Erlent

Ekki talað um þjóðarmorð í Darfur

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um mannréttindabrot í Darfur-héraði í Súdan er nú tilbúin en hefur ekki verið gerð opinber enn þá. Utanríkisráðherra Súdans segir hins vegar að ríkisstjórn hans hafi fengið skýrsluna í hendur og þar sé orðið þjóðarmorð ekki notað yfir árásirnar á íbúa héraðsins. Sú skilgreining skiptir miklu máli því ef sagt væri að um þjóðarmorð væri að ræða væru Sameinuðu þjóðirnar skyldugar að grípa í taumana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×