Fleiri fréttir Charles Kennedy hvattur til afsagnar vegna drykkjuvanda Einn helsti ráðgjafi Charles Kennedy, leiðtoga Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, hefur hótað að segja af sér ef Kennedy hættir ekki sem leiðtogi flokksins. Kennedy viðurkenndi í gær að hann ætti við áfengisvanda að stríða en ætlaði ekki að víkja þrátt fyrir háværar þar um. 6.1.2006 14:30 Nístandi kuldi í Kína Vetur konungur hefur heldur betur látið til sín taka í norðvesturhluta Kína að undanförnu. Mikil snjókoma og nístandi kuldi herjar á íbúa Xinjiang-héraðs og hefur frost mælst niður í fjörutíu og þrjár gráður. Þá er sums staðar sextíu sentímetra jafnfallinn snjór. 6.1.2006 14:00 Líðan Sharons hefur versnað Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur versnað til mikilla muna í morgun. Þórir Guðmundsson, fréttamaður NFS, er nýlentur í Jerúsalem þar sem hann fylgist grannt með þróun mála. Hann segir allt í mikilli óvissu um líðan Sharons. 6.1.2006 12:56 Sharon aftur undir hnífinn Nú fyrir nokkrum mínútum var byrjað að undirbúa aðgerð á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, eftir að hann gekkst undir heilaskönnun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá, en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar að svo stöddu. 6.1.2006 09:57 Þrettán látnir í óeirðum í fangelsi í Hondúras Þrettán fangar létust í óeirðum í hámarksöryggisfangelsi í Hondúras. Upp úr sauð eftir að til átaka kom á milli tveggja hópa fanga og skiptust þeir á skotum með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir byssur. Tekist hefur að ná tökum á ástandinu en uppþot sem þessi eru tíð í fangeslum í Hondúras. 6.1.2006 09:30 Mikið fannfergi í Japan Tvær aldraðar konur létust í Japan þegar hús þeirra gaf sig undan snjóþunga í borginni Hakusan, 300 kílómetra norðvestur af Tókýó. Eiginmaður annarrrar konunnar slapp lítið meiddur frá slysinu. Gríðarlega ofankoma hefur verið í Hakusan að undanförnu og var um eins og hálfs metra jafnfallinn snjór í borginni í morgun. 6.1.2006 09:15 Námuverkamaður settur í súrefnismeðferð Eini verkamaðurinn sem lifði af þegar sprenging varð í kolanámu í Vestur-Virginíu fyrr í vikunni hefur verið fluttur á sjúkrahús í Pittsburgh í Pennsylvaníu til súrefnismeðferðar. Læknar segja ástand Randals McCloy yngri enn alvarlegt en hann er í dái og hugsanlegt er að hann hafi hlotið heilaskaða. 6.1.2006 08:30 Tuttugu látnir eftir að gistihús hrundi í Mekka Að minnsta kosti tuttugu biðu bana og tæplega sextíu eru slasaðir eftir að átta hæða gistihús hrundi til grunna í Mekka í Sádi-Arabíu í gær. Byggingin var nánast tóm þegar slysið varð en margir voru á ferðinni nálægt gistihúsinu og urðu því undir brakinu. Um eitt þúsund björgunarsveitarmenn leita nú að fólki í rústum byggingarinnar. 6.1.2006 08:00 Ítölskum gíslum sleppt í Jemen Fimm ítölskum ferðamönnum sem rænt var í Jemen á nýársdag var sleppt í morgun, eftir því sem yfirvöld í Jemen greina frá. Það voru menn af tilteknum ættbálki í landinu sem rændu fólkinu en þeir kröfðust þess að ættingjum sínum yrði sleppt úr fangelsi. 6.1.2006 07:47 Sharon enn haldið sofandi í öndunarvél Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir heilablóðfallið sem hann fékk í fyrradag. Sharon gekkst undir sjö tíma langa aðgerð vegna heilablæðingarinnar í fyrrinótt og segja læknar við Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem, þar sem forsætisráðherrann dvelur, að honum verði haldið sofandi næstu tvo sólarhringana. 