Fleiri fréttir Hervélmenni til Íraks Bandaríkjastjórn hyggst senda átján vélbyssuvopnuð vélmenni til Íraks á næstunni. Kostirnir eru ótvíræðir: þessir hermenn þurfa hvorki að sofa né borða, ekki þarf að klæða þá eða þjálfa og því síður hvetja til dáða eða borga þeim eftirlaun. Gallarnir eru hins vegar þeir að vélhermaðurinn nær aðeins um sjö kílómetra hraða á klukkustund og eftir um klukkustundartörn eru rafhlöðurnar búnar og vélmennið stöðvast. 4.2.2005 00:01 Varar Sýrlendinga og Írana við Bush Bandaríkjaforseti notaði stefnuræðu sína í gær meðal annars til að vara bæði Sýrlendinga og Írana við því að eiga samstarf við hryðjuverkahópa. Ljóst þykir að Bandaríkjastjórn mun á næstunni beina sjónum sínum að þessum tveimur löndum. 3.2.2005 00:01 Stjórnarskipan frestað í Úkraínu Þingumræðum um skipan nýrrar ríkisstjórnar Úkraínu hefur verið frestað að ósk hins nýja forseta landsins, Viktors Júsjenko. Hann átti að tilkynna ráðherratilnefningar sínar í dag en að sögn talsmanns úkraínska þingsins bað Júsjenko, sem legið hefur sveittur yfir málinu nú í vikutíma, um lengri frest til stjórnarmyndunarinnar. 3.2.2005 00:01 Morfín og vopn finnast í helli Þrjú tonn af morfíni og mikið magn vopna voru gerð upptæk í helli í Pakistan fyrr í dag. Varningurinn er metinn á tugi milljóna bandaríkjadala en á meðal vopnanna sem fundust voru flugskeyti og sprengjuvörpur. Enginn var handtekinn í tengslum við málið enda hellirinn, sem staðsettur er nærri landamærunum að Afganistan, mannlaus þegar lögreglu bar að. 3.2.2005 00:01 Á Hótel mömmu framundir fertugt Meira en fjórði hver Ítali á aldrinum 30 til 34 ára býr enn í foreldrahúsum. Mun fleiri karlmenn en konur búa enn í foreldrahúsum á þessum aldri, 18 prósent kvenna eru enn í heimahúsum en 36,5 prósent karlmanna búa enn á Hótel mömmu samkvæmt útreikningum hagstofunnar Eurispes. 3.2.2005 00:01 Geta þjáðst í mörg ár Svo getur farið að níu af hverjum tíu sem eiga um sárt að binda af völdum flóðbylgjunnar á annan í jólum þurfi að takast á við sálræn eftirköst um mörg ókomin ár. 3.2.2005 00:01 Mesta atvinnuleysi frá í kreppunni Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið meira frá stríðslokum en það er nú og í síðasta mánuði fór fjöldi atvinnulausra Þjóðverja í fyrsta sinn yfir fimm milljónir. Ástæðan er þó að hluta til sú að breytt talning bætir 222 þúsund manns á atvinnuleysisskrá. 3.2.2005 00:01 Jass gegn svefnleysi Fólk sem á erfitt með svefn gæti gert margt vitlausara en að hlusta á jass áður en það fer að sofa. Samkvæmt nýrri taívanskri rannsókn á fólk sem hlustað hefur á jass í 45 mínútur áður en það fer að sofa, auðveldara með svefn en fólk sem hefur ekki hlustað á djass eða hefur hlustað á hraðari tónlist. 3.2.2005 00:01 Forsætisráðherra fannst látinn Zurab Zhavnia, forsætisráðherra Georgíu, fannst látinn á heimili vinar síns. Svo virðist sem gaseitrun hafi orðið honum og vini hans að aldurtila. 3.2.2005 00:01 Lífeyrismál í brennidepli Uppstokkun bandaríska lífeyriskerfisins var helsta áherslumál George W. Bush Bandaríkjaforseta þegar hann flutti stefnuræðu sína í fyrrinótt. "Við verðum að tryggja lífeyriskerfið til frambúðar, ekki að láta verkefnið bíða seinni tíma," sagði hann. 3.2.2005 00:01 Bæjarstjóri fyrir rétt Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York ríki í Bandaríkjunum þarf að svara til saka fyrir að hafa gefið saman samkynhneigð pör. Samkvæmt bandarískum lögum er einungis heimilt að gefa saman karl og konu en ekki einstaklinga af sama kyni. 3.2.2005 00:01 Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01 Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina.