Fleiri fréttir

Staða súnnía dregur úr bjartsýni

Iyad Allawi forsætisráðherra Íraks segir kosningarnar á sunnudag hafa sýnt fram á að hryðjuverkamenn muni aldrei fagna sigri. Lítil kjörsókn súnní-múslima veldur hins vegar áhyggjum um takmarkað lögmæti stjórnlagaþingsins. </font /></b />

Klúbbaðild borgar sig

Bókaútgefendur í Danmörku mega selja bækur mun ódýrar í bókaklúbbum en til bóksala. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar neytenda þar í landi, en bókaforlögin Gyldendal og Den Danske Forlæggerforening höfðu verið kærð til samkeppnisráðs. 

Segja kosningar í Írak sigur

Sigur er það orð sem vestrænir og írakskir stjórnmálamenn nota til að lýsa kosningunum í Írak í gær. Nú bíður nýrra leiðtoga það verk að byggja upp lýðræðislegt stjórnkerfi og koma í veg fyrir sundrung.

Róttækir hástökkvarar

Venstre og Radikale Venstre eru þeir flokkar sem bæta hvað mest við sig fylgi, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Skoðanakannanir birtast nú daglega fyrir þingkosningarnar í Danmörku.

Hillary féll í ómegin

Öldungardeildarþingmaðurinn Hillary Clinton hneig niður í gær, eftir að hafa kvartað undan magakveisu áður en hún hélt áætlaða ræðu um almannatryggingar.

Cox á móti Hillary

Edward Cox, tengdasonur Richards Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, íhugar að bjóða sig fram á móti Hillary Clinton í kosningum til öldungardeildar þingsins á næsta ári.

Sex árásir á kjörstaði

Sex sjálfsmorðssprengjuárásir hafa verið gerðar á kjörstaði í Írak í morgun og hefur töluverður mannfjöldi farist í árásunum. Litlar fregnir hafa borist af kjörsókn en forseti Íraks sagði í gær að hann teldi líklegt að hún yrði lítil.

Lögreglumaður lést í skotbardaga

Að minnsta kosti þrír létust, þar af einn lögreglumaður, í skotbardaga á milli skæruliða og lögreglu í Kúveit í dag. Fjórir lögreglumenn og einn skæruliði særðust að auki. Átökin áttu sér stað í kjölfar þess að lögreglan réðist til atlögu á leynilegan stað skæruliðanna en þeir eru taldir tengjast al-Kaída samtökunum.

Stór loforð jafnaðarmanna

Danskir jafnaðarmenn freista þess að ná til kvenna á ný með því að lofa opinberum starfsmönnum að enginn þeirra missi vinnuna næstu fjögur árin. Í gær var sagt frá því að níu af hverjum tíu, sem hafa yfirgefið danska Jafnaðarmannaflokkinn í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar, væru konur.

Kosningarnar blóði drifnar

Ekki færri en tuttugu og tveir liggja í valnum eftir röð árása á kjörstaði í Írak í morgun. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu eru blóði drifnar.

Flóðbylgjan refsing guðs

Flóðbylgjan í Asíu var refsing guðs fyrir siðspillingu. Þessu er haldið fram í leiðara íslamsks dagblaðs í Marokkó.

Skref í friðarátt

Leiðtogafundur verður haldinn fyrir botni Miðjarðarhafs eftir hálfan mánuð. Þá hittast Mahmoud Abbas og Ariel Sharon til friðarviðræðna. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur af þessu tagi er haldinn í meira en eitt og hálft ár.

Sprenging á spænsku hóteli

Sprengja sprakk á hóteli á Spáni fyrir stundu og særðust tveir í sprengingunni. Sprengingin varð í bænum Denia á Suðaustur-Spáni. Lögreglumenn þar segja að viðvörun hafi borist basknesku dagblaði skömmu áður. Talið er að ETA, aðskilnaðarsamtök herskárra Baska, beri ábyrgð á sprengingunni.

Bresk vél fórst í Írak

Bresk vöruflutningavél af gerðinni C-130 Herkúles fórst norðvestur af Bagdad fyrr í dag. Brak úr vélinni hefur dreifst yfir stórt svæði að sögn sjónarvotta sem tilkynntu bresku sjónvarpsstöðinni Sky um málið.

Kjörsókn framar vonum

Kjörstöðum í Írak var lokað klukkan tvö í dag og svo virðist sem kjörsókn hafi farið fram úr björtustu vonum manna. Yfirkjörstjórn Íraks skýrði frá því að 72 prósent kjörgengra Íraka hafi kosið og fólk beið enn í biðröðum þegar kjörstöðum var lokað. Líklegt er að öllum þeim sem komnir voru á kjörstaði fyrir lokun verði leyft að kjósa.

