Erlent

Bush segir að samningar um hafnir verði að ganga í gegn

George Bush Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn sem ferðuðust með honum í forsetavél hans í gær að samningar við arabíska fyrirtækið sem hefur tekið að sér að sjá um rekstur sex stórra hafna í Bandaríkjunum verði að ganga í gegn.

Hann sagði að hann myndi beita neitunarvaldi ef reynt yrði að stöðva samninginn á þingi. Bush sagðist vilja heyra útskýringar á því hvers vegna allt í einu sé litið á fyrirtæki frá Miðausturlöndum á annan hátt en fyrirtæki frá öðrum löndum. Mikilvægt væri að vera sanngjarn og láta ekki fordóma og hræðslu stjórna ferðinni í viðskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×