6.1.2006 07:19 Ein glæsilegasta íshátíð í heimi Í yfir tvo áratugi hefur kínverska borgin Harbin boðið gestum og gangandi upp á eina glæsilegustu íshátíð í heimi. Þúsundir manna söfnuðust saman þegar hátíðin var sett í dag í tuttugasta og annað sinn, en þar er að finna einstaklega fallegar byggingar gerðar úr ís. 5.1.2006 22:39 Námuverkamaðurinn sem bjargaðist liggur enn í dái Eini námuverkamaðurinn sem bjargaðist eftir að hafa lokast inn í Sago kolanámunni í Virginíu fylki fyrr í vikunni, liggur enn í dái. Læknar óttast að maðurinn hafi hlotið heilaskaða vegna slyssins. Alls fórust 12 námuverkamenn þegar sprenging varð í námunni. 5.1.2006 20:00 Al-Qaida hóta fleiri árásum þar til samtökin hafa náð völdum í Írak Á annað hundrað manns hefur látið lífið í tveimur sprengjuárásum í Írak í dag. Ekkert lát virðist vera á árásum í landinu en al-Qaida samtökin hafa sagt að þeim verði ekki hætt fyrr en Bandaríkjamenn verði á bak og burt og þau hafi náð völdum í landinu. 5.1.2006 19:46 Svarstýnir á bata Læknar Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, eru svartsýnir á að hann nái bata eftir heilablóðfallið sem hann fékk í gærkvöldi. Talsmaður Hamas-samtakanna segir gott að losna við Sharon, einn versta og grimmasta leiðtoga heimsins. Ehud Olmert, aðstoðarforsætisráðherra landsins, hefur tekið við völdum. 5.1.2006 19:34 Fjármálaráðherra Noregs hvetur norska neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael Fjármálaráðherra Noregs, Kristin Halvorsen, hefur hvatt norska neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael. Hún segir að með því geti fólk tjáð óánægju sína með meðferð Ísraela á Palestínumönnum. Flokkur hennar, Sósíalistik venstreparti, fer af stað með herferð til stuðnings Palestínumönnum í næsta mánuði og herferðin fær fullan stuðning fjármálaráðherra. 5.1.2006 17:48 Grunaður stríðsglæpamaður handtekinn í Bosníu-Herzegovínu Dragomir Abazovic, sem grunaður er um stríðsglæpi í Bosníustríðinu, var handtekinn í gær á heimili sínu í Rogatica í Bosníu-Herzegovínu. Friðargæsluliðar Evrópusambandsins réðust til atlögu á heimili hans og særðu hann, eiginkonu hans og son þeirra. Eiginkona hans lést og bæði Abazovic og sonur hans eru særðir. 5.1.2006 17:07 Enginn slasaðist í sprengjuárás sem gerð var á rútu í Kosovo Enginn slasaðist þegar sprengju var kastað á rútu sem var á ferð í Pristina í Kosovo í gærkvöldi. Rútan er mikið skemmd og þykir mildi að enginn þeirra 55 farþega sem voru í rútunni, hafi slasast. Þetta er önnur sprengjuárásin á innan við mánaðartímabili sem er gerð á rútu á þessari leið, frá bænum Dragas til Belgrad, höfuðborgar Serbíu. 5.1.2006 15:57 Fjölmargir pílagrímar létust þegar gisthús í Mekka hrundi Að minnsta kosti 15 pílagrímar létu lífið og um það bil 40 slösuðust þegar fjögurra hæða gistihús hrundi í borginni Mekka í Sádí Arabíu í dag. Rúmlega milljón múslimar eru í borginni vegna fimm daga trúarhátíðar sem nú stendur yfir. 5.1.2006 13:58 Á annað hundrað fallnir í árásum Á annað hundrað manns hafa farist og meira en 200 særst í ofbeldisverkum í Írak það sem af er degi. 225 hafa látist af völdum árása frá áramótum og nær 300 slasast. Vikan sem nú er að líða er því orðin ein sú blóðugasta frá því innrásin í Írak hófst í mars 2003. 5.1.2006 13:45 Segja örn hafa drepið tvö þúsund hreindýr Norskir hreindýrabændur fengu í fyrra greiddar bætur frá ríkinu vegna tvö þúsund dýra sem þeir segja að örn hafi drepið. Frá þessu er greint í norska blaðinu Verdens Gang. Alls fengu þeir 250 milljónir króna í bætur vegna 11.400 hreindýra sem annaðhvort örninn eða önnur rándýr eiga að hafa drepið. 