Fleiri fréttir

Talibanar hóta áframhaldandi árásum í Afganistan

Leiðtogi Talibana í Afganistan, Mohammad Omar, sagði í gær að heilögu stríð gegn bandaríska hernámsliðinu í landinu yrði haldið áfram. Ásrásir myndu færast í aukana á nýju ári og ekki linna fyrr en Bandaríkjamenn væru farnir frá Írak. Omar, sem hefur farið huldu höfði síðan Talibana-stjórnin var hrakin frá völdum í lok árs 2001, sagði að Bandaríkjamenn væru höfuðóvinir Islam.

Myrti fyrrum samstarfsmenn sína og skaut svo sjálfan sig

Tveir öryggisverðir féllu og einn særðist þegar fyrrum samstarfsmaður þeirra skaut þá á pósthúsi í miðborg Madridar, höfuðborgar Spánar í gær. Ekki hafa fengist upplýsingar um ástæðu morðanna en maðurinn, sem var 35 ára og var í veikindaleyfi, framdi sjálfsmorð eftir að hafa drepið mennina. Að sögn lögreglu er rannsókn hafin en talið er að hann hafi átt við andlega erfiðleika að etja.

Sprengja á veitingastað í San Fransisco

Sprengja fannst á einum veitingastað Starbucks kaffihúsakeðjunnar í San Fransisco í gær. Það var einn starfsmaður veitingastaðarins sem fann hana á baðherbergisgólfi staðarins. Var húsið því rýmt og sprengjusérfræðingar kallaðir til sem aftengdu sprengjuna. Ekki er vitað hver kom henni fyrir en að sögn lögreglunnar þar í borg hefði hún valdið miklu tjóni, hefði sprengjan sprungið. Engin viðvörun barst og er málið í rannsókn.

Fjöldaslátrun á fuglum fyrirhuguð í Istanbul

Niðurstöður rannsókna á sýnum úr 12 sjúklingum í Istanbúl í Tyrklandi benda ekki til þess að þeir séu með fuglaflensusmit. Fjöldaslátrun á fuglum er fyrirhuguð í nokkrum úthverfum Istanbul, fjölmennustu borg landsins, þar sem fátækir íbúar, sem flutt hafa til borgarinnar fá sveitum landsins, búa. En þeir ala fugla sér til viðurværis.

Læknar vonast til að Sharon vakni í dag

Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels andar sjálfur og bregst við áreiti. Hann hreyfði bæði fót og handlegg þegar læknar könnuðu viðbrögð hans í gær. Sharon hefur verið haldið sofandi, en smám saman hefur verið dregið úr svefnlyfjaskammti hans og vonast læknar til að hann vakni í dag. Þeir segja hann þó enn vera þungt haldinn.

Styttist í þingkosningar í Palestínu

Þingkosningar verða haldnar í Palestínu þann 25. janúar næstkomandi. Þetta sagði Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna, á blaðamannafundi í gær. Bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa sagt að Palestínumenn sem búsettir eru í Jerúsalem fái að taka þátt í kosningunum.

Fuglaflensutilfellum fjölgar enn

Fuglaflensutilfellum heldur áfram að fjölga í Tyrklandi og virðist fátt geta stöðvað för þessarar skaðræðisflensu vestur á bóginn. Þótt smithættan fari vaxandi telur Haraldur Briem sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að vara við ferðum til landsins.

Geðsjúkur maður ógnaði fólki með hníf í Albertslundi í Danmörku

Geðsjúkur maður, sem lögreglan í bænum Albertslund, skammt frá Kaupmannahöfn, skaut á sunnudag, lést í dag af sárum sínum. Maðurinn ógnaði fólki með hníf og á flótta sínum veitti hann sjálfum sér áverka. Lögregla skaut hann síðan í fæturna til að stöðva flóta hans.

Dæmdur fyrir morð á ferðamönnum

Dómari í Afríkuríkinu Úganda sakfelldi í dag uppreisnarmann fyrir morð á 8 ferðamönnum og einum innfæddum leiðsögumanni sem voru í hópi 30 ferðamanna sem voru að ferð um þjóðgarð í Úganda árið 1999.

Sharon sýni lífsmark í fyrsta sinn í dag frá heilablóðfalli

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu.

Björk sérvitrust

Breska tímaritið, Homes and antiques, hefur valið íslensku söngkonuna Björku Guðmundsdóttur sérvitrustu dægurstjörnu heims. Um sex þúsund lesendur blaðsins tóku þátt í valinu og lagði Björk ekki ómerkari stjörnur en rokkarann Ozzy Osbourne og tískuhönnuðinn Vivienne Westwood.

Olmert líklegri til að semja um frið

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er líklegri en Ariel Sharon til að semja um frið við Palestínumenn. Þetta segir palestínskur kennari sem hefur þekkt Olmert síðan hann var borgarstjóri í Jerúsalem.

Sharon sýnir lífsmark

Ariel Sharon sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Þórir Guðmundsson fréttamaður er í Jerúsalem.

Hostel vinsælust vestanhafs

Hostel, kvikmynd Íslandsvinsins Elis Roths, fékk mesta aðsókn allra kvikmynda í Bandaríkjunum um helgina. Samtals greiddi fólk 20,1 milljón dollara, andvirði um 1.230 milljóna króna, í aðgangseyri. Myndin fékk því meiri aðsókn en stórmyndirnar The Chronicles of Narnia sem var í öðru sæti og King Kong sem var í þriðja sæti en báðar hafa þær tekið inn um og yfir 200 milljónir dollara í aðgangseyri.

Lést í París Dakar rallinu

Ástralskur mótorhjólakappi lét lífið í slysi í níundu akstursleið í París Dakar rallinu í dag. Andy Caldecott varð 23. keppandinn frá upphafi til að láta lífið í keppninni sem er nú haldin í 28. skipti.

Sex ára smitast af fuglaflensu

Sex ára kínverskur piltur hefur smitast af H5N1 afbrigði fuglaflensunnar og gengst nú undir læknismeðferð á sjúkrahúsi í Hunan héraði. Kínversk yfirvöld hafa staðfest að um fuglaflensu sé að ræða og er pilturinn áttunda kínverska manneskjan sem smitast af sjúkdómnum.

Ráðist að innanríkisráðuneyti Írak

28 hafa látist í sprengjuárásum í Írak það sem af er degi. Tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar í landinu í morgun í innanríkisráðuneyti landsins, í öðru tilvikinu þótti öryggisvörðum maðurinn óvenju sver um sig miðjan og grunaði því að hann bæri sprengiefni. Þeir

Maltverjar hamingjusamastir í heimi

Möltubúar eru hamingjusamastir allra þjóða samkvæmt árlegri hamingjukönnun Erasmus-háskólans í Rotterdam í Hollandi. Íslendingar eru tiltölulega hamingjusamir eða 63% þjóðarinnar.

Cheney fluttur á sjúkrahús

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var fluttur með hraði á sjúkrahús í morgun vegna öndunarerfiðleika. Cheney er nú á George Washington-sjúkrahúsinu, en búist er við að hann fái að snúa heim síðar í dag, enda engin alvarleg hætta á ferðum.

Skotið á friðargæsluliða í Darfúr

Friðargæsluliði var drepinn og tíu aðrir liggja sárir eftir skotárás í Darfúr-héraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðunum, sem eru í Súdan á vegum Afríkusambandsins, var gert launsátur í þorpinu Girgira í vesturhluta Darfúr.

Bellafonte kallaði Bush hryðjuverkamann

Söngvarinn heimsfrægi Harry Bellafonte, kallaði George Bush, Bandaríkjaforseta hryðjuverkamann og lofaði forseta Venezuela, Hugo Chavez og vinstri stefnu hans í stjórnmálum á fundi þeirra Bellafontes og Chaves um helgina.

Stúlka lést eftir að marglytta stakk hana

Sjö ára gömul stúlka lést eftir að marglytta stakk hana við norðurströnd Ástralíu í gær. Töluverður fjöldi marglyttna lifir í sjónum við norðurströnd Ástralíu og endrum og sinnum stinga þær fólk en dauðsföll af þeim völdum eru afar fátíð.

Fuglaflensutilfellum fjölgar í Tyrklandi

Tólf manns hafa í dag verið lagðir inn á sjúkrahús í Tyrklandi smitaðir af fuglaflensu að því er talið er. Ljóst er að fuglaflensan er að breiða úr sér í Tyrklandi og hafa þrír greinst með veiruna í höfuðborg landsins Ankara og tveir til viðbótar í borginni Van í austurhluta landsins um helgina.

Glæpum fer fækkandi í Danmörku

Glæpum fer fækkandi í Danmörku ef marka má nýjar tölur þar um sem Jótlandspósturinn greinir frá á vefsíðu sinni. Tilkynningum til lögreglu fækkaði á þriðja ársfjórðungi nýliðins árs um rúmlega átta þúsund frá sama tímabili í fyrra, og voru þar með komnar niður í rúmlega hundrað og tíu þúsund.

Fjórir reiðhjólamenn látast í Wales

Fjórir reiðhjólamenn létust þegar bíll keyrði á þá í bænum Abergale í Norður-Wales í gær. Slysið varð eftir að ökumaður fólksbifreiðar, sem kom úr gagnstæðri átt, missti stjórn á bifreið sinni sem fór á öfugan vegarhelming og ók á tólf manna hóp hjólreiðamanna með fyrrgreindum afleiðingum.

