Fleiri fréttir Ákærum í kynferðisbrotamálum gegn börnum fækkar Ákærum í kynferðisbrotamálum gegn börnum í Danmörku fækkaði töluvert á síðasta ári miðað við árin á undan. Þetta sýna bráðabirgðatölur lögreglunnar þar í landi. Ákært var í 227 málum í fyrra, eða um helmingi færri en árið 2004 þegar tæplega 460 mál fóru fyrir dómstóla. 20.2.2006 09:14 Flak þýsku flugvélarinnar fundið Flak þýsku flugvélarinnar sem hrapaði í norðurhluta Íraks á fimmtudag er fundið. Um borð í vélinni voru fimm Þjóðverjar og einn Íraki og voru þeir allir látnir þegar komið var að vélinni. 20.2.2006 09:10 Líklega ekki um fuglaflensu að ræða í Finnlandi Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi greindu frá því í gær að niðurstöður úr sýnum úr hræjum nokkurra svana sem fundust þar í landi bendi ekki til að fuglarnir hafi drepist úr nokkurri gerð fuglaflensu. 20.2.2006 08:39 Samstarf Rússa og Írana um auðgun úrans Íranar eru reiðubúnir að fallast á tillögur stjórnvalda í Moskvu um samstarf við auðgun úrans í Rússlandi, ef samkomulag tekst um breytingar á tillögunum í viðræðum sem hefjast í Moskvu í dag. 20.2.2006 08:31 Skotbardagi fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn Tveir liggja með skotsár á sjúkrahúsi eftir að ágreiningur manna á milli fór úr böndunum fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Mennirnir fengu báðir byssukúlu í annan fótinn og þá var þriðji aðili skorinn í andlitið. 20.2.2006 08:07 Ísraelar afhenda ekki skatta Ísraelar ætla ekki að afhenda heimastjórn Palestínumanna skatta sem þeir taka af palestínskum verkamönnum. Þá ætla þeir heldur ekki að afhenda þeim tolla sem Ísraelsstjórn innheimtir af vörum sem Palestínumenn flytja inn. 20.2.2006 08:05 Sextíu og tveggja ára kona frá Californiu ól barn Sextíu og tveggja ára kona frá Californiu ól barn síðastliðinn föstudag og er hún meðal elstu kvenna sem það hefur gert í heiminum. Janise Wulf átti fyrir 11 börn, 20 barnabörn og þrjú barna barnabörn. Meðganga þessa 12 barns Janise gekk vel framan af, en vegna hækkandi blóðþristings var barnið tekið með keysaraskurði viku fyrir tímann. 20.2.2006 08:01 Bin Laden segist ekki verða tekinn höndum lifandi Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, heitir því að hann verði aldrei tekinn höndum lifandi og segir Bandaríkjamenn hafa gripið til sömu villimannslegu úrræðanna í Írak og Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti. Þetta kemur fram í hljóðupptöku sem birt var á vefsíðu herskárra samtaka í morgun. 20.2.2006 07:55 Beit nef af kærustu sinni og gleypti það Rólegt matarboð fjölskyldu í Californíu endaði með hörmungum þegar maður beit nef af kærustu sinni og gleypti það. Jody Bannet kom fram í stofu alblóðug í framan eftir að hafa verið í rifrildum við kærsta sinn og sá þá heimilisfólkið að nefið vantað á hana, lögregla og sjúkralið var kvatt á staðinn og kærastinn hendtekinn. 20.2.2006 07:51 Skopmyndundunum af Múhameð enn mótmælt Þúsundir manna komu saman bæði í Pakistan og í Tyrklandi í gær til að mótmæla skopmyndunum af Múhameð spámanni. Lögreglan þurfti að beita táragasi og gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum sem hrópaði slagorð gegn Bush Bandaríkjaforseta. 20.2.2006 07:50 Sögulegar viðræður um framtíð Kosovo-héraðs Samninganefndir Serba og Kosovo-Albana koma saman til sögulegs fundar í Vín í Austurríki í dag til að ræða framtíð Kosovo-héraðs. Kosovo-Albanir krefjast þess að héraðið fái sjálfstæði frá Serbíu en Serbar segja Kosovo mikilvægan hluta af ríki sínu og vilja halda einhverri stjórn þar. 20.2.2006 07:44 Óttast um líf 65 námuverkamanna Óttast er að enginn hafi komist lífs af eftir að gassprenging varð í kolanámu í bænum San Juan de Sabinas, um 135 kílómetra suðvestur af Texas í Bandaríkjunum í gær. Alls eru sextíu og fimm námuverkamenn fastir inni í námunni og hefur ekkert samband náðst við þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 20.2.2006 07:42 Mesta mannfall vegna skopteikninganna hingað til Sextán manns létust í hörðum átökum sem brutust út í Nígeríu í gær vegna skopteikninganna af Múhammeð spámanni. Ekki sér enn fyrir endann á afleiðingunum af myndbirtingum Jótlandspóstsins og átökin í Nígeríu í gær eru þau mannskæðustu hingað til. 19.2.2006 16:00 6 létust í flugslysi í Írak á fimmtudaginn Sex lík fundust í morgun í braki lítillar flugvélar sem hrapaði í norðurhluta Íraks á fimtudaginn. Um borð í vélinni voru þrír Þjóðverjar og einn Íraki, en þjóðerni hinna tveggja sem létust er ekki þekkt. 19.2.2006 15:04 Tveir fundust á lífi Tveir fundust á lífi í morgun í rústum þorpsins Guinsaugon á Filippseyjum, eftir aurskriðurnar á föstudag. Vinna er hafin við að grafa upp barnaskóla þorpsins, þar sem 250 börn urðu undir tíu metra þykkri eðjunni. Útilokað þykir að nokkurt þeirra sé á lífi. 19.2.2006 13:30 Þúsundir kjúklinga aflífaðir Heilbrigðisstarfsmenn aflífuðu þúsundir kjúklinga í vesturhluta Indlands í gærkvöldi, eftir að fyrsta tilfelli fuglaflensu var greint þar í landi. 19.2.2006 10:45 Gekk í bol með skopteikningu úr Jótlandspóstinum Ítalskir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að lægja öldurnar meðal múslima, eftir að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar móðgaði múslima með því að ganga í bol með einni af skopteikningu Jótlandspóstsins framan á. 19.2.2006 10:15 Tíu manns fórust í mótmælum í Líbýu Að minnsta kosti tíu manns létust í mótmælum múslima við ítalska sendiráðið í Líbýu í gærkvöldi. 18.2.2006 12:45 Lítil von með að finna fólk á lífi Björgunarsveitir eygja litla von til að finna fleiri á lífi eftir aurskriðurnar í Guinsaugon á Filippseyjum. Aðstæður til leitar eru afar erfiðar og enn er hætta á fleiri aurskriðum. 18.2.2006 09:57 Mannfall í mótmælum í Líbíu Ekki er vitað hve margir létu lífið í átökum mótmælenda og lögreglu fyrir utan ræðismannsskrifstofu Ítala í borginni Benghazi í Líbíu í kvöld. Fyrstu fregnir hermdu að níu hefðu látið lífið og hátt í 60 særst en það hefur ekki fengist staðfest. 17.2.2006 22:31 Rúmlega 8 tonn af kókaíni haldlögð Portúgalska lögreglan lagði í dag hald á meira en átta tonn af kókaíni sem er það mesta sem hefur verið haldlagt þar í landi í einu. Lögreglan lagði til atlögu gegn glæpagengi á Algarve í suður hluta landsins. 17.2.2006 22:24 Olíuleiðsla í Írak sprengd Sprenging varð í dag í olíuleiðslu sem flytur hráolíu frá olíusvæðum í Kirkuk í Írak til olíuhreinsunarstöðvar í höfuðborginni Bagdad. Þetta er aðal olíuleiðslan á þessu svæði og segir íraska lögreglan að uppreisnarmenn beri ábyrgð á sprengingunni. 17.2.2006 22:22 Leikskóli fyrir pandabirni Leikskóli fyrir pandabirni var opnaður í Suður-Kína í gær. Það eru aðstandendur stærstu uppeldisstöðvar pandabjarna þar í landi sem reka skólann og segja hann þann fyrsta sinnar tegundar í heimi. 17.2.2006 22:19 Vilja vinna hjá Ryanair Á þriðja hundrað flugmenn skandinavíska flugfélagsins SAS hafa leitað eftir vinnu hjá Ryanair að undanförnu. Ryanair hyggst ráða eitt þúsund flugmenn vegna fjölda flugvélakaupa að undanförnu. 17.2.2006 17:39 Fuglaflensan komin til Frakklands Fuglaflensa hefur greinst í andarhræi í Austur-Frakklandi. Talið er líklegt að flesan sé af hinum hættulega H5N1 stofni en það hefur ekki fengist staðfest. 17.2.2006 17:36 Orkla til sölu Norska, fjölmiðlafyrirtækið Orkla Media, sem rekur meðal annars dönsku blöðin Berlingske Tidene, BT og Weekendavisen, er til sölu. Að því er fram kemur á norska fréttavefnum NTB hefur stjórn félagsins ákveðið að hlusta á tilboð í samsteypuna í heild sinni eða að hluta. Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, og norska blaðið Dagbladet hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. 17.2.2006 16:37 Leigja út Dick Cheney veiðigalla Búningaleiga í Bandaríkjunum hefur hafið leigu á Dick Cheney veiðigöllum. Gallinn er leigður undir þeim formerkjum að vera hin fullkomna leið til að hræða veiðifélagana. 17.2.2006 14:30 Frjálst flæði vinnuafls dregur úr atvinnuleysi Frjálst flæði vinnuafls úr tíu nýju löndum Evrópusambandsins virðist draga úr atvinnuleysi, þvert á það sem flestir bjuggust við. Eldri löndum sambandsins sem ekki hafa sett takmarkanir á flæði vinnuafls, farnast betur en öðrum. 17.2.2006 14:15 Sendiráði Dana lokað í Islamabad af öryggisástæðum Danska sendiráðinu í Islamabad í Pakistan var í dag lokað af öryggisástæðum en mikil mótmæli hafa verið í landinu í vikunni vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni. Jótlandspósturinn hefur eftir sendiherra Danmerkur í Pakistan að hann sé enn í landinu en hann vill ekki gefa upp hvar hann er. 17.2.2006 14:00 Engin fuglaflensa enn fundin í Danmörku Engin fuglaflensa hefur verið greind í dauðum fuglum sem fundist hafa í Danmörku síðustu daga. Frá þessu greindu yfirvöld í dag. Búið er að rannsaka 30 svani ásamt mávi og önd sem fundust á Sjálandi, Lálandi og Falstri og engin flensa fannst í fuglunum. 17.2.2006 13:43 Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu hjá eldri konum eins og lengi hefur verið haldið fram. Þetta eru niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á þessu sviði. 17.2.2006 12:45 Tvö þorp á kafi í leðju eftir aurskriður Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Filippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist í kaf í leðju eftir ofsaveður undanfarna daga. 17.2.2006 12:15 Jöklar Grænlands bráðna hraðar en talið var Jöklar Grænlands bráðna mun hraðar en vísindamenn bjuggust við. Tveir stærstu skriðjöklar á Austur-Grænlandi hafa tvöfaldað skriðhraða sinn á síðustu tveimur árum og skríða nú fram um fjórtán kílómetra á ári, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn. 17.2.2006 10:45 Fylgi við ríkisstjórnarflokka í Danmörk eykst enn Fylgi við ríkisstjórnarflokkanna í Danmörku virðist enn aukast vegna Múhameðsmyndanna ef marka má nýja skoðanakönnun danska viðskiptablaðsins Börsen. 17.2.2006 09:30 Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Hamas Ismail Haniyeh hefur verið útnefndur sem forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna í Palestínu. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir háttsettum embættismanni innan samtakanna, sem segir jafnframt að þetta verði ekki tilkynnt formlega fyrr en um helgina. 17.2.2006 09:00 Vínarbrauðið breytir um nafn Bakarar í Íran ætla nú að umnefna bakkelsið sem við köllum vínarbrauð, en á mörgum erlendum tungumálum er það kallað danskt brauð. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við dönsku myndbirtingarnar alræmdu. Héðan í frá skulu bakarísgestir biðja um "rósir Múhameðs spámanns". 17.2.2006 08:30 Bandaríkjamenn ættu að loka Guantanamo-búðunum Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að Bandaríkjamenn ættu að loka fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu eins fljótt og auðið er. Þó að hann segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum styðji hann þá niðurstöðu að ekki sé verjandi að halda föngum án ákæru eins og gert sé í Guantanamo. 17.2.2006 08:15 Segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu Stórt lyfjafyrirtæki í Ástralíu segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsókn á virkni hins nýja bóluefnis, ættu fimmtán míkrógrömm af efninu að duga til að koma í veg fyrir fuglaflensu hjá fullorðnu fólki. 17.2.2006 07:15 Óttast að 2000 manns hafi látist í aurskriðum á Filippseyjum Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Fiippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist á kaf í leðju eftir miklar rigningar og hávaðarok. Fréttir af svæðinu eru enn óljósar, en embættismenn telja víst að tala látinna skipti hundruðum og jafnvel þúsundum. 17.2.2006 07:04 200 Kúrdar handteknir í mótmælaaðgerðum í Tyrklandi Um tvö hundruð Kúrdar voru handteknir í mótmælaaðgerðum í borgunum Adana og Batman í Tyrklandi í dag. Mótmælin upphófust í gær þegar sjö ár voru liðin frá handtöku kúrdíska andspyrnuleiðtogans Abdullah Ocalan. Mótmælendur hentu grjóti og múrsteinum að lögreglumönnum sem vörðust með kylfum og skjöldum. 16.2.2006 22:00 Staðfest að banvæni stofn fuglaflensunnar greindist í Þýskalandi Staðfest var í dag að það var hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar sem fannst í dauðum svönum í norðausturhluta Þýskalands í fyrradag. Heilbrigðisstofnun þar í landi sem rannsakað hefur sýni úr fuglunum tilkynnti þetta nú síðdegis. 16.2.2006 16:49 Preval forseti Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur lýst René Preval sigurvegara í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku. 16.2.2006 12:59 Mun skaða Bandaríkin meira Það mun skaða Bandaríkjamenn mun meira en Íran, ráðist þeir á landið. Þetta segir varnarmálaráðherra Írans og lofar auknu hatri í garð Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra láti þeir verða af árásum. 16.2.2006 12:55 Allt að 140 milljónir gætu dáið Um eitt hundrað og fjörutíu milljónir manna gætu dáið úr fuglaflensu í heiminum ef hún breytist í alvarlegan inflúensufaraldur. Þá er talið að efnahagslegt tap í heiminum gæti numið um 4,4 billjónum dala sem jafngildir ársframleiðslu í Japan. 16.2.2006 12:36 Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskoti Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að hann beri fulla ábyrgð á óhappinu sem varð í veiðiferð hans og félaga hans, milljarðamæringsins Harrys Whittingtons, um síðustu helgi. Cheney særði þá Whittington í andliti og á bringu. 16.2.2006 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ákærum í kynferðisbrotamálum gegn börnum fækkar Ákærum í kynferðisbrotamálum gegn börnum í Danmörku fækkaði töluvert á síðasta ári miðað við árin á undan. Þetta sýna bráðabirgðatölur lögreglunnar þar í landi. Ákært var í 227 málum í fyrra, eða um helmingi færri en árið 2004 þegar tæplega 460 mál fóru fyrir dómstóla. 20.2.2006 09:14
Flak þýsku flugvélarinnar fundið Flak þýsku flugvélarinnar sem hrapaði í norðurhluta Íraks á fimmtudag er fundið. Um borð í vélinni voru fimm Þjóðverjar og einn Íraki og voru þeir allir látnir þegar komið var að vélinni. 20.2.2006 09:10
Líklega ekki um fuglaflensu að ræða í Finnlandi Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi greindu frá því í gær að niðurstöður úr sýnum úr hræjum nokkurra svana sem fundust þar í landi bendi ekki til að fuglarnir hafi drepist úr nokkurri gerð fuglaflensu. 20.2.2006 08:39
Samstarf Rússa og Írana um auðgun úrans Íranar eru reiðubúnir að fallast á tillögur stjórnvalda í Moskvu um samstarf við auðgun úrans í Rússlandi, ef samkomulag tekst um breytingar á tillögunum í viðræðum sem hefjast í Moskvu í dag. 20.2.2006 08:31
Skotbardagi fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn Tveir liggja með skotsár á sjúkrahúsi eftir að ágreiningur manna á milli fór úr böndunum fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Mennirnir fengu báðir byssukúlu í annan fótinn og þá var þriðji aðili skorinn í andlitið. 20.2.2006 08:07
Ísraelar afhenda ekki skatta Ísraelar ætla ekki að afhenda heimastjórn Palestínumanna skatta sem þeir taka af palestínskum verkamönnum. Þá ætla þeir heldur ekki að afhenda þeim tolla sem Ísraelsstjórn innheimtir af vörum sem Palestínumenn flytja inn. 20.2.2006 08:05
Sextíu og tveggja ára kona frá Californiu ól barn Sextíu og tveggja ára kona frá Californiu ól barn síðastliðinn föstudag og er hún meðal elstu kvenna sem það hefur gert í heiminum. Janise Wulf átti fyrir 11 börn, 20 barnabörn og þrjú barna barnabörn. Meðganga þessa 12 barns Janise gekk vel framan af, en vegna hækkandi blóðþristings var barnið tekið með keysaraskurði viku fyrir tímann. 20.2.2006 08:01
Bin Laden segist ekki verða tekinn höndum lifandi Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, heitir því að hann verði aldrei tekinn höndum lifandi og segir Bandaríkjamenn hafa gripið til sömu villimannslegu úrræðanna í Írak og Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti. Þetta kemur fram í hljóðupptöku sem birt var á vefsíðu herskárra samtaka í morgun. 20.2.2006 07:55
Beit nef af kærustu sinni og gleypti það Rólegt matarboð fjölskyldu í Californíu endaði með hörmungum þegar maður beit nef af kærustu sinni og gleypti það. Jody Bannet kom fram í stofu alblóðug í framan eftir að hafa verið í rifrildum við kærsta sinn og sá þá heimilisfólkið að nefið vantað á hana, lögregla og sjúkralið var kvatt á staðinn og kærastinn hendtekinn. 20.2.2006 07:51
Skopmyndundunum af Múhameð enn mótmælt Þúsundir manna komu saman bæði í Pakistan og í Tyrklandi í gær til að mótmæla skopmyndunum af Múhameð spámanni. Lögreglan þurfti að beita táragasi og gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum sem hrópaði slagorð gegn Bush Bandaríkjaforseta. 20.2.2006 07:50
Sögulegar viðræður um framtíð Kosovo-héraðs Samninganefndir Serba og Kosovo-Albana koma saman til sögulegs fundar í Vín í Austurríki í dag til að ræða framtíð Kosovo-héraðs. Kosovo-Albanir krefjast þess að héraðið fái sjálfstæði frá Serbíu en Serbar segja Kosovo mikilvægan hluta af ríki sínu og vilja halda einhverri stjórn þar. 20.2.2006 07:44
Óttast um líf 65 námuverkamanna Óttast er að enginn hafi komist lífs af eftir að gassprenging varð í kolanámu í bænum San Juan de Sabinas, um 135 kílómetra suðvestur af Texas í Bandaríkjunum í gær. Alls eru sextíu og fimm námuverkamenn fastir inni í námunni og hefur ekkert samband náðst við þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 20.2.2006 07:42
Mesta mannfall vegna skopteikninganna hingað til Sextán manns létust í hörðum átökum sem brutust út í Nígeríu í gær vegna skopteikninganna af Múhammeð spámanni. Ekki sér enn fyrir endann á afleiðingunum af myndbirtingum Jótlandspóstsins og átökin í Nígeríu í gær eru þau mannskæðustu hingað til. 19.2.2006 16:00
6 létust í flugslysi í Írak á fimmtudaginn Sex lík fundust í morgun í braki lítillar flugvélar sem hrapaði í norðurhluta Íraks á fimtudaginn. Um borð í vélinni voru þrír Þjóðverjar og einn Íraki, en þjóðerni hinna tveggja sem létust er ekki þekkt. 19.2.2006 15:04
Tveir fundust á lífi Tveir fundust á lífi í morgun í rústum þorpsins Guinsaugon á Filippseyjum, eftir aurskriðurnar á föstudag. Vinna er hafin við að grafa upp barnaskóla þorpsins, þar sem 250 börn urðu undir tíu metra þykkri eðjunni. Útilokað þykir að nokkurt þeirra sé á lífi. 19.2.2006 13:30
Þúsundir kjúklinga aflífaðir Heilbrigðisstarfsmenn aflífuðu þúsundir kjúklinga í vesturhluta Indlands í gærkvöldi, eftir að fyrsta tilfelli fuglaflensu var greint þar í landi. 19.2.2006 10:45
Gekk í bol með skopteikningu úr Jótlandspóstinum Ítalskir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að lægja öldurnar meðal múslima, eftir að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar móðgaði múslima með því að ganga í bol með einni af skopteikningu Jótlandspóstsins framan á. 19.2.2006 10:15
Tíu manns fórust í mótmælum í Líbýu Að minnsta kosti tíu manns létust í mótmælum múslima við ítalska sendiráðið í Líbýu í gærkvöldi. 18.2.2006 12:45
Lítil von með að finna fólk á lífi Björgunarsveitir eygja litla von til að finna fleiri á lífi eftir aurskriðurnar í Guinsaugon á Filippseyjum. Aðstæður til leitar eru afar erfiðar og enn er hætta á fleiri aurskriðum. 18.2.2006 09:57
Mannfall í mótmælum í Líbíu Ekki er vitað hve margir létu lífið í átökum mótmælenda og lögreglu fyrir utan ræðismannsskrifstofu Ítala í borginni Benghazi í Líbíu í kvöld. Fyrstu fregnir hermdu að níu hefðu látið lífið og hátt í 60 særst en það hefur ekki fengist staðfest. 17.2.2006 22:31
Rúmlega 8 tonn af kókaíni haldlögð Portúgalska lögreglan lagði í dag hald á meira en átta tonn af kókaíni sem er það mesta sem hefur verið haldlagt þar í landi í einu. Lögreglan lagði til atlögu gegn glæpagengi á Algarve í suður hluta landsins. 17.2.2006 22:24
Olíuleiðsla í Írak sprengd Sprenging varð í dag í olíuleiðslu sem flytur hráolíu frá olíusvæðum í Kirkuk í Írak til olíuhreinsunarstöðvar í höfuðborginni Bagdad. Þetta er aðal olíuleiðslan á þessu svæði og segir íraska lögreglan að uppreisnarmenn beri ábyrgð á sprengingunni. 17.2.2006 22:22
Leikskóli fyrir pandabirni Leikskóli fyrir pandabirni var opnaður í Suður-Kína í gær. Það eru aðstandendur stærstu uppeldisstöðvar pandabjarna þar í landi sem reka skólann og segja hann þann fyrsta sinnar tegundar í heimi. 17.2.2006 22:19
Vilja vinna hjá Ryanair Á þriðja hundrað flugmenn skandinavíska flugfélagsins SAS hafa leitað eftir vinnu hjá Ryanair að undanförnu. Ryanair hyggst ráða eitt þúsund flugmenn vegna fjölda flugvélakaupa að undanförnu. 17.2.2006 17:39
Fuglaflensan komin til Frakklands Fuglaflensa hefur greinst í andarhræi í Austur-Frakklandi. Talið er líklegt að flesan sé af hinum hættulega H5N1 stofni en það hefur ekki fengist staðfest. 17.2.2006 17:36
Orkla til sölu Norska, fjölmiðlafyrirtækið Orkla Media, sem rekur meðal annars dönsku blöðin Berlingske Tidene, BT og Weekendavisen, er til sölu. Að því er fram kemur á norska fréttavefnum NTB hefur stjórn félagsins ákveðið að hlusta á tilboð í samsteypuna í heild sinni eða að hluta. Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, og norska blaðið Dagbladet hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. 17.2.2006 16:37
Leigja út Dick Cheney veiðigalla Búningaleiga í Bandaríkjunum hefur hafið leigu á Dick Cheney veiðigöllum. Gallinn er leigður undir þeim formerkjum að vera hin fullkomna leið til að hræða veiðifélagana. 17.2.2006 14:30
Frjálst flæði vinnuafls dregur úr atvinnuleysi Frjálst flæði vinnuafls úr tíu nýju löndum Evrópusambandsins virðist draga úr atvinnuleysi, þvert á það sem flestir bjuggust við. Eldri löndum sambandsins sem ekki hafa sett takmarkanir á flæði vinnuafls, farnast betur en öðrum. 17.2.2006 14:15
Sendiráði Dana lokað í Islamabad af öryggisástæðum Danska sendiráðinu í Islamabad í Pakistan var í dag lokað af öryggisástæðum en mikil mótmæli hafa verið í landinu í vikunni vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni. Jótlandspósturinn hefur eftir sendiherra Danmerkur í Pakistan að hann sé enn í landinu en hann vill ekki gefa upp hvar hann er. 17.2.2006 14:00
Engin fuglaflensa enn fundin í Danmörku Engin fuglaflensa hefur verið greind í dauðum fuglum sem fundist hafa í Danmörku síðustu daga. Frá þessu greindu yfirvöld í dag. Búið er að rannsaka 30 svani ásamt mávi og önd sem fundust á Sjálandi, Lálandi og Falstri og engin flensa fannst í fuglunum. 17.2.2006 13:43
Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu hjá eldri konum eins og lengi hefur verið haldið fram. Þetta eru niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á þessu sviði. 17.2.2006 12:45
Tvö þorp á kafi í leðju eftir aurskriður Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Filippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist í kaf í leðju eftir ofsaveður undanfarna daga. 17.2.2006 12:15
Jöklar Grænlands bráðna hraðar en talið var Jöklar Grænlands bráðna mun hraðar en vísindamenn bjuggust við. Tveir stærstu skriðjöklar á Austur-Grænlandi hafa tvöfaldað skriðhraða sinn á síðustu tveimur árum og skríða nú fram um fjórtán kílómetra á ári, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn. 17.2.2006 10:45
