Erlent

Talibanar hóta áframhaldandi árásum í Afganistan

Hamid Karzai forseti Afganistan
Hamid Karzai forseti Afganistan MYND/AP

Leiðtogi Talibana í Afganistan, Mohammad Omar, sagði í gær að heilögu stríð gegn bandaríska hernámsliðinu í landinu yrði haldið áfram. Ásrásir myndu færast í aukana á nýju ári og ekki linna fyrr en Bandaríkjamenn væru farnir frá Írak. Omar, sem hefur farið huldu höfði síðan Talibana-stjórnin var hrakin frá völdum í lok árs 2001, sagði að Bandaríkjamenn væru höfuðóvinir Islam. Yfir 2200 bandarískir hermenn hafa fallið í landinu frá árinu 2003 en Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að góð tíu ár taki að koma á friði í Írak og þangað til verði herinn í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×