Erlent

Óvænt heimsókn til Egyptalands og Sádí Arabíu

Forseti Sýrlands, Bashar Assad, fór í stutta en óvænta heimsókn til Sádí Arabíu og Egyptalands í gær. (LUM) Tilgangur ferðarinnar var að fá stuðning Arabaríkja vegna ásakana Sameinuðu þjóðanna um að sýrlensk stjórnvöld bæru ábyrgð á morði á fyrrum forsætisráðherra Líbanons Rafik Hariri. Sameinuðu þjóðirnar hafa verið harðorð í garð Sýrlendinga og sagt þá síður en svo hafa verið samvinnuþýða í að komast til botns í málinu. Ekki hafa fengist upplýsingar um niðurstöður málsins en talsmaður forseta Egyptalands sagði fundinn hafa verið góðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×