5.1.2006 13:45 Tugir látast er hús hrynur í Sádí Arabíu Tugir pílagríma létust eftir að fjögurra hæða gistiheimili hrundi í Mekka í Sádi-Arabíu í dag 5.1.2006 12:53 Læknar svartsýnir á bata Sharons Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins. 5.1.2006 12:00 Yfir fjörtíu manns fallnir í írak í dag Að minnsta kosti fjörtíu manns hafa fallið í sprengjuárás í borginni Karbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. Þá eru um sextíu særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. Sprengjuárásin í morgun er önnur árásin á jafn mörgum dögum. Í gær særðust þrír í bílsprengjuárás, sú var fyrsta árásin sinnar tegundar í Karbala í rúmlega ár. 5.1.2006 11:44 Sharon liggur þungt haldinn Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins 5.1.2006 11:41 Í það minnsta 80 fórust Í það minnsta 31 fórst og 30 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Ramadi í Írak í morgun. Karlmaður sprengdi sig og viðstadda þá í loft upp fyrir framan ráðningarstöð hers og lögreglu. Þetta er önnur mannskæða árásin í Írak í morgun. 5.1.2006 11:15 Dæmd fyrir að bjóða flensusprautur án leyfis Hjúkrunarkona í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir að bjóða flensusprautur án leyfis á háskólalóð. Hún sprautaði um fjörtíu manns með útvötnuðu bóluefni sem ekkert gagn var í. Hún drýgði bóluefnið með saltvatni og hafði heilar 36 þúsund krónur upp úr krafsinu. 5.1.2006 10:30 Lík þess síðasta sem var saknað fundið Björgunarmenn hafa fundið lík síðustu manneskjunnar, sem vitað er til þess að hafi verið saknað, í rústum skautahallar sem féll saman á mánudag í Þýskalandi. Alls létust því 15 manns í slysinu, þar af tólf börn. 5.1.2006 10:00 Hvetur landa sína til að sniðganga vörur frá Ísrael Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur hvatt landa sína til að sniðaganga vörur frá Ísrael vegna óánægju með stefnu Ísraela í málefnum Palestínu. Flokkur hennar, Sósíalíski vinstriflokkurinn, hefur í lok mánaðarins átak til þess að auka skilning á málstað Palestínu og hvatningin er liður í því. 5.1.2006 09:45 Þrjú lík til viðbótar fundust í skautahöll í Þýskalandi Björgunarmenn hafa fundið lík þriggja manna til viðbótar sem létust þegar þak skautahallar í bænum Bad Reichenall í Þýskalandi hrundi undan snjóþunga á mánudag. Alls hafa því fjórtán fundist látnir eftir slysið, flestir þeirra börn og unglingar. Þá er eins enn saknað. 5.1.2006 09:30 Úkraínumenn greiða tvöfalt hærra verð fyrir gasið Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í Moskvu í gær, að samkomulag við stjórnvöld í Úkraínu um kaup á gasi frá Rússlandi á hærra verði en áður, yrði til að tryggja stöðugt framboð á gasi til annarra Evrópuríkja. Munu Úkraínumenn greiða að jafnvirði um sex þúsund krónum fyrir hverja þúsund rúmmetra af gasi frá Rússlandi sem er tvöfallt hærri upphæð frá því sem áður var. 5.1.2006 09:15 Um fimmtíu létust í árásinni 49 hið minnsta létu lífið í sprengjuárás í borginni Kerbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. 58 eru særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. 5.1.2006 08:54 Biðjast afsökunar á röngum upplýsingum Forsvarsmenn kolanámunnar í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum, þar sem 12 námuverkamenn létu lífið eftir að sprenging varð, segjast harma það innilega að ættingjum og ástvinum hinna látnu hafi borist rangar upplýsingar um að mennirnir væru á lífi. Aðstandendur komu saman við kirkju í ríkinu í gær til að minnast hinna látnu. 5.1.2006 08:45 Ellefu létust í sprengjuárás Ellefu létust og átján særðust í sprengingu í Kerbala í Írak fyrir fáeinum mínútum. Þetta er önnur sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum en í gær særðust þrír í bílsprengjuárás en hún var sú fyrsta sinnar tegundar í borginni síðan í desember 2004. 5.1.2006 08:01 Systkin látast úr fuglaflensu í Tyrklandi Fjórtán ára drengur og systir hans hafa látist af völdum fuglaflensu í Tyrklandi síðan í gær. Þetta eru fyrstu tilfelli þess að fólk láti lífið þar af völdum veikinnar. Heilbrigðisráðherra Tyrklands greindi frá dauða drengsins á blaðamannafundi og fregnir af dauða systur hans bárust svo í morgun. 