Erlent

Leit að námuverkamönnum hefur engan árangur borið

Leitin af sextíu og fimm námuverkamönnum sem festust á þriggja kílómetra dýpi eftir að gassprenging varð í kolanámu í bænum San Juan de Sabinas í Mexíkó í gær, hefur engan árangur borið.

Talið er víst að allir mennirnir séu látnir en súrefnisbirgðir áttu aðeins að endast í sex klukkustundir. Ættingjar mannanna hafa margir hverjir haldið til við höfuðstöðvar fyrirtækisins og beðið upplýsinga. Þær hafa þó verið af skornum skammti sem hefur reitt marga til reiði og hefur gasfyrirtækið verið harðlega gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð við slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×