</font /></b /> 3.2.2005 00:01 Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01 Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3.2.2005 00:01 Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3.2.2005 00:01 Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01 Vantrauststillaga á ríkisstjórnina Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Búlgaríu hafa lýst yfir vantrausti á ríkisstjórn landsins, nú þegar fimm mánuðir eru fram að þingkosningum. Stjórnarflokkarnir í Búlgaríu eru í minnihluta á þinginu og því getur vel farið svo að stjórnin verði felld í atkvæðagreiðslu um tillöguna. 3.2.2005 00:01 Breskir hermenn ákærðir fyrir morð Sjö breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Í ákæruskjalinu segir að hermennirnir hafi myrt manninn í maí í fyrra í vegkanti í Suður-Írak. Mennirnir verða leiddir fyrir herrétt en ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin hefjast. 3.2.2005 00:01 Læstar inni í fangelsi fátæktar Nelson Mandela skoraði í dag á G7, samtök sjö ríkustu þjóða heims, að stuðla að minni fátækt í heiminum með því meðal annars að leggja aukið fé í hjálparstarf og fella niður skuldir á fátækustu ríkjum veraldar. Mandela er nú staddur í Lundúnum þar sem fjármálaráðherrar aðildarlandanna eru samankomnir á ráðstefnu hjá G7-samtökunum. 3.2.2005 00:01 Sleppa hundruðum Palestínumanna Ísraelsstjórn hefur ákveðið að sleppa nokkur hundruð Palestínumönnum úr fangelsi og draga herafla sinn frá borgum Vesturbakka Jórdanar. Þessi ákvörðun miðar að því að koma til móts við þær tilslakanir sem stjórnvöld í Palestínu hafa þegar gert en uppreisnarhópar Palestínumanna hafa samþykkt óformlegt vopnahlé. 3.2.2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar fá á baukinn Sameinuðu þjóðirnar fá á baukinn í nýrri rannsóknarskýrslu sem birtist nú síðdegis um olíusöluáætlunina sem var við lýði þegar Saddam Hussein var við völd í Írak. Samkvæmt skýrslunni var framkvæmd áætlunarinnar gölluð og spilling þreifst meðal þeirra embættismanna Sameinuðu þjóðanna sem sáu um málið. 3.2.2005 00:01 Slagsmál á körfuboltaleik Bandarískar skólastúlkur gengu berserksgang á körfuboltaleik í Alabama á þriðjudaginn, hentu stólum hver í aðra og tókust á. Slagsmálin eru tengd deilum á milli andstæðra klíkna í skólanum en liðin tvö sem áttust við hafa líka lengi eldað grátt silfur saman. 3.2.2005 00:01 HIV-smitaður í 17 ár Fyrrverandi menningarmálaráðherra í stjórn Tonys Blair, Chris Smith, upplýsti í samtali við Sunday Times í gær að hann hefði verið HIV-smitaður í 17 ár. Smith, sem er 53 ára, sagðist ekki hafa greint Blair frá þessu árið 1997 þegar hann varð fyrsti ráðherrann í Bretlandi til að opinbera samkynhneigð sína. 31.1.2005 00:01 16 sóttir til saka 16 manns hefur verið stefnt fyrir dómstóla í Frakklandi vegna eldsvoða í Mont Blanc-göngunum árið 1999. Eldsvoðinn varð 39 manns að bana. Sakborningar eru ákærðir fyrir manndráp og sækjendur munu fara fram á sektir og allt að þriggja ára fangelsi. Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti þrjá mánuði, en undirbúningur hefur staðið í fjögur og hálft ár. 31.1.2005 00:01 Málefnin ekki í forgrunni Rúm vika er þar til þingkosningar verða haldnar í Danmörku. Skoðanakannanir sýna að stjórnarflokkarnir haldi meirihluta sínum. Íraksstríðið hefur ekki orðið að kosningamáli. </font /></b /> 31.1.2005 00:01 Bardagar í Kúveit Nokkrir lögreglumenn og uppreisnarmenn hafa fallið í valinn í byssubardögum í Kúveit í morgun. Til átaka kom í suðurhluta landsins þar sem lögreglumenn leituðu níu uppreisnarmanna. Bardagarnir standa enn og því talið líklegt að fleiri eigi eftir að falla. 