann hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug, þar á meðal fjöldamorðið í Srebrenica þar sem að minnsta kosti átta þúsund manns voru stráfelldir. Fréttir af handtökunni hafa ekki verið staðfestar af serbneskum yfirvöldum. 21.2.2006 17:37 Óskaði eftir aðstoð lögreglu við að fá endurgreitt frá eiturlyfjasala Fólk óskar eftir aðstoð lögreglunnar í hinum ýmsu og oft ótrúlegustu málum en ósk Þjóðverja nokkurs á dögunum slær líklega flestar beiðnir um lögregluaðstoð út. Maðurinn keypti sér 200 grömm af maríjúana af ónefndum eiturlyfjasala, en þegar hann prófaði varninginn skömmu eftir viðskiptin var hann langt í frá ánægður með gæði efnisins. 21.2.2006 09:30 Viðræður um kjarnorkuáætlun N-Kóreumanna hefjast á ný Stefnt er að því að viðræður um lausn á deilunni um kjarnorkuáætlun Norðurkóreumanna hefjist á ný í mars eða apríl. Vesturveldin hafa lagt hart að Norðurkóreumönnum að hefja ekki auðgun úrans en stjórnvöld í Pyongyang segja það gert til raforkuframleiðslu. 21.2.2006 09:27 Nauðsynlegt að fólk virði öll trúarbrögð Benedikt páfi XVI segir nauðsynlegt að fólk virði öll trúarbrögð heimsins og forðist það eftir fremsta megni að vega ómaklega að trúarbrögðum, táknum þeirra og kennisetningum. 21.2.2006 09:00 Níutíu prósent íbúanna vill sjálfstæði frá Serbíu Viðræður Serba og albanska þjóðarbrotsins í Kosovo um framtíð héraðsins gengu vel í Vín í gær. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir embættismanni í innsta hring. 21.2.2006 07:29 Fundu kókaín að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna Lögreglan í Kólumbíu fann kókaín að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna, í hraðbát skammt undan Kyrrahafsströnd landsins í gær. Talið er að kókaíninu hafi verið ætlað á markað í Bandaríkjunum. 21.2.2006 07:28 Leit að námuverkamönnum hefur engan árangur borið Leitin af sextíu og fimm námuverkamönnum sem festust á þriggja kílómetra dýpi eftir að gassprenging varð í kolanámu í bænum San Juan de Sabinas í Mexíkó í gær, hefur engan árangur borið. 21.2.2006 07:25 Ismail Haniyeh sem forsætisráðherraefni Palestínu Hamas-samtökin hafa tilnefnt Ismail Haniyeh sem forsætisráðherraefni sitt í Palestínu. Það gerðu þau á fundi sem samtökin áttu með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, í gær. 21.2.2006 07:23 Umdeilt að arabískt fyrirtæki reki hafnir í Bandaríkjunum Fjölmargir bandarískir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt þá ákvörðun stjórnar Bush Bandaríkjaforseta að heimilia arabísku fyrirtæki að taka yfir rekstur sex stórra hafna þar í landi. Fyrirtækið, sem staðsett er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, hefur keypt breskt fyrirtæki sem hefur séð um rekstur hafna í sex borgum, þar á meðal Miami og New York. 21.2.2006 06:33 Eftirlýstur Mexíkói handtekinn á Spáni vegna fjárdráttar Spænska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið fyrrverandi varasaksóknara í Chiapas-ríki í Mexíkó, en hann er sakaður um að hafa dregið sér um sex og hálfan milljarð króna úr ríkissjóði. 20.2.2006 22:45 Innflytjendalöggjöf í Hollandi hert Innflytjendur sem hyggjast setjast að í Hollandi þurfa að standast tungumála- og menningarpróf áður en þeir fá að koma til landsins, samkvæmt nýjum innflytjendalögum sem taka gildi um næstu mánaðamót 20.2.2006 22:19 Veik von um að mennirnir séu enn á lífi Aðstandendur sextíu og fimm námaverkamanna í Mexíkó, sem sitja fastir á þriggja metra dýpi, bíða nú milli vonar og ótta um að það takist að bjarga þeim í tæka tíð. 20.2.2006 21:08 Þriggja ára fangelsi fyrir að afneita helförinni Enn er tekist á um hvar mörk tjáningarfrelsisins liggja, að þessu sinni í réttarsal í Vínarborg í dag. Þar viðurkenndi breski sagnfræðingurinn David Irving að hafa