Erlent

Fær lausn gegn tryggingu

Palestínskur maður sem grunaður er um tengsl við Osama bin Laden fær lausn úr fangelsi gegn tryggingu meðan mál hans er til rannsóknar. Hann er einn ellefu útlendinga sem hefur verið haldið í breskum fangelsum um þriggja ára skeið án þess að vera birt ákæra. Mönnunum, sem allir eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi, er haldið á grundvelli umdeildrar löggjafar sem sett var skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september og veita stjórnvöldum rétt til að halda mönnum ótímabundið án þess að ákæra þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×