5.1.2006 08:00 Sharon enn í lífshættu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn. Læknar segja batahorfur hans ekki vera góðar þó tekist hafi að stöðva blæðingar í heila. 5.1.2006 07:51 Reyndu að brjóta niður girðingar á Gasasvæðinu Hópur herskárra Palestínumanna stal tveimur jarðýtum í gær og hóf að reyna að brjóta niður landamæragirðingu milli Gasasvæðisins og Egyptalands. Mennirnir voru að mótmæla því að einn leiðtoga þeirra hafi verið handtekinn af palestínsku lögreglunni en hann er grunaður um aðild að ráni á þremur Bretum á Gasaströndinni í síðustu viku. 5.1.2006 07:30 Sharon sagður lamaður fyrir neðan mitti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn og segja læknar batahorfur ekki vera góðar. 5.1.2006 07:09 Sharon aftur á sjúkrahús eftir heilablóðfall Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Jerúsalem í kvöld eftir að hafa fengið heilablóðfall. Aðeins eru tæpar þrjár vikur síðan Sharon var lagður inn á spítalann, einnig vegna heilablóðfalls, sem reyndist minniháttar. Heilablóðfallið sem ráðherrann fékk í kvöld er hins vegar mun alvarlegra, að því er ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir lækni á sjúkrahúsinu. 4.1.2006 21:36 Rodney Coronado dæmdur Dýraverndunarsinni sem sökkti tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist í Bandaríkjunum. Hann er talinn forsprakki í hópi sem lögregla í Bandaríkjunum segir að sé stórhættuleg hryðjuverkasamtök. 4.1.2006 19:12 Allir nema einn létust í námuslysinu Gleði breyttist í mikla sorg og reiði þegar ættingjum manna sem lokuðust af í kolanámu í Bandaríkjunum var fyrst sagt að allir nema einn hefðu komist lífs af, en þremur klukkustundum síðar að einn hefði lifað en allir hinir látið lífið. 4.1.2006 18:45 Skæruliðahópur sprengdi olíuholur- og leiðslur Skæruliðahópur í Kólumbíu sprengdi átta olíuborholur og þrjár olíuleiðslur í Amason-regnskógunum í loft upp í gær. Olían hefur valdið miklum umhverfisspjöllum og liggur nú á 100 km löngum kafla árinnar Putumayo. 4.1.2006 13:00 Rússar og Úkraínumenn komast að samkomulagi Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi í gasdeilunni. En rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði fyrir gassölu til Úkraínu í fyrradag vegna ósættis um verðlag. Evrópskir fjölmiðlar segja gjörðir Rússa hafa gert heimsbyggðina tortryggna gagnvart Pútín forseta og stjórnvöldum í landinu. 4.1.2006 12:21 Náðu samkomulagi í gasdeilu Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi í gasdeilunni. En rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði fyrir gassölu til Úkraínu í fyrradag vegna ósættis um verðlag. Evrópskir fjölmiðlar segja gjörðir Rússa hafa gert heimsbyggðina tortryggna gagnvart Pútín forseta og stjórnvöldum í landinu. 4.1.2006 12:15 Yfir þrjátíu féllu í jarðarför í Írak Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og yfir fjörtíu eru særðir eftir að sprengja sprakk í útför háttsetts sjíta múslima um nítíu kílómetra frá Bagdad, höfuðborgar Íraks í morgun. Hópur uppreisnarmanna hóf skothrí í miðri útför og er um blóðugustu árás að ræða eftir kosningar í landinu sem fram fóru þann 15. desember síðastliðinn. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum. 4.1.2006 12:14 Omri segir af sér Omri Sharon, sonur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt af sér þingmennsku. Omri var ákærður fyrir að taka við erlendum fjárframlögum til að standa straum af kosningabaráttu föður síns fyrir Likud-flokkinn árið 1999. Forsætisráðherrann verður þó ekki ákærður vegna skorts á sönnunum 4.1.2006 12:11 Sjá næstu 50 fréttir