afneitað helförinni gegn gyðingum. Fyrir vikið var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi. 20.2.2006 20:45 Segist hafa gert ráðstafanir vegna öryggis starfsmanna sinna Fyrirtækið Enex, sem Jón Þór Ólafsson starfaði hjá, segist hafa gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna sinna í El Salvador. Forsvarsmenn þess vísa fréttum, þar sem gefið er í skyn að þeir hafi hunsað ráðleggingar um slíkt, á bug. 20.2.2006 20:15 Krefjast óskoraðs sjálfstæðis Kosovo Viðræður um framtíð hins umdeilda Kosovo-héraðs í Serbíu hófust í Austurríki í dag. Kosovo-Albanar vilja að héraðið fái fullt og óskorað sjálfstæði en serbneski minnihlutinn hugsar til þess með hryllingi. 20.2.2006 19:51 Sömdu um skiptingu hafsvæðis Utanríkisráðherrar Danmerkur og Noregs undirrituðu í dag samning um skiptingu landsgrunns og hafsvæðis milli Svalbarða og Grænlands 20.2.2006 18:00 Þokast í átt að nýrri ríkisstjórn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hóf í dag viðræður við Hamas-samtökin sigurvegara þingkosninga í landinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fulltrúi Hamas-samtakanna sagði að líklega myndi Abbas á fundinum fela Ismail Abbas, forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna, umboð til að setja saman ríkisstjórn. 20.2.2006 17:48 Ákæra sjö manns fyrir stuðning við hryðjuverkasamtök Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákært sjö manns fyrir að hafa með sölu á stuttermabolum stutt við hryðjuverkastarfsemi. 20.2.2006 17:23 Sjá næstu 50 fréttir
Bush þrýstir á leiðtoga Indlands og Pakistans George Bush Bandaríkjaforseti ætlar að þrýsta á að leiðtogar Indlands og Pakistan finni lausn á langavarandi deilu sinni um Kasmír-hérað þegar hann heimsækir löndin í fyrsta sinn í næstu viku. 23.2.2006 10:42
Sharon í einn eina aðgerðina Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fór í gærkvöld í enn eina aðgerðina en læknar þurftu að fjarlægja vökva úr kviðarholi hans. Sharon hefur legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Jerúsalem síðan í byrjun árs þegar hann fékk heilablóðfall. 23.2.2006 09:45
Fæðing tvíeggja tvíbura líklegri hjá eldri konum Fæðing tvíeggja tvíbura er líklegri hjá eldri konum en þeim yngri. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem vísindamenn við háskóla í Amsterdam í Hollandi gerðu á rúmlega 500 konum. 23.2.2006 09:00
Óeirðir fyrir tónleika Rolling Stones Óeirðir brutust út fyrir tónleika Rolling Stones í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í gær. Æstir aðdáendur hljómsveitarinnar gátu ekki beðið eftir að komast inn og ruddust inn á íþróttaleikvanginn þar sem tónleikarnir fóru fram. 23.2.2006 07:45
Ahmadinejad verði saksóttur fyrir ummælin um Helförina Ísraelskur lögfræðingur hefur beðið þýsk stjórnvöld um að sækja Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, til saka fyrir að segja að Helförin sé sögusögn. Forsetinn lét þessi ummæli falla í desember síðastliðnum en hann hefur einnig sagt að réttast væri að eyða Ísrael af yfirborði jarðar. 23.2.2006 07:39
Jarðskjálfti upp á 7,5 á Richter í Mósambík Jarðskjálfti upp á 7,5 stig varð í sunnanverðri Afríku seint í gærkvöld. Upptökin voru í Mósambík en jarðskjálftinn fannst einnig í Harare, höfuðborg Simbabwe, þar sem mikil skelfing greip um sig. Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni. 23.2.2006 07:36
Minnst 13 létust þegar þak hrundi í Rússlandi Að minnsta kosti þrettán létu lífið og tæplega tuttugu slösuðust þegar þak yfir markaði hrundi í austurhluta Moskvu í Rússlandi í morgun. Rússneska fréttastofan Interfax hefur eftir yfirvöldum á vettvangi að svo virðist sem þakið hafa gefið sig undan miklum blautum snjó og hrunið í heilu lagi ofan á fjölmarga sölubása. 23.2.2006 07:30
