Erlent

40 sekúndur milli lífs og dauða

Það munaði aðeins fjörtíu sekúndum að tvær flugvélar með yfir 350 manns innanborðs myndu skella saman á flugleið yfir Noregi í gær. Engin viðvörun barst flugmönnunum frá flugumferðarstjórninni í Røyken sem sér um flugsvæðið sem flugvélarnar áttu leið um. Það var ekki fyrr en þegar viðvörunarkerfið fór í gang að flugmennirnir áttuðu sig á aðsteðjandi hættu. Báðar vélarnar voru í 34.000 feta hæð en þar sem flugleiðir þeirra sköruðust er fullvíst að flugvélarnar hefðu skollið saman ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirka viðvörunarkerfið. Flugvélarnar voru á vegum SAS og KLM flugfélaganna. SAS flugvélin var á leið frá Washington til Kaupmannahafnar og um borð voru 268 manns. KLM flugvélin var á leið frá Þrándheimi til Amsterdam með 80 manns innanborðs. Málið er litið mjög alvarlegum augum en norska flugumferðarstjórnin hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×