Charles Kennedy hvattur til afsagnar vegna drykkjuvanda Einn helsti ráðgjafi Charles Kennedy, leiðtoga Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, hefur hótað að segja af sér ef Kennedy hættir ekki sem leiðtogi flokksins. Kennedy viðurkenndi í gær að hann ætti við áfengisvanda að stríða en ætlaði ekki að víkja þrátt fyrir háværar þar um. 6.1.2006 14:30
Nístandi kuldi í Kína Vetur konungur hefur heldur betur látið til sín taka í norðvesturhluta Kína að undanförnu. Mikil snjókoma og nístandi kuldi herjar á íbúa Xinjiang-héraðs og hefur frost mælst niður í fjörutíu og þrjár gráður. Þá er sums staðar sextíu sentímetra jafnfallinn snjór. 6.1.2006 14:00
Líðan Sharons hefur versnað Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur versnað til mikilla muna í morgun. Þórir Guðmundsson, fréttamaður NFS, er nýlentur í Jerúsalem þar sem hann fylgist grannt með þróun mála. Hann segir allt í mikilli óvissu um líðan Sharons. 6.1.2006 12:56
Sharon aftur undir hnífinn Nú fyrir nokkrum mínútum var byrjað að undirbúa aðgerð á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, eftir að hann gekkst undir heilaskönnun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá, en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar að svo stöddu. 6.1.2006 09:57
Þrettán látnir í óeirðum í fangelsi í Hondúras Þrettán fangar létust í óeirðum í hámarksöryggisfangelsi í Hondúras. Upp úr sauð eftir að til átaka kom á milli tveggja hópa fanga og skiptust þeir á skotum með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir byssur. Tekist hefur að ná tökum á ástandinu en uppþot sem þessi eru tíð í fangeslum í Hondúras. 6.1.2006 09:30
Mikið fannfergi í Japan Tvær aldraðar konur létust í Japan þegar hús þeirra gaf sig undan snjóþunga í borginni Hakusan, 300 kílómetra norðvestur af Tókýó. Eiginmaður annarrrar konunnar slapp lítið meiddur frá slysinu. Gríðarlega ofankoma hefur verið í Hakusan að undanförnu og var um eins og hálfs metra jafnfallinn snjór í borginni í morgun. 6.1.2006 09:15
Námuverkamaður settur í súrefnismeðferð Eini verkamaðurinn sem lifði af þegar sprenging varð í kolanámu í Vestur-Virginíu fyrr í vikunni hefur verið fluttur á sjúkrahús í Pittsburgh í Pennsylvaníu til súrefnismeðferðar. Læknar segja ástand Randals McCloy yngri enn alvarlegt en hann er í dái og hugsanlegt er að hann hafi hlotið heilaskaða. 6.1.2006 08:30
Tuttugu látnir eftir að gistihús hrundi í Mekka Að minnsta kosti tuttugu biðu bana og tæplega sextíu eru slasaðir eftir að átta hæða gistihús hrundi til grunna í Mekka í Sádi-Arabíu í gær. Byggingin var nánast tóm þegar slysið varð en margir voru á ferðinni nálægt gistihúsinu og urðu því undir brakinu. Um eitt þúsund björgunarsveitarmenn leita nú að fólki í rústum byggingarinnar. 6.1.2006 08:00
Ítölskum gíslum sleppt í Jemen Fimm ítölskum ferðamönnum sem rænt var í Jemen á nýársdag var sleppt í morgun, eftir því sem yfirvöld í Jemen greina frá. Það voru menn af tilteknum ættbálki í landinu sem rændu fólkinu en þeir kröfðust þess að ættingjum sínum yrði sleppt úr fangelsi. 6.1.2006 07:47
Sharon enn haldið sofandi í öndunarvél Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir heilablóðfallið sem hann fékk í fyrradag. Sharon gekkst undir sjö tíma langa aðgerð vegna heilablæðingarinnar í fyrrinótt og segja læknar við Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem, þar sem forsætisráðherrann dvelur, að honum verði haldið sofandi næstu tvo sólarhringana. 6.1.2006 07:19
Ein glæsilegasta íshátíð í heimi Í yfir tvo áratugi hefur kínverska borgin Harbin boðið gestum og gangandi upp á eina glæsilegustu íshátíð í heimi. Þúsundir manna söfnuðust saman þegar hátíðin var sett í dag í tuttugasta og annað sinn, en þar er að finna einstaklega fallegar byggingar gerðar úr ís. 5.1.2006 22:39