31.1.2005 00:01 Úrslit eftir átta til tíu daga Talning atkvæða eftir þingkosningar í Írak er hafin en ekki er búist við að úrslit kosninganna liggi fyrir fyrr en eftir átta til tíu daga. Flest bendir til þess að sameinuð hreyfing sjíta sem framfylgir stefnu trúarleiðtogans Alis al-Sistanis beri sigur úr býtum. 31.1.2005 00:01 Flugvél hrapaði í Írak Talið er að á milli tíu og fimmtán breskir hermenn hafi látið lífið í gærkvöldi þegar bresk hergagnaflugvél hrapaði norður af Bagdad. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en varnarmálaráðuneyti Bretlands rannsakar nú tildrög þess. Skilyrði voru öll með besta móti auk þess sem vélar af þessu tagi hafa hingað til þótt mjög öruggar. 31.1.2005 00:01 Rússar njósna um Bandaríkin Rússneskir njósnarar í Bandaríkjunum eru ekki færri um þessar mundir en sovéskir njósnarar í landinu á tímum kalda stríðsins, að mati háttsettra embættismanna innan bandarísku leyniþjónustunnar. Frá þessu greinir tímaritið Time. 31.1.2005 00:01 Segja flugskeyti hafa grandað vél Nú liggur fyrir að fimmtán fórust þegar bresk Hercules-fraktflutningavél hrapaði nærri Bagdad í gær. Brak úr vélinni dreifðist yfir yfir stórt svæði og leikur grunur á að flugskeyti uppreisnarmanna hafi grandað vélinni. Sérfræðingar segja allt benda til þess, með hliðsjón af því hvernig brakið dreifðist, og íslamskur öfgahópur kveðst hafa skotið vélina niður. 31.1.2005 00:01 Fiskvín í Kína Svo lengi sem menn muna hefur áfengi verið framleitt með einhverjum hætti. Frakkar nota vínber, Rússar kartöflur og Mexíkóar nota kaktus við tekílaframleiðslu svo að fáein dæmi séu nefnd. En aðferðir Kínverja vekja athygli en ekki endilega þorsta. Kínverskur nýsköpunarfrömuður hefur kynnt fiskvín, það er að segja vín sem framleitt er með því að hreinsa og sjóða fisk og láta hann svo gerjast. 31.1.2005 00:01 Meiddust í flugi yfir Íslandi Nokkrir farþegar meiddust um borð í flugvél SAS-flugfélagsins þegar hún lenti í illviðri yfir Íslandi á laugardag á leið sinni frá New York til Kaupmannahafnar. Verdens Gang hefur það eftir farþegum að vélin hafi fyrst hækkað sig skyndilega en síðan falið um 200 metra þannig að allt fór úr skorðum í farþegarýminu. 31.1.2005 00:01 Háttsettur al-Qaida liði gripinn Öryggissveitir í Kúveit handsömuðu í morgun háttsettan al-Qaida liða. Handtakan fylgdi í kjölfar átaka þar sem fimm al-Qaida liðar féllu. Auk Amers al-Enezi, sem er sagður meðal æðstu manna í al-Qaida, voru þrír aðrir félagar í samtökunum handsamaðir. Heimildarmenn Reuters segja öryggissveitir enn á hælunum á ellefu al-Qaida liðum til viðbótar. 31.1.2005 00:01 Sigur kemur með starfhæfri stjórn Írakar sýndu uppreisnar- og hryðjuverkamönnum í tvo heimana með því að streyma á kjörstaði þrátt fyrir hótanir og árásir. Kosningarnar í gær þykja marka tímamót en sigurinn er þó ekki sagður í hendi fyrr en starfhæfri stjórn hefur verið komið á laggirnar. 31.1.2005 00:01 Rússarnir koma til Bandaríkjanna Fjöldi rússneskra njósnara í Bandaríkjunum er nú í það minnsta jafn mikill og á tímum Kalda stríðsins og það þrátt fyrir að Rússland sé minna og máttlausara ríki en gömlu Sovétríkin. <em>Rússarnir koma</em> segir í fyrirsögn fréttatímaritsins <em>TIME</em> sem kemur út í dag og skyldi engan undra. 31.1.2005 00:01 Ekki talað um þjóðarmorð í Darfur Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um mannréttindabrot í Darfur-héraði í Súdan er nú tilbúin en hefur ekki verið gerð opinber enn þá. Utanríkisráðherra Súdans segir hins vegar að ríkisstjórn hans hafi fengið skýrsluna í hendur og þar sé orðið þjóðarmorð ekki notað yfir árásirnar á íbúa héraðsins. Sú skilgreining skiptir miklu máli því ef sagt væri að um þjóðarmorð væri að ræða væru Sameinuðu þjóðirnar skyldugar að grípa í taumana. 31.1.2005 00:01 45 mafíósar handteknir Ítalska lögreglan handtók í dag fjörutíu og fimm mafíósa í bænum Catania á Sikiley. Glæpamennirnir eru sakaðir um mannrán, fjárkúgun og stórfellda fíkniefnasölu. Aðgerðir lögreglu beindust gegn svokallaðri Santapaola-fjölskyldu en með hjálp ýmissa aðila telur lögreglan á Sikiley sig nú geta sannað að fjölskyldan hafi staðið á bak við umfangsmikla kókaínsölu ásamt mannránum og fjárkúgun á árunum 1989-1995. 31.1.2005 00:01 Bófi reyndist vera saklaus drengur Lögreglan í Sandefjord í Noregi var kölluð út þegar sást til manns með lambhúshettu í bíl við Torp-flugvöllinn. Löreglumenn, gráir fyrir járnum, þustu á vettvang og hugðust handsama manninn en í ljós kom að hinn ægilegi hryðjuverkamaður var tólf ára gamall drengur sem hafði leiðst að bíða í bílnum meðan foreldrar hans voru inni í flughöfninni að taka á móti gesti. 31.1.2005 00:01 Herréttur brýtur gegn stjórnarskrá Héraðsdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að herrétturinn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum í herstöðinni við Guantanamo-flóa á Kúbu bryti gegn stjórnarskránni. Joyce Hens Green dómari úrskurðaði einnig að fangarnir nytu verndar bandarísku stjórnarskrárinnar. 31.1.2005 00:01 Volvo fyrir rétt í Frakklandi Volvo-verksmiðjurnar sænsku eru meðal margra fyrirtækja og einstaklinga sem komu fyrir rétt í Frakklandi í dag vegna eldsvoðans í jarðgöngunum undir Mont Blanc árið 1999. Þrjátíu og níu manns fórust í brunanum. Saksóknarinn heldur því fram að galli í vél Volvo-flutningabíls hafi valdið olíuleka sem leiddi til þess að eldurinn kviknaði. 31.1.2005 00:01 Hamas-samtökin hefna 10 ára telpu Hamas-samtökin skutu fimm vörpusprengjum á ísraelska landnemabyggð í dag eftir að tíu ára palestínsk telpa féll í skothríð ísraelskra hermanna. Engan sakaði í sprengjuárásinni. Samtökin segja að frekari hefndaraðgerðir ráðist af viðbrögðum Ísraelsmanna. Ísraelska herstjórnin kveðst ekki vita til þess að hermenn hennar hafi átt í nokkrum átökum á þeim stað sem telpan dó. 31.1.2005 00:01 Myndband af árás á flugvél? Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndbandsupptöku þar sem hryðjuverkamenn skjóta eldflaug á loft. Því er haldið fram að eldflaugin hafi grandað breskri fjögurra hreyfla Hercules-herflutningavél í Írak á sunnudag. Á myndbandinu sést sprenging í fjarska eftir að flauginni er skotið á loft og svo eru einnig myndir sem virðast sýna brak úr flugvél á jörðinni. 31.1.2005 00:01 Útilokar ekki annað framboð Demókratinn John Kerry hefur ekki gefið frá sér möguleikann að gefa kost á sér í forsetakosningunum 2008. Kerry hefur verið áberandi í viðtölum og á ferðalögum að undanförnu og reynir að halda þeirri stöðu sem hann náði í síðustu kosningunum. 31.1.2005 00:01 Fær lausn gegn tryggingu Palestínskur maður sem grunaður er um tengsl við Osama bin Laden fær lausn úr fangelsi gegn tryggingu meðan mál hans er til rannsóknar. Hann er einn ellefu útlendinga sem hefur verið haldið í breskum fangelsum um þriggja ára skeið án þess að vera birt ákæra. 31.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hervélmenni til Íraks Bandaríkjastjórn hyggst senda átján vélbyssuvopnuð vélmenni til Íraks á næstunni. Kostirnir eru ótvíræðir: þessir hermenn þurfa hvorki að sofa né borða, ekki þarf að klæða þá eða þjálfa og því síður hvetja til dáða eða borga þeim eftirlaun. Gallarnir eru hins vegar þeir að vélhermaðurinn nær aðeins um sjö kílómetra hraða á klukkustund og eftir um klukkustundartörn eru rafhlöðurnar búnar og vélmennið stöðvast. 4.2.2005 00:01