Sádi-Arabía gengur ekki til liðs við Bandaríkjamenn Leiðtogar Sádi-Arabíu ætla ekki að ganga til liðs við Bandaríkjamenn um að neita Palestínumönnum um utanaðkomandi fjárhagsaðstoð nú þegar Hamas-samtökin hafa tekið við völdum í heimastjórn Palestínu. Sádi-Arabía er því annað landið sem neitar þessari umleitan Bandaríkjamanna. Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur því ekkert orðið ágengt í þessum efnum í ferð sinni um miðausturlönd. 23.2.2006 07:29
Tæplega 50 hafa fallið síðastliðinn sólarhring Tæplega fimmtíu manns hafa fallið í átökum súnní múslima og síja á undanförnum sólarhring. Ellefu súnnímúslimar voru drepnir í fangelsi í borginni Basra í Írak í gærkvöld. 23.2.2006 07:19
Stærsta rán í sögu Bretlands? Allt að fimm milljörðum íslenskra króna var rænt úr geymslu Securitas í Kent í Englandi í gær. Féð er í eigu Seðlabanka Englands. Talið er að ránið sé hið stærsta í Bretlandi til þessa. 23.2.2006 07:15
Rændu um 3 milljörðum króna Þjófar komust á brott með að minnsta kosti 25 milljón pund eða sem nemur 3 milljörðum íslenskra króna í vopnuðu ráni í peningageymslu í Englandi dag. 22.2.2006 22:54
Fangar mataðir með valdi Fangaverðir í Guantanamo hafa viðurkennt að þeir bindi fanga sem verið hafa í mótmælasvelti og neyði ofan í þá mat. Yfirfangavörður í fangelsinu greindi frá þessu í New York Times. 22.2.2006 21:14
Telur Mladic enn ganga lausan Carla Del Ponte, aðalsaksóknari við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag segist viss um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, gangi enn laus einhvers staðar í Serbíu. 22.2.2006 18:50
Njósnari handtekinn í Svíþjóð Snurða hefur hlaupið á þráðinn í samskiptum Rússa og Svía eftir að rússneskur vísindamaður var handtekinn í Uppsölum, grunaður um njósnir. Rússar hafa sjálfir handtekið tvo njósnara sem grunaðir eru um að starfa fyrir Breta. 22.2.2006 18:46
Olíu hellt á eldinn Ein fegursta og helgasta moska síjamúslíma var sprengd í loft upp í Írak í morgun. Enginn vafi leikur á að ætlun illvirkjanna hafi verið að magna ófriðinn á milli þjóðarbrotanna í landinu enda hafa árásir verið gerðar á helgidóma súnnía í dag. 22.2.2006 18:26
Var fullvissuð um að Ratko Mladic gengi laus Carla Del Ponte, saksóknari stríðsglæpadómstólsins í Haag segist hafa verið fullvissuð um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba gengi enn laus. 22.2.2006 12:04
Vítisenglar illa þjakaðir af þunglyndi Það virðist leiða til þunglyndis að vera meðlimur í mótorhjóla- og glæpasamtökunum Vítisenglum. Að minnsta kosti benda nýjustu fréttir frá Stokkhólmi til þess því samkvæmt þeim eru sjötíu prósent meðlima samtakanna þar í borg þunglyndir. 22.2.2006 11:03
Tæplega hundrað fangar hafa látist í fangelsum Bandaríkjahers Tæplega hundrað fangar hafa látið lífið í fangelsum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan síðan í ágúst árið 2002. Fjölmargir þeirra munu hafa verið pyntaðir til dauða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights First. 22.2.2006 10:49
Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Palestínu Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, útnefndi Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Palestínu í gærkvöld. Haniyeh hefur nú fimm vikur til að mynda nýja stjórn. 22.2.2006 09:26
Bush segir að samningar um hafnir verði að ganga í gegn George Bush Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn sem ferðuðust með honum í forsetavél hans í gær að samningar við arabíska fyrirtækið sem hefur tekið að sér að sjá um rekstur sex stórra hafna í Bandaríkjunum verði að ganga í gegn. 22.2.2006 09:22