Þurfa að sýna fram á 300 vinnustundir á tveggja ára tímabili

Lagabreyting sem varðar fjárjagsaðstoð frá hinu opinbera í Danmörku mun taka gildi um 15 mánuðum fyrr en áður hafði verið ráðgert. Lögin gera ráð fyrir að einstaklingar sem ekki hafi unnið 300 vinnustundir yfir tveggja ára tímabil, munu missa fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Lögin taka gildi 1. mars næstkomandi en 1. mars 2007 er sá dagur sem miðað er við að fólki þurfi að sýna fram á 300 vinnustundir ef það vill ekki missa fjárhagsaðstoð.

Sharon enn á milli heims og helju

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, liggur enn á milli heims og helju. Læknar Sharons ætla að freista þess að vekja hann klukkan hálfníu að íslenskum tíma en þá fyrst verður hægt að meta skaðann sem Sharon hefur orðið fyrir vegna heilablóðfallsins sem hann fékk á miðvikudag.

Ekki færri hælisumsækjendur í Danmörku í áratugi

Ekki hafa jafn fáir sótt um hæli í Danmörku síðan í byrjun 9. áratugarins. Fjöldi umsækjenda náði hámarki árið 2001 þegar 12.500 manns sóttu um hæli og þar af var 6.000 manns veitt hæli. Í lok nóvember á síðasta ári var fjöldi þeirra sem fengu hæli í Danmörku 872 af þeim rúmlega 2.000 manns sem sóttu um hæli.

Fékk hjartaáfall og lést

Tony Banks, sem gengdi embætti íþróttamálaráðherra í bresku ríkisstjórninni undir lok síðustu aldar, lést í dag af völdum hjartaáfalls sem hann fékk þar sem hann var staddur í fríi í Bandaríkjunum. Banks var mjög vinsæll stjórnmálamaður og mikill aðdáandi Chelsea.

Fjöldabrúðkaup í Bólivíu

Hátt á 200 pör giftu sig í fjöldabrúðkaupi á íþróttaleikvangi í La Paz, höfuðborg Bólivíu í dag. Brúðhjónin voru á aldrinum 18 til 77 ára og nýttu þau sér þessa fríu þjónustu en mörg þeirra nýgiftu hjóna höfðu fram til þessa ekki haft efni á að gifta sig. Sum brúðhjónanna voru klædd í sitt fínasta púss í brúðarkjól og smóking en önnur pör kusu að klæðast hefðbundum fatnaði indíana.

Háir hælar fyrir hæstarétti

Heldur óvenjulegt mál er nú rekið fyrir hæstarétti Noregs en þar er deilt um hversu lengi hælar eigi að haldast undir kvennstígvélum. Kona ein frá Hamar í Noregi keypti sér stígvél sem kostuðu að andvirði 13. 000 íslenskra króna. Hún hafði ekki átt stógvélin lengi þegar hún varð fyrir því óláni að hælarnir brotnuðu undan þeim.

40 sekúndur milli lífs og dauða

Það munaði aðeins fjörtíu sekúndum að tvær flugvélar með yfir 350 manns innanborðs myndu skella saman á flugleið yfir Noregi í gær. Engin viðvörun barst flugmönnunum frá flugumferðarstjórninni í Røyken sem sér um flugsvæðið sem flugvélarnar áttu leið um. Það var ekki fyrr en þegar viðvörunarkerfið fór í gang að flugmennirnir áttuðu sig á aðsteðjandi hættu.

Jarðskjálfti undan ströndum Grikklands

Jarðskjálfti varð neðanjarðar fyrir undan ströndum Grikklands í dag. Skjálftinn mældist 6,9 á richteskala en engin slys urðu á fólki og ekki er vitað um skemmdir af völdum skjálftans. Upptök skjálftans voru suðaustan við Peloponnese skaga en hans varð vart á Grikklandi og víða á Suður-Ítalíu. Það þykir hafa skipt miklu máli að upptök skjálftans voru neðansjávar en líklegt þykir að töluvert tjón hefði orðið af völdum jarðskjálftans ef hann hefði átt upptök sín í landi.

Ný fuglaflensutilfelli í Tyrklandi

Tvö tilfelli fuglaflensu greindust í Ankara höfuðborg Tyrklands í dag. Einnig greindust tvö tilfelli í dauðum kjúklingum á tveimur þorpum í austurhluta landsins en ekki er vitað hvort um hinn banvæna stofn H5N1 er að ræða og hvort veiran hafi borist í menn. Þorpin eru bæði í einangrun.

