Erlent

Viðræður um kjarnorkuáætlun N-Kóreumanna hefjast á ný

Stefnt er að því að viðræður um lausn á deilunni um kjarnorkuáætlun Norðurkóreumanna hefjist á ný í mars eða apríl. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu greindu frá þessu í morgun og hafa eftir ónafngreindum heimildamanni.

Vesturveldin hafa lagt hart að Norðurkóreumönnum að hefja ekki auðgun úrans en stjórnvöld í Pyongyang segja það gert til raforkuframleiðslu. Vesturveldin gruna þá hins vegar um græsku og telja Bandaríkjamenn þá stefna á kjarnorkuvopnaframleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×