Heimsmet í snjókasti

Það er gott að hafa metnað en spurningin er hvernig menn fá útrás fyrir hann. Í Illinois í Bandaríkjunum var til að mynda efnt til heimsmeistarakeppni í snjókasti um helgina. Skipuleggjendur segja daginn merkisdag og að metið hafi verið slegið þar sem vel yfir 3000 manns tóku þátt í snjóboltaslag sem stóð í tíu mínútur.

Flugu aftur inn um gluggann

Jóhannes Páll páfi hugðist ásamt tveimur börnum sleppa hvítum dúfum út um glugga á íbúð sinni í Páfagarði í gær, en dúfurnar vildu ekki út í kuldann sem hefur ríkt í Róm undanfarið og flugu aftur inn í hlýjuna.

Íran ógn við Mið-Austurlönd

John Bolton, öryggis- og afvopnunarmálafulltrúi í bandarísku stjórninni, sagði á fundi í Barein í vikunni að löndum í Mið-Austurlöndum stafaði veruleg hætta af kjarnorkuvopnaeign Írana.

Kjósendur sýndu þrautseigju

Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. 

Enginn ráðherra sagt af eða á

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, segist ekki muna hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur á ríkisstjórnarfundi 18. mars árið 2003. Þegar ummæli ráðherra Framsóknarflokksins eru skoðuð kemur í ljós að enginn þeirra hefur sagt af eða á um það hvort ákvörðunin hafi verið rædd á fundinum.

Leiðtogafundur í Miðausturlöndum

Leiðtogafundur er næsta skref í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Unnið er að því að byggja upp gagnkvæmt traust og efla samvinnu stjórnvalda Palestínumanna og Ísraela.

Um sextíu prósent kosningaþátttaka

Tæplega fimmtíu manns létust í árásum uppreisnarmanna í Írak í gær þegar fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í fimmtíu ár fóru fram. Stjórnmálasérfræðingar hafa áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku súnní-múslíma. </font /></b />

Rödd frelsis ómar frá Írak

Forseti Bandaríkjanna lýsti mikilli ánægju sinni með framkvæmd kosninganna í Írak í gær. Hann heitir Írökum áframhaldandi aðstoð. Öldungardeildarþingmaður demókrata vill hermennina heim.

Fimm óbreyttir borgarar drepnir

Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar.

Hundruð við útför Ziyangs

Hundruð voru í morgun við útför Zhaos Ziyangs sem var formaður kínverska Kommúnistaflokksins þegar atburðirnir á Torgi hins himneska friðar urðu árið 1989. Fólkið lét ekki lögreglueftirlit hræða sig en ráðamenn óttuðust að útförin yrði tilefni til mótmæla og rósturs.

Konur yfirgefa Jafnaðarmenn

Konur eru yfir níutíu prósent þeirra kjósenda sem danski Jafnaðarmannnaflokkurinn hefur misst frá því að kosningabaráttan hófst fyrir tæpum hálfum mánuði. Innan flokksins eru uppi raddir um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, hætti ef spár rætast um sögulega útreið flokksins í þingkosningum eftir tíu daga. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Danmörku.

Hryðjuverkaárás óumflýjanleg

Hryðjuverkaárás á Bandaríkin er óumflýjanleg. Þetta segir Tom Ridge, fráfarandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna.

Írak leikur á reiðiskjálfi

Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. 

Tímamót hjá fjandvinum

Tímamót urðu í samskiptum Taívans og Kína í morgun þegar farþegaflugvél flaug beint á milli áfangastaða þar í fyrsta sinn í fimmtíu og fimm ár. Kínverjar líta á Taívan sem hluta Kína en Taívanar segja landið sjálfstætt.

Minnihluti Íraka mun kjósa

Forseti Íraks, Ghazi al-Yawar, segir að minnihluti þjóðarinnar muni greiða atkvæði í kosningunum á morgun. Hann kveðst vona að sem flestir Írakar kjósi en vegna óaldarinnar í landinu og tíðra árása uppreisnarmanna á kjörstaði muni fáir Írakar þora að nýta atkvæðisrétt sinn.

Stríðsandstæðingar bæta í

Mikið andstaða er enn í Danmörku við stríðið í Írak líkt og hér á landi. Í <em>Politiken</em> í dag birtist auglýsing þar sem hundruð þekktra Dana krefjast þess að þeir fimm hundruð hermenn danska hersins sem eru í Írak verði kallaðir heim hið fyrsta. Greinilegt er að andstæðingar stríðsins ætla að láta vel í sér heyra nú í aðdraganda kosninganna sem munu fara fram í Danmörku eftir tíu daga.

