Erlent

Stúlka lést eftir að marglytta stakk hana

Sjö ára gömul stúlka lést eftir að marglytta stakk hana við norðurströnd Ástralíu í gær. Stúlkan var að leik í sjónum þegar atvikið varð og missti hún skömmu síðar meðvitund. Hún var flutt í skyndingu á sjúkrahús en læknum tókst ekki að bjarga lífi telpunnar. Töluverður fjöldi marglyttna lifir í sjónum við norðurströnd Ástralíu og endrum og sinnum stinga þær fólk en dauðsföll af þeim völdum eru afar fátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×