Erlent

Geðsjúkur maður ógnaði fólki með hníf í Albertslundi í Danmörku

Geðsjúkur maður, sem lögreglan í bænum Albertslund, skammt frá Kaupmannahöfn, skaut á sunnudag, lést í dag af sárum sínum. Þetta kemur fram í danska dagblaðinu Berlingske Tidende í dag.

Lögreglan var kölluð að heimili í Albertslundi í gær þar sem maður ógnaði konu með stórum eldhúshníf. Þegar lögregla kom á staðinn stökk maðurinn út um glugga og lagði á flótta.

Á leið sinni veitti maðurinn sjálfum sér áverka með hnífnum og ógnaði lögreglumönnum. Svo fór að einn lögreglumanna skaut manninn í báða fæturna til að stöðva flótta hans. Svo virðist sem blóðmissir hafi dregið manninn til dauða og þar hafi helst verið um að kenna þeim sárum sem maðurinn veitti sér sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×