Erlent

Sharon haldið sofandi áfram

Ariel Sharon fór í enn eina sneiðmyndatökuna í morgun. Niðurstaðan liggur fyrir, en verður ekki tilkynnt fyrr en núna á næstu mínútunum.  Sharon hefur verið haldið sofandi í tvo sólarhringa, en læknar hans ákveða í dag hvort hættandi sé á að vekja hann í kvöld. Einn af skurðlæknunum segir líklegt að Sharon lifi af, en óvíst hvort hann muni nokkru sinni geta talað eða skilið annað fólk. Ehud Olmert, sem hefur tekið við starfi Sharons til bráðabirgða, hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund í morgun. Eitt af hans fyrstu verkum verður að ákveða hvort Palestínumenn í austurhluta Jerúsalem fái að kjósa í palestínsku þingkosningunum í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×