Erlent

Lést í París Dakar rallinu

Caldecott var þaulvanur mótorhjólakappi. Þessi mynd var tekin af honum fyrr í keppninni.
Caldecott var þaulvanur mótorhjólakappi. Þessi mynd var tekin af honum fyrr í keppninni. MYND/AP

Ástralskur mótorhjólakappi lét lífið í slysi í níundu akstursleið í París Dakar rallinu í dag. Andy Caldecott varð 23. keppandinn frá upphafi til að láta lífið í keppninni sem er nú haldin í 28. skipti.

Caldecott var 41 árs og hafði unnið tvær síðustu akstursleiðirnar áður en hann lést. Enginn annar kom við sögu í slysinu. Caldecott lætur eftir sig konu og barn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×