Erlent

Maltverjar hamingjusamastir í heimi

Möltubúar eru hamingjusamastir allra þjóða samkvæmt árlegri hamingjukönnun Erasmus-háskólans í Rotterdam í Hollandi. Íslendingar eru tiltölulega hamingjusamir eða 63% þjóðarinnar. 74% Möltubúa segjast vera hamingjusamir og fylgja Danir og Svisslendingar hart á eftir. Þar á eftir koma Kanadabúar, Finnar og Íslendingar. Bandaríkjamenn eru í 16. sæti, á eftir Gvatemala og Úrúgvæ en þeir allra óhamingjusömustu eru íbúar Úkraínu og Simbabve en innan við 20% íbúa þeirra landa telja sig vera hamingjusama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×