Erlent

Fjöldaslátrun á fuglum fyrirhuguð í Istanbul

Mynd/Vísir

Niðurstöður rannsókna á sýnum úr 12 sjúklingum í Istanbúl í Tyrklandi benda ekki til þess að þeir séu með fuglaflensusmit. Fjöldaslátrun á fuglum er fyrirhuguð í nokkrum úthverfum Istanbul, fjölmennustu borg landsins, þar sem fátækir íbúar, sem flutt hafa til borgarinnar fá sveitum landsins, búa. En þeir ala fugla sér til viðurværis. Sjö sjúkrahús hafa verið í viðbragðsstöðu í Tyrklandi eftir að upplýsingar um að 14 einstaklingar væru smitaðir af H5N1 afbrigði fuglaflensuveirunnar en þar á meðal voru tvö börn sem létust í síðustu viku, fyrstu einstaklingarnir sem látast af völdum veirunnar í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×