Síðustu stundirnar blóði drifnar

Síðustu stundirnar fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar í Írak eru blóði drifnar. Barist er á götum úti og um traust kjósenda sem óttast er að þori ekki á kjörstaði á morgun.

Lykketoft valtur í sessi

Níu af hverjum tíu sem hafa yfirgefið danska Jafnaðarmannaflokkinn í kosningabaráttunni eru konur og formaðurinn, Mogens Lykketoft, er valtur í sessi. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, skýrir stöðu mála og fer yfir kosningaloforð dönsku flokkanna.

Ofsótti fyrrverandi kærustu

Maður var dæmdur í sextán mánaða fangelsi í Kaliforníu fyrir að ofsækja fyrrverandi kærustu sína. Maðurinn var sár og svekktur eftir að konan sleit sambandinu við hann. Reyndi hann hvað hann gat til að vinna aftur ástir konunnar en lítið gekk.

75 ára skotin með rafbyssu

Lögreglukona hefur fengið viðvörun eftir að hafa notað fimmtíu þúsund volta rafbyssu gegn 75 ára gamalli konu á hjúkrunarheimili.

Kosið í Írak í skugga ofbeldis

Kjörstaðir opnuðu í Írak klukkan fjögur í nótt. Óöld ríkir í landinu og var flugskeyti skotið á bandaríska sendiráðið í Bagdad í gær. Forseti Bandaríkjanna segir að kosningarnar muni ekki binda enda á hryðjuverkaárásir. Þær séu hins vegar upphafið að nýjum tímum í landinu.

Abbas og Sharon funda bráðlega

Búist er við því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fundi innan tveggja vikna. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, og Mohammed Dahlan, yfirmaður öryggismála í Palestínu, hittust síðdegis í gær til að undirbúa fund Abbas og Sharons.

Kynferðislegar pyntingar notaðar

Kynferðislegar pyntingar eru sagðar notaðar til að þvinga fanga við yfirheyrslur í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. Mannréttindafrömuðir segja föngum þar ennþá neitað um grundvallarréttindi, þrátt fyrir úrskurð bandarísks dómstóls.

Bandaríkjamenn yfirgefa Írak?

George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær reiðubúinn til þess að kalla herlið Bandaríkjanna út úr Írak, færi svo að nýkjörin stjórnvöld í landinu myndu fara þess á leit. Í viðtali við <em>New York Times</em> í gær sagði Bush að Írakar stæðu á eigin fótum og væri það vilji þeirra að losna við herlið Bandaríkjamanna eftir kosningarnar yrði gengið að því.

Fyrstu Írakarnir kjósa

Írakar í Ástralíu urðu í morgun fyrstir til þess að kjósa í sjálfstæðum kosningum í heimalandi sínu í heil fimmtíu ár. Fyrstu atkvæðin utan kjörfundar voru greidd í Ástralíu sem er eitt þeirra fjórtán landa þar sem Írakar, sem ekki eru búsettir í heimalandinu, geta kosið.

Fjórir féllu í sprengingu

Fjórir Írakar féllu í valinn í morgun þegar bílsprengja sprakk nærri lögreglustöð í suðurhluta Bagdad. Í gær létust nítján Írakar og einn Bandaríkjamaður í árásum uppreisnarmanna og ljóst að aðgerðir þeirra fara sífellt harðnandi fram að kosningunum sem fram fara á sunnudaginn.

Fuglaflensa geisar enn

Yfirvöld í Víetnam hafa falið óeirðalögreglunni að aðstoða við eftirlit með öllum alifuglaviðskiptum í Ho Chi Minh borg til að reyna að hefta útbreiðslu fuglaflensu. Þar lést maður í gær úr flensunni og er það tíunda fórnarlamb hennar þar í landi.

Herinn samsekur í Beslan

Rússnesk yfirvöld segja að nokkrir háttsettir embættismenn í rússneska hernum hafi aðstoðað hryðjuverkamennina sem réðust inn í grunnskólann í Beslan síðasta haust. Búist er við að nokkrir embættismenn verði ákærðir í kjölfarið. Ættingjar þeirra sem létust í gíslatökunni hafa mótmælt aðgerðaleysi yfirvalda og krefjast þess að fólk verði dregið til ábyrgðar.

Fimbulvetur á Spáni

Fimbulvetur ríkir á Spáni og þar ríkja nú mestu kuldar sem mælst hafa í tvo áratugi. Tveir hafa látist vegna snjóa og kulda og samgöngur í landinu eru allar úr skorðum.

Ástandið í Danmörku fegrað

Mogens Lykketoft, formaður Sósíaldemókrata, segir kosningabaráttuna í Danmörku vera erfiðari en oft áður og sakar stjórnvöld í landinu um að mála glansmynd af ástandinu í landinu. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Danmörku og hitti Lykketoft að máli í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir