Erlent

Var fullvissuð um að Ratko Mladic gengi laus

MYND/AP

Carla Del Ponte, saksóknari stríðsglæpadómstólsins í Haag segist hafa verið fullvissuð um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba gengi enn laus. Serbneskir fjölmiðlar greindu aftur á móti frá því í morgun að verið væri að semja við hann um að gefa sig fram.

Mladic hefur verið leitað árum saman, ásamt Radovan Karadic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba. Dómstóllinn í Haag ákærði Mladic árið 1995 fyrir þjóðarmorð. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa fyrirskipað fjöldamorðin í Srebrenica þar sem átta þúsund manns voru myrt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×