Erlent

Þurfa að sýna fram á 300 vinnustundir á tveggja ára tímabili

Lagabreyting sem varðar fjárjagsaðstoð frá hinu opinbera í Danmörku mun taka gildi um 15 mánuðum fyrr en áður hafði verið ráðgert. Lögin gera ráð fyrir að einstaklingar sem ekki hafi unnið 300 vinnustundir yfir tveggja ára tímabil, munu missa fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Lögin taka gildi 1. mars næstkomandi en 1. mars 2007 er sá dagur sem miðað er við að fólki þurfi að sýna fram á 300 vinnustundir ef það vill ekki missa fjárhagsaðstoð. Sé félagsráðgjafa kunnugt um að einstaklingur hafi ekki unnið 150 vinnustundir eða meira á einu ári af þeim degi liðnum, skal viðkomandi stöðva fjárhagsaðstoðina. Lögin ná til um 6.000 para og hjóna sem bæði þiggja fjárhagsaðstoð. Það er einn þeirra fimm hópa sem skilgreindir eru sem þiggjendur fjárhagsaðstoðar. Innan umrædds hóps eru þeir sem geta sinnt vinnu en þó með takmörkuðum hætti að einhverju leiti. Innflytjendur eru um þriðjungur innan hópsins sem samkvæmt áliti félagsráðgjafa ættu að geta sinnt hlutastarfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×