Erlent

Aftökunni frestað

Yfirvöld í Kaliforníu urðu í morgun að fresta aftöku yfir dæmdum morðingja eftir að læknar sem taka áttu þátt í aftökunni höfnuðu því af siðferðisástæðum.

Michael Morales, 46 ára, var á sínum tíma dæmdur til dauða fyrir að nauðga og myrða unglingsstúlku en hann átti að verða sá fyrsti sem tekinn væri af lífi með eitursprautu í ríkinu. Læknar sem lýsa áttu því yfir að hann væri meðvitundarlaus áður en sjálf eiturgjöfin hæfist gengu hins vegar út rétt fyrir aftökuna þar sem þeir sögðu þátttöku sína siðferðislega óverjandi. Í nótt ætla stjórnvöld að freista þess á ný að taka Morales af lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×