Varar Sýrlendinga og Írana við Bush Bandaríkjaforseti notaði stefnuræðu sína í gær meðal annars til að vara bæði Sýrlendinga og Írana við því að eiga samstarf við hryðjuverkahópa. Ljóst þykir að Bandaríkjastjórn mun á næstunni beina sjónum sínum að þessum tveimur löndum. 3.2.2005 00:01
Stjórnarskipan frestað í Úkraínu Þingumræðum um skipan nýrrar ríkisstjórnar Úkraínu hefur verið frestað að ósk hins nýja forseta landsins, Viktors Júsjenko. Hann átti að tilkynna ráðherratilnefningar sínar í dag en að sögn talsmanns úkraínska þingsins bað Júsjenko, sem legið hefur sveittur yfir málinu nú í vikutíma, um lengri frest til stjórnarmyndunarinnar. 3.2.2005 00:01
Morfín og vopn finnast í helli Þrjú tonn af morfíni og mikið magn vopna voru gerð upptæk í helli í Pakistan fyrr í dag. Varningurinn er metinn á tugi milljóna bandaríkjadala en á meðal vopnanna sem fundust voru flugskeyti og sprengjuvörpur. Enginn var handtekinn í tengslum við málið enda hellirinn, sem staðsettur er nærri landamærunum að Afganistan, mannlaus þegar lögreglu bar að. 3.2.2005 00:01
Á Hótel mömmu framundir fertugt Meira en fjórði hver Ítali á aldrinum 30 til 34 ára býr enn í foreldrahúsum. Mun fleiri karlmenn en konur búa enn í foreldrahúsum á þessum aldri, 18 prósent kvenna eru enn í heimahúsum en 36,5 prósent karlmanna búa enn á Hótel mömmu samkvæmt útreikningum hagstofunnar Eurispes. 3.2.2005 00:01
Geta þjáðst í mörg ár Svo getur farið að níu af hverjum tíu sem eiga um sárt að binda af völdum flóðbylgjunnar á annan í jólum þurfi að takast á við sálræn eftirköst um mörg ókomin ár. 3.2.2005 00:01
Mesta atvinnuleysi frá í kreppunni Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið meira frá stríðslokum en það er nú og í síðasta mánuði fór fjöldi atvinnulausra Þjóðverja í fyrsta sinn yfir fimm milljónir. Ástæðan er þó að hluta til sú að breytt talning bætir 222 þúsund manns á atvinnuleysisskrá. 3.2.2005 00:01
Jass gegn svefnleysi Fólk sem á erfitt með svefn gæti gert margt vitlausara en að hlusta á jass áður en það fer að sofa. Samkvæmt nýrri taívanskri rannsókn á fólk sem hlustað hefur á jass í 45 mínútur áður en það fer að sofa, auðveldara með svefn en fólk sem hefur ekki hlustað á djass eða hefur hlustað á hraðari tónlist. 3.2.2005 00:01
Forsætisráðherra fannst látinn Zurab Zhavnia, forsætisráðherra Georgíu, fannst látinn á heimili vinar síns. Svo virðist sem gaseitrun hafi orðið honum og vini hans að aldurtila. 3.2.2005 00:01
Lífeyrismál í brennidepli Uppstokkun bandaríska lífeyriskerfisins var helsta áherslumál George W. Bush Bandaríkjaforseta þegar hann flutti stefnuræðu sína í fyrrinótt. "Við verðum að tryggja lífeyriskerfið til frambúðar, ekki að láta verkefnið bíða seinni tíma," sagði hann. 3.2.2005 00:01
Bæjarstjóri fyrir rétt Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York ríki í Bandaríkjunum þarf að svara til saka fyrir að hafa gefið saman samkynhneigð pör. Samkvæmt bandarískum lögum er einungis heimilt að gefa saman karl og konu en ekki einstaklinga af sama kyni. 3.2.2005 00:01
Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina.</font /></b /> 3.2.2005 00:01
Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3.2.2005 00:01
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3.2.2005 00:01
Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01
Vantrauststillaga á ríkisstjórnina Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Búlgaríu hafa lýst yfir vantrausti á ríkisstjórn landsins, nú þegar fimm mánuðir eru fram að þingkosningum. Stjórnarflokkarnir í Búlgaríu eru í minnihluta á þinginu og því getur vel farið svo að stjórnin verði felld í atkvæðagreiðslu um tillöguna. 3.2.2005 00:01
Breskir hermenn ákærðir fyrir morð Sjö breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Í ákæruskjalinu segir að hermennirnir hafi myrt manninn í maí í fyrra í vegkanti í Suður-Írak. Mennirnir verða leiddir fyrir herrétt en ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin hefjast. 3.2.2005 00:01
Læstar inni í fangelsi fátæktar Nelson Mandela skoraði í dag á G7, samtök sjö ríkustu þjóða heims, að stuðla að minni fátækt í heiminum með því meðal annars að leggja aukið fé í hjálparstarf og fella niður skuldir á fátækustu ríkjum veraldar. Mandela er nú staddur í Lundúnum þar sem fjármálaráðherrar aðildarlandanna eru samankomnir á ráðstefnu hjá G7-samtökunum. 3.2.2005 00:01
Sleppa hundruðum Palestínumanna Ísraelsstjórn hefur ákveðið að sleppa nokkur hundruð Palestínumönnum úr fangelsi og draga herafla sinn frá borgum Vesturbakka Jórdanar. Þessi ákvörðun miðar að því að koma til móts við þær tilslakanir sem stjórnvöld í Palestínu hafa þegar gert en uppreisnarhópar Palestínumanna hafa samþykkt óformlegt vopnahlé. 3.2.2005 00:01
Sameinuðu þjóðirnar fá á baukinn Sameinuðu þjóðirnar fá á baukinn í nýrri rannsóknarskýrslu sem birtist nú síðdegis um olíusöluáætlunina sem var við lýði þegar Saddam Hussein var við völd í Írak. Samkvæmt skýrslunni var framkvæmd áætlunarinnar gölluð og spilling þreifst meðal þeirra embættismanna Sameinuðu þjóðanna sem sáu um málið. 3.2.2005 00:01
Slagsmál á körfuboltaleik Bandarískar skólastúlkur gengu berserksgang á körfuboltaleik í Alabama á þriðjudaginn, hentu stólum hver í aðra og tókust á. Slagsmálin eru tengd deilum á milli andstæðra klíkna í skólanum en liðin tvö sem áttust við hafa líka lengi eldað grátt silfur saman. 3.2.2005 00:01
HIV-smitaður í 17 ár Fyrrverandi menningarmálaráðherra í stjórn Tonys Blair, Chris Smith, upplýsti í samtali við Sunday Times í gær að hann hefði verið HIV-smitaður í 17 ár. Smith, sem er 53 ára, sagðist ekki hafa greint Blair frá þessu árið 1997 þegar hann varð fyrsti ráðherrann í Bretlandi til að opinbera samkynhneigð sína. 31.1.2005 00:01
16 sóttir til saka 16 manns hefur verið stefnt fyrir dómstóla í Frakklandi vegna eldsvoða í Mont Blanc-göngunum árið 1999. Eldsvoðinn varð 39 manns að bana. Sakborningar eru ákærðir fyrir manndráp og sækjendur munu fara fram á sektir og allt að þriggja ára fangelsi. Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti þrjá mánuði, en undirbúningur hefur staðið í fjögur og hálft ár. 31.1.2005 00:01
Málefnin ekki í forgrunni Rúm vika er þar til þingkosningar verða haldnar í Danmörku. Skoðanakannanir sýna að stjórnarflokkarnir haldi meirihluta sínum. Íraksstríðið hefur ekki orðið að kosningamáli. </font /></b /> 31.1.2005 00:01
