Erlent

Kuldakast í Nýju Delí á Indlandi

Morguninn í morgun var sá kaldasti í heil sjötíu ár í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Hitastigið fór alveg að frostmarki og hefur slíkt ekki gerst frá árinu 1935. Í morgun var jörðin sums staðar hvít, sem þykir miklum tíðindum sæta og eins var hél á rúðum og þökum bíla. Yfirvöld í Nýju Delí hafa ákveðið að loka leikskólum í þrjá daga vegna kuldanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×