Fylgi við ríkisstjórnarflokka í Danmörk eykst enn Fylgi við ríkisstjórnarflokkanna í Danmörku virðist enn aukast vegna Múhameðsmyndanna ef marka má nýja skoðanakönnun danska viðskiptablaðsins Börsen. 17.2.2006 09:30
Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Hamas Ismail Haniyeh hefur verið útnefndur sem forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna í Palestínu. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir háttsettum embættismanni innan samtakanna, sem segir jafnframt að þetta verði ekki tilkynnt formlega fyrr en um helgina. 17.2.2006 09:00
Vínarbrauðið breytir um nafn Bakarar í Íran ætla nú að umnefna bakkelsið sem við köllum vínarbrauð, en á mörgum erlendum tungumálum er það kallað danskt brauð. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við dönsku myndbirtingarnar alræmdu. Héðan í frá skulu bakarísgestir biðja um "rósir Múhameðs spámanns". 17.2.2006 08:30
Bandaríkjamenn ættu að loka Guantanamo-búðunum Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að Bandaríkjamenn ættu að loka fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu eins fljótt og auðið er. Þó að hann segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum styðji hann þá niðurstöðu að ekki sé verjandi að halda föngum án ákæru eins og gert sé í Guantanamo. 17.2.2006 08:15
Segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu Stórt lyfjafyrirtæki í Ástralíu segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsókn á virkni hins nýja bóluefnis, ættu fimmtán míkrógrömm af efninu að duga til að koma í veg fyrir fuglaflensu hjá fullorðnu fólki. 17.2.2006 07:15
Óttast að 2000 manns hafi látist í aurskriðum á Filippseyjum Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Fiippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist á kaf í leðju eftir miklar rigningar og hávaðarok. Fréttir af svæðinu eru enn óljósar, en embættismenn telja víst að tala látinna skipti hundruðum og jafnvel þúsundum. 17.2.2006 07:04
200 Kúrdar handteknir í mótmælaaðgerðum í Tyrklandi Um tvö hundruð Kúrdar voru handteknir í mótmælaaðgerðum í borgunum Adana og Batman í Tyrklandi í dag. Mótmælin upphófust í gær þegar sjö ár voru liðin frá handtöku kúrdíska andspyrnuleiðtogans Abdullah Ocalan. Mótmælendur hentu grjóti og múrsteinum að lögreglumönnum sem vörðust með kylfum og skjöldum. 16.2.2006 22:00
Staðfest að banvæni stofn fuglaflensunnar greindist í Þýskalandi Staðfest var í dag að það var hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar sem fannst í dauðum svönum í norðausturhluta Þýskalands í fyrradag. Heilbrigðisstofnun þar í landi sem rannsakað hefur sýni úr fuglunum tilkynnti þetta nú síðdegis. 16.2.2006 16:49
Preval forseti Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur lýst René Preval sigurvegara í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku. 16.2.2006 12:59
Mun skaða Bandaríkin meira Það mun skaða Bandaríkjamenn mun meira en Íran, ráðist þeir á landið. Þetta segir varnarmálaráðherra Írans og lofar auknu hatri í garð Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra láti þeir verða af árásum. 16.2.2006 12:55
Allt að 140 milljónir gætu dáið Um eitt hundrað og fjörutíu milljónir manna gætu dáið úr fuglaflensu í heiminum ef hún breytist í alvarlegan inflúensufaraldur. Þá er talið að efnahagslegt tap í heiminum gæti numið um 4,4 billjónum dala sem jafngildir ársframleiðslu í Japan. 16.2.2006 12:36
Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskoti Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að hann beri fulla ábyrgð á óhappinu sem varð í veiðiferð hans og félaga hans, milljarðamæringsins Harrys Whittingtons, um síðustu helgi. Cheney særði þá Whittington í andliti og á bringu. 16.2.2006 10:30