Námuverkamaðurinn sem bjargaðist liggur enn í dái Eini námuverkamaðurinn sem bjargaðist eftir að hafa lokast inn í Sago kolanámunni í Virginíu fylki fyrr í vikunni, liggur enn í dái. Læknar óttast að maðurinn hafi hlotið heilaskaða vegna slyssins. Alls fórust 12 námuverkamenn þegar sprenging varð í námunni. 5.1.2006 20:00
Al-Qaida hóta fleiri árásum þar til samtökin hafa náð völdum í Írak Á annað hundrað manns hefur látið lífið í tveimur sprengjuárásum í Írak í dag. Ekkert lát virðist vera á árásum í landinu en al-Qaida samtökin hafa sagt að þeim verði ekki hætt fyrr en Bandaríkjamenn verði á bak og burt og þau hafi náð völdum í landinu. 5.1.2006 19:46
Svarstýnir á bata Læknar Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, eru svartsýnir á að hann nái bata eftir heilablóðfallið sem hann fékk í gærkvöldi. Talsmaður Hamas-samtakanna segir gott að losna við Sharon, einn versta og grimmasta leiðtoga heimsins. Ehud Olmert, aðstoðarforsætisráðherra landsins, hefur tekið við völdum. 5.1.2006 19:34
Fjármálaráðherra Noregs hvetur norska neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael Fjármálaráðherra Noregs, Kristin Halvorsen, hefur hvatt norska neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael. Hún segir að með því geti fólk tjáð óánægju sína með meðferð Ísraela á Palestínumönnum. Flokkur hennar, Sósíalistik venstreparti, fer af stað með herferð til stuðnings Palestínumönnum í næsta mánuði og herferðin fær fullan stuðning fjármálaráðherra. 5.1.2006 17:48
Grunaður stríðsglæpamaður handtekinn í Bosníu-Herzegovínu Dragomir Abazovic, sem grunaður er um stríðsglæpi í Bosníustríðinu, var handtekinn í gær á heimili sínu í Rogatica í Bosníu-Herzegovínu. Friðargæsluliðar Evrópusambandsins réðust til atlögu á heimili hans og særðu hann, eiginkonu hans og son þeirra. Eiginkona hans lést og bæði Abazovic og sonur hans eru særðir. 5.1.2006 17:07
Enginn slasaðist í sprengjuárás sem gerð var á rútu í Kosovo Enginn slasaðist þegar sprengju var kastað á rútu sem var á ferð í Pristina í Kosovo í gærkvöldi. Rútan er mikið skemmd og þykir mildi að enginn þeirra 55 farþega sem voru í rútunni, hafi slasast. Þetta er önnur sprengjuárásin á innan við mánaðartímabili sem er gerð á rútu á þessari leið, frá bænum Dragas til Belgrad, höfuðborgar Serbíu. 5.1.2006 15:57
Fjölmargir pílagrímar létust þegar gisthús í Mekka hrundi Að minnsta kosti 15 pílagrímar létu lífið og um það bil 40 slösuðust þegar fjögurra hæða gistihús hrundi í borginni Mekka í Sádí Arabíu í dag. Rúmlega milljón múslimar eru í borginni vegna fimm daga trúarhátíðar sem nú stendur yfir. 5.1.2006 13:58
Á annað hundrað fallnir í árásum Á annað hundrað manns hafa farist og meira en 200 særst í ofbeldisverkum í Írak það sem af er degi. 225 hafa látist af völdum árása frá áramótum og nær 300 slasast. Vikan sem nú er að líða er því orðin ein sú blóðugasta frá því innrásin í Írak hófst í mars 2003. 5.1.2006 13:45
Segja örn hafa drepið tvö þúsund hreindýr Norskir hreindýrabændur fengu í fyrra greiddar bætur frá ríkinu vegna tvö þúsund dýra sem þeir segja að örn hafi drepið. Frá þessu er greint í norska blaðinu Verdens Gang. Alls fengu þeir 250 milljónir króna í bætur vegna 11.400 hreindýra sem annaðhvort örninn eða önnur rándýr eiga að hafa drepið. 5.1.2006 13:45
Tugir látast er hús hrynur í Sádí Arabíu Tugir pílagríma létust eftir að fjögurra hæða gistiheimili hrundi í Mekka í Sádi-Arabíu í dag 5.1.2006 12:53
Læknar svartsýnir á bata Sharons Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins. 5.1.2006 12:00
