Erlent

Fjöldabrúðkaup í Bólivíu

Hátt á 200 pör giftu sig í fjöldabrúðkaupi á íþróttaleikvangi í La Paz, höfuðborg Bólivíu í dag. Brúðhjónin voru á aldrinum 18 til 77 ára og nýttu þau sér þessa fríu þjónustu en mörg þeirra nýgiftu hjóna höfðu fram til þessa ekki haft efni á að gifta sig. Sum brúðhjónanna voru klædd í sitt fínasta púss í brúðarkjól og smóking en önnur pör kusu að klæðast hefðbundum fatnaði indíana. Aðstandendur brúðhjónanna fylgdust með athöfninni úr sætastúkum á íþróttaleikvanginum. Meðal þeirra voru barnabörn Catalinu Paz og Florencio Gonzales fylgdust með þegar þau gengu í hjónaband. Þau hafa búið saman í 37 ár og ákváðu að fara að ráðum barnabarna sinna og ganga í hjónaband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×