Erlent

Níutíu prósent íbúanna vill sjálfstæði frá Serbíu

Viðræður Serba og albanska þjóðarbrotsins í Kosovo um framtíð héraðsins gengu vel í Vín í gær. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir embættismanni í innsta hring. Aðalágreiningsefnið er að albanska þjóðarbrotið í Kosovohéraði, 90% íbúanna, vill sjálfstæði frá Serbíu. Stjórnvöld í Belgrad taka það hins vegar ekki í mál.

Sameinuðu þjóðirnar hafa stjórnað Kosovo síðan árið 1999 þegar sprengjuflugvélar Atlantshafsbandalagsins hröktu serbneska herinn út úr héraðinu. Stjórnmálaskýrendur segja að öllum líkindum verði niðurstaðan sú að alþjóðasamfélagið úrskurði meirihluta íbúanna í hag og Kosovo fái sjálfstæði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×