Sharon sýnir lífsmark 9. janúar 2006 20:06 Ariel Sharon sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Þórir Guðmundsson fréttamaður er í Jerúsalem. Það eru góðar fréttir sem hafa borist af Sharon í dag. Hann hefur andað, hann hefur sýnt sársaukaviðbrögð þegar klipið hefur verið í hægri handlegg og hægri fót. Læknar halda fram að hann sé enn í lífshættu en fjölmiðlar hafa eftir ónafngreindum heimildamönnum hér ínni á Hadassa sjúkrahúsinu að Sharon muni ná fullri heilsu á ný. "Fyrstu viðbrögð hans voru að hann, forsætisráðherrann, andaði sjálfur þótt hann væri enn tengdur við öndunarvélina, segir Shlomo Mor-Yosef sjúkrahússtjóri um Sharon. "Í dag hefur hann brugðist við sársauka sem við kölluðum fram og hann hefur hreyft hægri hönd og hægri fótlegg lítillega. Þetta, auk örlítið hækkaðs blóðþrýstings sem viðbrögð við sársaukanum, er merki um einhverja heilastarfsemi. Ástand Arafats er enn mjög alvarlegt og tvísýnt en hann sýnir merki um heilastarfsemi." Ísraelar fylgjast vel með því sem hér fer fram segir Þórir Guðmundsson í Jerúsalem. Verði Sharon úrskurðaður varanlega óhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra þá verður Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, settur varanlega í embættið og á meðan fylgjast menn auðvitað grannt með því sem er að gerast í pólitíkinni. Yfirrabbíi í Ísrael hefur beðið gyðinga að minnast Sharons í bænum sínum. Margir hafa svarað því kalli. Gyðingar hafa safnast saman hérna við Grátmúrinn undanfarna daga til að biðja fyrir Ariel Sharon. Alls staðar er töluverð öryggisgæsla, það er óvissuástand í Ísrael og enginn veit hvað tekur við. Himnarnir grétu í Gamla bænum í Jerúsalem í dag og fólk var áhyggjufullt. "Ég vona, að með Guðs vilja, nái hann bata og komist til heilsu á ný, komi aftur til gyðinga og iðrist synda sinna og viðurkenni mikilleika guðs í heiminum," sagði strangtrúargyðingur í Jerúsalem. "Ég er ósammála öllum stefnumálum hans. En ég vona að hann nái heilsu," sagði kona ein. "Það er ekki til sá maður í þessu landi sem biður ekki fyrir að hann nái heilsu og komist aftur á fætur. Við vonum öll að hann geti haldið lífi sínu áfram eins og áður," sagði annar vegfarandi. "Ég vona að þetta verði betra og að friður komist á," sagði ein kona. "Ég myndi vilja sjá ísraelska ríkisstjórn sem hefði fyrst og fremst áhyggjur af öryggi eigin borgara frekar en almenningsáliti heimsins," sagði karlmaður í Jerúsalem. Uri Dromi var talsmaður Rabins forsætisráðherra á sínum tíma. Hann segir að miklar pólitískar ráðagerðir eigi sér stað á bak við tjöldin. "Ég held að það sem við heyrum frá læknunum sé að þó hann lifi af sé ólíklegt að hann snúi aftur til starfa. Við skulum vona að hann nái sér en við ættum að hugsa til framtíðar, til þess sem gerist eftir að tímabili Sharons lýkur." Samkvæmt skoðanakönnunum styðja tveir af hverjum þremur Ísraelum þá stefnu Sharons að byggja múr í kringum Ísrael og knýja landnema þar fyrir utan til að yfirgefa byggðir sínar. Það er stefna sem Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels, aðhylltist jafnvel áður en Sharon snerist á sömu sveif. Dromi segir að Olmert muni koma á óvart. "Ég þekki hann. Ég bý í Jerúsalem og hann var borgarstjóri þar. Þetta er erfiðasta borg í heimi og hann stýrði henni á mjög sannfærandi máta. Hann veit hvernig á að taka ákvarðanir. Það sem hann skortir reynslu í öryggismálum. Hann reiðir á forseta herráðsins. Ég held hann komi fólki ánægjulega á óvart." Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Ariel Sharon sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Þórir Guðmundsson fréttamaður er í Jerúsalem. Það eru góðar fréttir sem hafa borist af Sharon í dag. Hann hefur andað, hann hefur sýnt sársaukaviðbrögð þegar klipið hefur verið í hægri handlegg og hægri fót. Læknar halda fram að hann sé enn í lífshættu en fjölmiðlar hafa eftir ónafngreindum heimildamönnum hér ínni á Hadassa sjúkrahúsinu að Sharon muni ná fullri heilsu á ný. "Fyrstu viðbrögð hans voru að hann, forsætisráðherrann, andaði sjálfur þótt hann væri enn tengdur við öndunarvélina, segir Shlomo Mor-Yosef sjúkrahússtjóri um Sharon. "Í dag hefur hann brugðist við sársauka sem við kölluðum fram og hann hefur hreyft hægri hönd og hægri fótlegg lítillega. Þetta, auk örlítið hækkaðs blóðþrýstings sem viðbrögð við sársaukanum, er merki um einhverja heilastarfsemi. Ástand Arafats er enn mjög alvarlegt og tvísýnt en hann sýnir merki um heilastarfsemi." Ísraelar fylgjast vel með því sem hér fer fram segir Þórir Guðmundsson í Jerúsalem. Verði Sharon úrskurðaður varanlega óhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra þá verður Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, settur varanlega í embættið og á meðan fylgjast menn auðvitað grannt með því sem er að gerast í pólitíkinni. Yfirrabbíi í Ísrael hefur beðið gyðinga að minnast Sharons í bænum sínum. Margir hafa svarað því kalli. Gyðingar hafa safnast saman hérna við Grátmúrinn undanfarna daga til að biðja fyrir Ariel Sharon. Alls staðar er töluverð öryggisgæsla, það er óvissuástand í Ísrael og enginn veit hvað tekur við. Himnarnir grétu í Gamla bænum í Jerúsalem í dag og fólk var áhyggjufullt. "Ég vona, að með Guðs vilja, nái hann bata og komist til heilsu á ný, komi aftur til gyðinga og iðrist synda sinna og viðurkenni mikilleika guðs í heiminum," sagði strangtrúargyðingur í Jerúsalem. "Ég er ósammála öllum stefnumálum hans. En ég vona að hann nái heilsu," sagði kona ein. "Það er ekki til sá maður í þessu landi sem biður ekki fyrir að hann nái heilsu og komist aftur á fætur. Við vonum öll að hann geti haldið lífi sínu áfram eins og áður," sagði annar vegfarandi. "Ég vona að þetta verði betra og að friður komist á," sagði ein kona. "Ég myndi vilja sjá ísraelska ríkisstjórn sem hefði fyrst og fremst áhyggjur af öryggi eigin borgara frekar en almenningsáliti heimsins," sagði karlmaður í Jerúsalem. Uri Dromi var talsmaður Rabins forsætisráðherra á sínum tíma. Hann segir að miklar pólitískar ráðagerðir eigi sér stað á bak við tjöldin. "Ég held að það sem við heyrum frá læknunum sé að þó hann lifi af sé ólíklegt að hann snúi aftur til starfa. Við skulum vona að hann nái sér en við ættum að hugsa til framtíðar, til þess sem gerist eftir að tímabili Sharons lýkur." Samkvæmt skoðanakönnunum styðja tveir af hverjum þremur Ísraelum þá stefnu Sharons að byggja múr í kringum Ísrael og knýja landnema þar fyrir utan til að yfirgefa byggðir sínar. Það er stefna sem Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels, aðhylltist jafnvel áður en Sharon snerist á sömu sveif. Dromi segir að Olmert muni koma á óvart. "Ég þekki hann. Ég bý í Jerúsalem og hann var borgarstjóri þar. Þetta er erfiðasta borg í heimi og hann stýrði henni á mjög sannfærandi máta. Hann veit hvernig á að taka ákvarðanir. Það sem hann skortir reynslu í öryggismálum. Hann reiðir á forseta herráðsins. Ég held hann komi fólki ánægjulega á óvart."
Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira