Erlent

Flugvél hrapaði í Írak

Talið er að á milli tíu og fimmtán breskir hermenn hafi látið lífið í gærkvöldi þegar bresk hergagnaflugvél hrapaði norður af Bagdad. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en varnarmálaráðuneyti Bretlands rannsakar nú tildrög þess. Skilyrði voru öll með besta móti auk þess sem vélar af þessu tagi hafa hingað til þótt mjög öruggar. Líklega hafa ekki jafn margir Bretar fallið í einu vetfangi í Írak í nærri tvö ár. Tony Blair, forsætisráðherrra Bretlands, sagði atburðinn enn og aftur minna á þær fórnir sem hermenn á átakasvæðum færðu fyrir þjóð sína. Hann notaði tækifærið til þess að hrósa breskum hermönnum í Írak fyrir ótrúlegt framlag sitt og fullyrti að þeir myndu aldrei gleymast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×