Yfir fjörtíu manns fallnir í írak í dag Að minnsta kosti fjörtíu manns hafa fallið í sprengjuárás í borginni Karbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. Þá eru um sextíu særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. Sprengjuárásin í morgun er önnur árásin á jafn mörgum dögum. Í gær særðust þrír í bílsprengjuárás, sú var fyrsta árásin sinnar tegundar í Karbala í rúmlega ár. 5.1.2006 11:44
Sharon liggur þungt haldinn Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins 5.1.2006 11:41
Í það minnsta 80 fórust Í það minnsta 31 fórst og 30 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Ramadi í Írak í morgun. Karlmaður sprengdi sig og viðstadda þá í loft upp fyrir framan ráðningarstöð hers og lögreglu. Þetta er önnur mannskæða árásin í Írak í morgun. 5.1.2006 11:15
Dæmd fyrir að bjóða flensusprautur án leyfis Hjúkrunarkona í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir að bjóða flensusprautur án leyfis á háskólalóð. Hún sprautaði um fjörtíu manns með útvötnuðu bóluefni sem ekkert gagn var í. Hún drýgði bóluefnið með saltvatni og hafði heilar 36 þúsund krónur upp úr krafsinu. 5.1.2006 10:30
Lík þess síðasta sem var saknað fundið Björgunarmenn hafa fundið lík síðustu manneskjunnar, sem vitað er til þess að hafi verið saknað, í rústum skautahallar sem féll saman á mánudag í Þýskalandi. Alls létust því 15 manns í slysinu, þar af tólf börn. 5.1.2006 10:00
Hvetur landa sína til að sniðganga vörur frá Ísrael Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur hvatt landa sína til að sniðaganga vörur frá Ísrael vegna óánægju með stefnu Ísraela í málefnum Palestínu. Flokkur hennar, Sósíalíski vinstriflokkurinn, hefur í lok mánaðarins átak til þess að auka skilning á málstað Palestínu og hvatningin er liður í því. 5.1.2006 09:45
Þrjú lík til viðbótar fundust í skautahöll í Þýskalandi Björgunarmenn hafa fundið lík þriggja manna til viðbótar sem létust þegar þak skautahallar í bænum Bad Reichenall í Þýskalandi hrundi undan snjóþunga á mánudag. Alls hafa því fjórtán fundist látnir eftir slysið, flestir þeirra börn og unglingar. Þá er eins enn saknað. 5.1.2006 09:30
Úkraínumenn greiða tvöfalt hærra verð fyrir gasið Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í Moskvu í gær, að samkomulag við stjórnvöld í Úkraínu um kaup á gasi frá Rússlandi á hærra verði en áður, yrði til að tryggja stöðugt framboð á gasi til annarra Evrópuríkja. Munu Úkraínumenn greiða að jafnvirði um sex þúsund krónum fyrir hverja þúsund rúmmetra af gasi frá Rússlandi sem er tvöfallt hærri upphæð frá því sem áður var. 5.1.2006 09:15
Um fimmtíu létust í árásinni 49 hið minnsta létu lífið í sprengjuárás í borginni Kerbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. 58 eru særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. 5.1.2006 08:54
Biðjast afsökunar á röngum upplýsingum Forsvarsmenn kolanámunnar í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum, þar sem 12 námuverkamenn létu lífið eftir að sprenging varð, segjast harma það innilega að ættingjum og ástvinum hinna látnu hafi borist rangar upplýsingar um að mennirnir væru á lífi. Aðstandendur komu saman við kirkju í ríkinu í gær til að minnast hinna látnu. 5.1.2006 08:45
Ellefu létust í sprengjuárás Ellefu létust og átján særðust í sprengingu í Kerbala í Írak fyrir fáeinum mínútum. Þetta er önnur sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum en í gær særðust þrír í bílsprengjuárás en hún var sú fyrsta sinnar tegundar í borginni síðan í desember 2004. 5.1.2006 08:01
Systkin látast úr fuglaflensu í Tyrklandi Fjórtán ára drengur og systir hans hafa látist af völdum fuglaflensu í Tyrklandi síðan í gær. Þetta eru fyrstu tilfelli þess að fólk láti lífið þar af völdum veikinnar. Heilbrigðisráðherra Tyrklands greindi frá dauða drengsins á blaðamannafundi og fregnir af dauða systur hans bárust svo í morgun. 5.1.2006 08:00
Sharon enn í lífshættu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn. Læknar segja batahorfur hans ekki vera góðar þó tekist hafi að stöðva blæðingar í heila. 5.1.2006 07:51
Reyndu að brjóta niður girðingar á Gasasvæðinu Hópur herskárra Palestínumanna stal tveimur jarðýtum í gær og hóf að reyna að brjóta niður landamæragirðingu milli Gasasvæðisins og Egyptalands. Mennirnir voru að mótmæla því að einn leiðtoga þeirra hafi verið handtekinn af palestínsku lögreglunni en hann er grunaður um aðild að ráni á þremur Bretum á Gasaströndinni í síðustu viku. 5.1.2006 07:30
Sharon sagður lamaður fyrir neðan mitti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn og segja læknar batahorfur ekki vera góðar. 5.1.2006 07:09
Sharon aftur á sjúkrahús eftir heilablóðfall Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Jerúsalem í kvöld eftir að hafa fengið heilablóðfall. Aðeins eru tæpar þrjár vikur síðan Sharon var lagður inn á spítalann, einnig vegna heilablóðfalls, sem reyndist minniháttar. Heilablóðfallið sem ráðherrann fékk í kvöld er hins vegar mun alvarlegra, að því er ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir lækni á sjúkrahúsinu. 4.1.2006 21:36
Rodney Coronado dæmdur Dýraverndunarsinni sem sökkti tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist í Bandaríkjunum. Hann er talinn forsprakki í hópi sem lögregla í Bandaríkjunum segir að sé stórhættuleg hryðjuverkasamtök. 4.1.2006 19:12
Allir nema einn létust í námuslysinu Gleði breyttist í mikla sorg og reiði þegar ættingjum manna sem lokuðust af í kolanámu í Bandaríkjunum var fyrst sagt að allir nema einn hefðu komist lífs af, en þremur klukkustundum síðar að einn hefði lifað en allir hinir látið lífið. 4.1.2006 18:45
Skæruliðahópur sprengdi olíuholur- og leiðslur Skæruliðahópur í Kólumbíu sprengdi átta olíuborholur og þrjár olíuleiðslur í Amason-regnskógunum í loft upp í gær. Olían hefur valdið miklum umhverfisspjöllum og liggur nú á 100 km löngum kafla árinnar Putumayo. 4.1.2006 13:00
Rússar og Úkraínumenn komast að samkomulagi Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi í gasdeilunni. En rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði fyrir gassölu til Úkraínu í fyrradag vegna ósættis um verðlag. Evrópskir fjölmiðlar segja gjörðir Rússa hafa gert heimsbyggðina tortryggna gagnvart Pútín forseta og stjórnvöldum í landinu. 4.1.2006 12:21
Náðu samkomulagi í gasdeilu Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi í gasdeilunni. En rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði fyrir gassölu til Úkraínu í fyrradag vegna ósættis um verðlag. Evrópskir fjölmiðlar segja gjörðir Rússa hafa gert heimsbyggðina tortryggna gagnvart Pútín forseta og stjórnvöldum í landinu. 4.1.2006 12:15
Yfir þrjátíu féllu í jarðarför í Írak Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og yfir fjörtíu eru særðir eftir að sprengja sprakk í útför háttsetts sjíta múslima um nítíu kílómetra frá Bagdad, höfuðborgar Íraks í morgun. Hópur uppreisnarmanna hóf skothrí í miðri útför og er um blóðugustu árás að ræða eftir kosningar í landinu sem fram fóru þann 15. desember síðastliðinn. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum. 4.1.2006 12:14
Omri segir af sér Omri Sharon, sonur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt af sér þingmennsku. Omri var ákærður fyrir að taka við erlendum fjárframlögum til að standa straum af kosningabaráttu föður síns fyrir Likud-flokkinn árið 1999. Forsætisráðherrann verður þó ekki ákærður vegna skorts á sönnunum 4.1.2006 12:11