Erlent

Fangar mataðir með valdi

MYND/AP

Fangaverðir í Guantanamo hafa viðurkennt að þeir bindi fanga sem verið hafa í mótmælasvelti og neyði ofan í þá mat. Yfirfangavörður í fangelsinu greindi frá þessu í New York Times.

Jemenskur fangi segir frá því að höfuð fanganna sé spennt aftur og hendurnar bundnar við stólarmana. Því næst spyrji fangaverðirnir hvort viðkomandi vilji borða núna eða ekki. Ef fanginn neitar þá er slöngunni rennt niður í maga og næringunni sprautað í gegn. Að sögn Jemenans hefur mötunin haldið áfram þrátt fyrir að fangarnir hafi ælt, þeir hafi pissað í sig eða blætt hafi úr maganum.

Af þeim 41 föngum sem hættu að borða um miðjan desember halda fimm þeirra mótmælasveltinu til streitu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×