Erlent

Líðan Sharons óbreytt

Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels er óbreytt eftir þriðju nóttina á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Hann fékk heilablóðfall af verstu gerð í fyrradag, en það verður líklega ekki fyrr en eftir nokkra daga sem í ljós kemur hve miklum heilaskemmdum hann hefur orðið fyrir. Sharon er enn haldið sofandi með sterkum lyfjum og læknar segja ekki hægt að meta ástandið fyrr en áhrif lyfjanna fjara út og Sharon vaknar aftur. Ef hann lifir af, er talið útilokað að hann geti nokkru sinni snúið aftur í stjórnmálin. Læknar Sharons ætla ekki að gefa frekari upplýsingar um ástand hans fyrr en eftir sólarlag í Ísrael í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×