Kuldakast í Nýju Delí á Indlandi

Morguninn í morgun var sá kaldasti í heil sjötíu ár í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Hitastigið fór alveg að frostmarki og hefur slíkt ekki gerst frá árinu 1935. Í morgun var jörðin sums staðar hvít, sem þykir miklum tíðindum sæta og eins var hél á rúðum og þökum bíla. Yfirvöld í Nýju Delí hafa ákveðið að loka leikskólum í þrjá daga vegna kuldanna.

Sharon haldið sofandi áfram

Ariel Sharon fór í enn eina sneiðmyndatökuna í morgun. Niðurstaðan liggur fyrir, en verður ekki tilkynnt fyrr en núna á næstu mínútunum. Sharon hefur verið haldið sofandi í tvo sólarhringa, en læknar hans ákveða í dag hvort hættandi sé á að vekja hann í kvöld.

Öflugur skjálfti í Aþenu

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,7 á Richter skók Aþenu, höfuðborg Grikklands á tólfta tímanum. Enn hafa ekki borist fregnir af skemmdum eða slysum á fólki.

Sharon vakinn á morgun.

Nú rétt í þessu tilkynntu læknar Ariels Sharon að hann yrði vakinn á morgun ef allt gengi að áætlun. Honum hefur verið haldið sofandi síðan hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudagskvöldið og ekki verður hægt að meta ástand leiðtogans fyrr en hann vaknar. Einn af skurðlæknum Sharons segir að líklega muni hann lifa af, en óvíst sé hvort hann muni nokkru sinni geta talað eða skilið annað fólk. Ehud Olmert, sem hefur tekið við starfi Sharons til bráðabirgða, hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund í morgun. Þar sagðist hann ætla að stjórna málum eins og Sharon hefði viljað. Eitt af hans fyrstu verkum verður að ákveða hvort Palestínumenn í austurhluta Jerúsalem fái að kjósa í þingkosningunum í Palestínu í lok mánaðarins. Leyfi hann það ekki, gæti það sett kosningarnar í uppnám. Ísraelskir fjölmiðlar segja að helstu samstarfsmenn Sharons vilji að Olmert taki við forystu í Kadíma flokknum og leiði hann í kosningunum í Ísrael í lok mars. Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og einn af aðalmönnunum á bakvið friðarferlið í Osló, sagðist í morgun styðja Olmert til forystu í Kadíma. Peres sem gekk í Kadíma fyrir nokkrum vikum vill ekki staðfesta að hann verði áfram í flokknum eftir brotthvarf Sharons. Verði hann áfram í stjórnmálum verður það líklega í Kadíma, því Peres útilokaði í morgun að hann myndi aftur ganga í verkamannaflokkinn. Innanbúðarmenn í Kadíma segja að Peres sé einn af fimm mönnum sem flokksmenn vilji í ráðherraembætti eftir kosningarnar.

Charles Kennedy segir af sér

Charles Kennedy, formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, sagði af sér í dag. Tuttugu og fimm þingmenn flokksins höfðu hótað að hætta ef Kennedy myndi ekki segja af sér fyrir mánudaginn. Áður hafði Kennedy sagt að hann myndi berjast fyrir starfi sínu, en í tilkynningu sem barst úr höfuðstöðvum flokksins fyrir stundu, sagði að Kennedy myndi ekki gefa kost á sér í fyrirhuguðu leiðtogakjöri flokksins.

Naugðaði vændiskonu og réðst að annarri

Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar nú manns en hann er sakaður um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi gegn tveimur vændiskonur. Tékknesk vændiskona náði að flýja undan manninum aðfaranótt föstudags, en maðurinn hafði ógnað henni og sigað hundi sínum á hana.

Georgíumenn óttaslegnir

Stjórnvöld í Georgíu hafa ákveðið að sprauta sótthreinsandi efni á alla bíla sem keyra yfir landamærin frá Tyrklandi af ótta við að fuglaflensa berist inn í landið.

Enn einum fjölmiðlamanni rænt í Írak

Uppreisnarmenn í Írak rændu vestrænni fjölmiðlakonu í Baghdad í morgun og myrtu túlk hennar. Konan var á leiðinni til fundar með stjórnmálaleiðtoga úr röðum súnníta þegar hópur byssumanna króaði bifreið hennar af.

Líðan Sharons óbreytt

Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels er óbreytt eftir þriðju nóttina á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Hann fékk heilablóðfall af verstu gerð í fyrradag, en það verður líklega ekki fyrr en eftir nokkra daga sem í ljós kemur hve miklum heilaskemmdum hann hefur orðið fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir