Erlent

Ahmadinejad verði saksóttur fyrir ummælin um Helförina

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans MYND/AP

Ísraelskur lögfræðingur hefur beðið þýsk stjórnvöld um að sækja Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, til saka fyrir að segja að Helförin sé sögusögn. Forsetinn lét þessi ummæli falla í desember síðastliðnum en hann hefur einnig sagt að réttast væri að eyða Ísrael af yfirborði jarðar. Í Þýskalandi eru lög sem banna að fólk neiti því að Helförin hafi átt sér stað og eru viðurlög við brot á lögunum allt að fimm ára fangelsi. Ekki er víst að lögin nái yfir ummæli Ahmadinejad þar sem hann er hvorki þýskur né var staddur í landinu þegar hann lýsti þessu yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×