Mannfall í aðdraganda friðarviðræðna Þrír uppreisnarmenn Tamíl tígra á Sri Lanka létu lífið á árás í borginni Batticaloa þar í landi í morgun. Uppreisnarmenn segja að sex vopnaðir menn, klæddir í búninga stjórnarhersins, hafi ráðist á þá. Friðarviðræður milli fulltrúa stjórnvalda og Tamíl tígra eiga að hefjast í Sviss í dag. 22.2.2006 08:32
98 fangar dáið í haldi Bandaríkjamann í Írak og Afganistan Tæplega 100 fangar hafa látið lífið í fangelsum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan síðan í ágúst árið 2002. Fjölmargir þeirra munu hafa verið pyntaðir til dauða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights First. 22.2.2006 08:05
Sendiráð Dana í Indónesíu senn opnað aftur Danska sendiráðið í Djakarta í Indónesíu verður opnað aftur fljótlega, en það hefur nú verið lokað í tíu daga vegna óeirða í borginni í tengslum við skopteikningarnar af Múhameð spámanni. 21.2.2006 22:47
Mannskæð árás á markaði í Bagdad Að minnsta kosti 22 létust og 30 særðust í bílsprengjuárás á markaði í suðurhluta Bagdad í dag. Fregnir herma að sprengunni hafi verið beint að lögreglumönnum á eftirlitsferð. 21.2.2006 22:15
Mikil tengsl verði milli Palestínu og Írans Pólitískur leiðtogi Hamas, Khaled Meshaal, segir engan grundvöll fyrir viðræðum við Ísraela fyrr en þeir hafi yfirgefið Palestínu fyrir fullt og allt. Meshaal var staddur í Teheran þar sem hann ræddi við þarlend yfirvöld og sagði hann líklegt að Íran myndi spila stærra hlutverk í utanríkismálum Palestínu en verið hafi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Ísrael óttast að Íranar reyni að hafa óeðlileg áhrif á nýja palestínska stjórn sem mynduð verður á næstu dögum. 21.2.2006 21:57
Aftökunni frestað Yfirvöld í Kaliforníu urðu í morgun að fresta aftöku yfir dæmdum morðingja eftir að læknar sem taka áttu þátt í aftökunni höfnuðu því af siðferðisástæðum. 21.2.2006 19:15
Mladic að líkindum handtekinn Óstaðfestar fregnir herma að Ratko Mladic, æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, hafi verið handtekinn í Serbíu í dag. Hann hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug, þar á meðal fjöldamorðin í Srebrenica þar sem að minnsta kosti átta þúsund manns voru myrtir. 21.2.2006 19:05
Ratko Mladic handtekinn Ratko Mladic, æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, var handtekinn í Serbíu í dag. Hann hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug, þar á meðal fjöldamorðið í Srebrenica þar sem að minnsta kosti átta þúsund manns voru stráfelldir. Fréttir af handtökunni hafa ekki verið staðfestar af serbneskum yfirvöldum. 21.2.2006 17:37
Óskaði eftir aðstoð lögreglu við að fá endurgreitt frá eiturlyfjasala Fólk óskar eftir aðstoð lögreglunnar í hinum ýmsu og oft ótrúlegustu málum en ósk Þjóðverja nokkurs á dögunum slær líklega flestar beiðnir um lögregluaðstoð út. Maðurinn keypti sér 200 grömm af maríjúana af ónefndum eiturlyfjasala, en þegar hann prófaði varninginn skömmu eftir viðskiptin var hann langt í frá ánægður með gæði efnisins. 21.2.2006 09:30
Viðræður um kjarnorkuáætlun N-Kóreumanna hefjast á ný Stefnt er að því að viðræður um lausn á deilunni um kjarnorkuáætlun Norðurkóreumanna hefjist á ný í mars eða apríl. Vesturveldin hafa lagt hart að Norðurkóreumönnum að hefja ekki auðgun úrans en stjórnvöld í Pyongyang segja það gert til raforkuframleiðslu. 21.2.2006 09:27
Nauðsynlegt að fólk virði öll trúarbrögð Benedikt páfi XVI segir nauðsynlegt að fólk virði öll trúarbrögð heimsins og forðist það eftir fremsta megni að vega ómaklega að trúarbrögðum, táknum þeirra og kennisetningum. 21.2.2006 09:00
Níutíu prósent íbúanna vill sjálfstæði frá Serbíu Viðræður Serba og albanska þjóðarbrotsins í Kosovo um framtíð héraðsins gengu vel í Vín í gær. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir embættismanni í innsta hring. 21.2.2006 07:29
Fundu kókaín að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna Lögreglan í Kólumbíu fann kókaín að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna, í hraðbát skammt undan Kyrrahafsströnd landsins í gær. Talið er að kókaíninu hafi verið ætlað á markað í Bandaríkjunum. 21.2.2006 07:28
Leit að námuverkamönnum hefur engan árangur borið Leitin af sextíu og fimm námuverkamönnum sem festust á þriggja kílómetra dýpi eftir að gassprenging varð í kolanámu í bænum San Juan de Sabinas í Mexíkó í gær, hefur engan árangur borið. 21.2.2006 07:25
Ismail Haniyeh sem forsætisráðherraefni Palestínu Hamas-samtökin hafa tilnefnt Ismail Haniyeh sem forsætisráðherraefni sitt í Palestínu. Það gerðu þau á fundi sem samtökin áttu með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, í gær. 21.2.2006 07:23
Umdeilt að arabískt fyrirtæki reki hafnir í Bandaríkjunum Fjölmargir bandarískir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt þá ákvörðun stjórnar Bush Bandaríkjaforseta að heimilia arabísku fyrirtæki að taka yfir rekstur sex stórra hafna þar í landi. Fyrirtækið, sem staðsett er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, hefur keypt breskt fyrirtæki sem hefur séð um rekstur hafna í sex borgum, þar á meðal Miami og New York. 21.2.2006 06:33
Eftirlýstur Mexíkói handtekinn á Spáni vegna fjárdráttar Spænska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið fyrrverandi varasaksóknara í Chiapas-ríki í Mexíkó, en hann er sakaður um að hafa dregið sér um sex og hálfan milljarð króna úr ríkissjóði. 20.2.2006 22:45
Innflytjendalöggjöf í Hollandi hert Innflytjendur sem hyggjast setjast að í Hollandi þurfa að standast tungumála- og menningarpróf áður en þeir fá að koma til landsins, samkvæmt nýjum innflytjendalögum sem taka gildi um næstu mánaðamót 20.2.2006 22:19
Veik von um að mennirnir séu enn á lífi Aðstandendur sextíu og fimm námaverkamanna í Mexíkó, sem sitja fastir á þriggja metra dýpi, bíða nú milli vonar og ótta um að það takist að bjarga þeim í tæka tíð. 20.2.2006 21:08
Þriggja ára fangelsi fyrir að afneita helförinni Enn er tekist á um hvar mörk tjáningarfrelsisins liggja, að þessu sinni í réttarsal í Vínarborg í dag. Þar viðurkenndi breski sagnfræðingurinn David Irving að hafa afneitað helförinni gegn gyðingum. Fyrir vikið var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi. 20.2.2006 20:45
Segist hafa gert ráðstafanir vegna öryggis starfsmanna sinna Fyrirtækið Enex, sem Jón Þór Ólafsson starfaði hjá, segist hafa gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna sinna í El Salvador. Forsvarsmenn þess vísa fréttum, þar sem gefið er í skyn að þeir hafi hunsað ráðleggingar um slíkt, á bug. 20.2.2006 20:15
Krefjast óskoraðs sjálfstæðis Kosovo Viðræður um framtíð hins umdeilda Kosovo-héraðs í Serbíu hófust í Austurríki í dag. Kosovo-Albanar vilja að héraðið fái fullt og óskorað sjálfstæði en serbneski minnihlutinn hugsar til þess með hryllingi. 20.2.2006 19:51
Sömdu um skiptingu hafsvæðis Utanríkisráðherrar Danmerkur og Noregs undirrituðu í dag samning um skiptingu landsgrunns og hafsvæðis milli Svalbarða og Grænlands 20.2.2006 18:00
Þokast í átt að nýrri ríkisstjórn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hóf í dag viðræður við Hamas-samtökin sigurvegara þingkosninga í landinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fulltrúi Hamas-samtakanna sagði að líklega myndi Abbas á fundinum fela Ismail Abbas, forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna, umboð til að setja saman ríkisstjórn. 20.2.2006 17:48
Ákæra sjö manns fyrir stuðning við hryðjuverkasamtök Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákært sjö manns fyrir að hafa með sölu á stuttermabolum stutt við hryðjuverkastarfsemi. 20.2.2006 17:23