Erlent

Tæplega 50 hafa fallið síðastliðinn sólarhring

Fallinn félagi syrgður
Fallinn félagi syrgður MYND/AP

Tæplega fimmtíu manns hafa fallið í átökum súnní múslima og síja á undanförnum sólarhring. Ellefu súnnímúslimar voru drepnir í fangelsi í borginni Basra í Írak í gærkvöld. Menn í lögreglubúningum réðust inn í fangelsið og skutu þá til bana. Talið er að þarna hafi sítar verið á ferð að hefna sprengjuárásar á al-Askari moskuna í Samarra, einn helgasta stað síta. Sítar réðust síðan á um þrjátíu moskur súnnímúslima í gær í hefndarskyni og brenndu eina þeirra til grunna. Forseti íraks óttast borgarastyrjöld í Baghdad vegna þeirra deilna sem upp eru komnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×