Bardagar í Kúveit Nokkrir lögreglumenn og uppreisnarmenn hafa fallið í valinn í byssubardögum í Kúveit í morgun. Til átaka kom í suðurhluta landsins þar sem lögreglumenn leituðu níu uppreisnarmanna. Bardagarnir standa enn og því talið líklegt að fleiri eigi eftir að falla. 31.1.2005 00:01
Úrslit eftir átta til tíu daga Talning atkvæða eftir þingkosningar í Írak er hafin en ekki er búist við að úrslit kosninganna liggi fyrir fyrr en eftir átta til tíu daga. Flest bendir til þess að sameinuð hreyfing sjíta sem framfylgir stefnu trúarleiðtogans Alis al-Sistanis beri sigur úr býtum. 31.1.2005 00:01
Flugvél hrapaði í Írak Talið er að á milli tíu og fimmtán breskir hermenn hafi látið lífið í gærkvöldi þegar bresk hergagnaflugvél hrapaði norður af Bagdad. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en varnarmálaráðuneyti Bretlands rannsakar nú tildrög þess. Skilyrði voru öll með besta móti auk þess sem vélar af þessu tagi hafa hingað til þótt mjög öruggar. 31.1.2005 00:01
Rússar njósna um Bandaríkin Rússneskir njósnarar í Bandaríkjunum eru ekki færri um þessar mundir en sovéskir njósnarar í landinu á tímum kalda stríðsins, að mati háttsettra embættismanna innan bandarísku leyniþjónustunnar. Frá þessu greinir tímaritið Time. 31.1.2005 00:01
Segja flugskeyti hafa grandað vél Nú liggur fyrir að fimmtán fórust þegar bresk Hercules-fraktflutningavél hrapaði nærri Bagdad í gær. Brak úr vélinni dreifðist yfir yfir stórt svæði og leikur grunur á að flugskeyti uppreisnarmanna hafi grandað vélinni. Sérfræðingar segja allt benda til þess, með hliðsjón af því hvernig brakið dreifðist, og íslamskur öfgahópur kveðst hafa skotið vélina niður. 31.1.2005 00:01
Fiskvín í Kína Svo lengi sem menn muna hefur áfengi verið framleitt með einhverjum hætti. Frakkar nota vínber, Rússar kartöflur og Mexíkóar nota kaktus við tekílaframleiðslu svo að fáein dæmi séu nefnd. En aðferðir Kínverja vekja athygli en ekki endilega þorsta. Kínverskur nýsköpunarfrömuður hefur kynnt fiskvín, það er að segja vín sem framleitt er með því að hreinsa og sjóða fisk og láta hann svo gerjast. 31.1.2005 00:01
Meiddust í flugi yfir Íslandi Nokkrir farþegar meiddust um borð í flugvél SAS-flugfélagsins þegar hún lenti í illviðri yfir Íslandi á laugardag á leið sinni frá New York til Kaupmannahafnar. Verdens Gang hefur það eftir farþegum að vélin hafi fyrst hækkað sig skyndilega en síðan falið um 200 metra þannig að allt fór úr skorðum í farþegarýminu. 31.1.2005 00:01
Háttsettur al-Qaida liði gripinn Öryggissveitir í Kúveit handsömuðu í morgun háttsettan al-Qaida liða. Handtakan fylgdi í kjölfar átaka þar sem fimm al-Qaida liðar féllu. Auk Amers al-Enezi, sem er sagður meðal æðstu manna í al-Qaida, voru þrír aðrir félagar í samtökunum handsamaðir. Heimildarmenn Reuters segja öryggissveitir enn á hælunum á ellefu al-Qaida liðum til viðbótar. 31.1.2005 00:01
Sigur kemur með starfhæfri stjórn Írakar sýndu uppreisnar- og hryðjuverkamönnum í tvo heimana með því að streyma á kjörstaði þrátt fyrir hótanir og árásir. Kosningarnar í gær þykja marka tímamót en sigurinn er þó ekki sagður í hendi fyrr en starfhæfri stjórn hefur verið komið á laggirnar. 31.1.2005 00:01
Rússarnir koma til Bandaríkjanna Fjöldi rússneskra njósnara í Bandaríkjunum er nú í það minnsta jafn mikill og á tímum Kalda stríðsins og það þrátt fyrir að Rússland sé minna og máttlausara ríki en gömlu Sovétríkin. <em>Rússarnir koma</em> segir í fyrirsögn fréttatímaritsins <em>TIME</em> sem kemur út í dag og skyldi engan undra. 31.1.2005 00:01
Ekki talað um þjóðarmorð í Darfur Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um mannréttindabrot í Darfur-héraði í Súdan er nú tilbúin en hefur ekki verið gerð opinber enn þá. Utanríkisráðherra Súdans segir hins vegar að ríkisstjórn hans hafi fengið skýrsluna í hendur og þar sé orðið þjóðarmorð ekki notað yfir árásirnar á íbúa héraðsins. Sú skilgreining skiptir miklu máli því ef sagt væri að um þjóðarmorð væri að ræða væru Sameinuðu þjóðirnar skyldugar að grípa í taumana. 31.1.2005 00:01
45 mafíósar handteknir Ítalska lögreglan handtók í dag fjörutíu og fimm mafíósa í bænum Catania á Sikiley. Glæpamennirnir eru sakaðir um mannrán, fjárkúgun og stórfellda fíkniefnasölu. Aðgerðir lögreglu beindust gegn svokallaðri Santapaola-fjölskyldu en með hjálp ýmissa aðila telur lögreglan á Sikiley sig nú geta sannað að fjölskyldan hafi staðið á bak við umfangsmikla kókaínsölu ásamt mannránum og fjárkúgun á árunum 1989-1995. 31.1.2005 00:01
Bófi reyndist vera saklaus drengur Lögreglan í Sandefjord í Noregi var kölluð út þegar sást til manns með lambhúshettu í bíl við Torp-flugvöllinn. Löreglumenn, gráir fyrir járnum, þustu á vettvang og hugðust handsama manninn en í ljós kom að hinn ægilegi hryðjuverkamaður var tólf ára gamall drengur sem hafði leiðst að bíða í bílnum meðan foreldrar hans voru inni í flughöfninni að taka á móti gesti. 31.1.2005 00:01
Herréttur brýtur gegn stjórnarskrá Héraðsdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að herrétturinn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum í herstöðinni við Guantanamo-flóa á Kúbu bryti gegn stjórnarskránni. Joyce Hens Green dómari úrskurðaði einnig að fangarnir nytu verndar bandarísku stjórnarskrárinnar. 31.1.2005 00:01
Volvo fyrir rétt í Frakklandi Volvo-verksmiðjurnar sænsku eru meðal margra fyrirtækja og einstaklinga sem komu fyrir rétt í Frakklandi í dag vegna eldsvoðans í jarðgöngunum undir Mont Blanc árið 1999. Þrjátíu og níu manns fórust í brunanum. Saksóknarinn heldur því fram að galli í vél Volvo-flutningabíls hafi valdið olíuleka sem leiddi til þess að eldurinn kviknaði. 31.1.2005 00:01
Hamas-samtökin hefna 10 ára telpu Hamas-samtökin skutu fimm vörpusprengjum á ísraelska landnemabyggð í dag eftir að tíu ára palestínsk telpa féll í skothríð ísraelskra hermanna. Engan sakaði í sprengjuárásinni. Samtökin segja að frekari hefndaraðgerðir ráðist af viðbrögðum Ísraelsmanna. Ísraelska herstjórnin kveðst ekki vita til þess að hermenn hennar hafi átt í nokkrum átökum á þeim stað sem telpan dó. 31.1.2005 00:01
Myndband af árás á flugvél? Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndbandsupptöku þar sem hryðjuverkamenn skjóta eldflaug á loft. Því er haldið fram að eldflaugin hafi grandað breskri fjögurra hreyfla Hercules-herflutningavél í Írak á sunnudag. Á myndbandinu sést sprenging í fjarska eftir að flauginni er skotið á loft og svo eru einnig myndir sem virðast sýna brak úr flugvél á jörðinni. 31.1.2005 00:01
Útilokar ekki annað framboð Demókratinn John Kerry hefur ekki gefið frá sér möguleikann að gefa kost á sér í forsetakosningunum 2008. Kerry hefur verið áberandi í viðtölum og á ferðalögum að undanförnu og reynir að halda þeirri stöðu sem hann náði í síðustu kosningunum. 31.1.2005 00:01
Fær lausn gegn tryggingu Palestínskur maður sem grunaður er um tengsl við Osama bin Laden fær lausn úr fangelsi gegn tryggingu meðan mál hans er til rannsóknar. Hann er einn ellefu útlendinga sem hefur verið haldið í breskum fangelsum um þriggja ára skeið án þess að vera birt ákæra. 31.1.2005 00:01
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent