Erlent

Fundu kókaín að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna

Lögreglan í Kólumbíu fann kókaín að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna, í hraðbát skammt undan Kyrrahafsströnd landsins í gær. Talið er að kókaíninu hafi verið ætlað á markað í Bandaríkjunum.

Nokkrir farþegar í hraðbátnum stukku fyrir borð og náðu að flýja inn í nærliggjandi vog þegar þeir sáu lögregluna nálgast sem vakti grun hennar um að ekki væri allt með felldu í bátnum. Kólumbía er leiðandi þegar það kemur að framleiðslu kókaíns í heiminum og Bandaríkin sú þjóð sem neytir mest af fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×