Rússarnir koma til Bandaríkjanna 31. janúar 2005 00:01 Fjöldi rússneskra njósnara í Bandaríkjunum er nú í það minnsta jafn mikill og á tímum Kalda stríðsins, og það þrátt fyrir að Rússland sé minna og máttlausara ríki en gömlu Sovétríkin. Rússarnir koma segir í fyrirsögn fréttatímaritsins TIME sem kemur út í dag og skyldi engan undra. Vitað er um í það minnsta hundrað rússneska njósnara í Bandaríkjunum, en það eru aðeins þeir njósnarar sem starfa eftir hefðbundnum og auðrekjanlegum leiðum, flestir þeirra sem sendifulltrúar í sendiráðum Rússlands. Ekki er langt um liðið síðan Bandaríkjamenn vísuðu fimmtíu rússneskum sendiráðunautum úr landi fyrir njósnir. Enginn þorir hins vegar að giska á fjölda þeirra njósnara sem sigla undir öðru fölsku flaggi, til að mynda sem kaupsýslumenn, blaðamenn og vísindamenn. Þeir eru hugsanlega betur í sveit settir að nálgast mörg þeirra leyndarmála sem Rússar vilja komast yfir, t.d. leyndardóma kjarnorkuvarnakerfisins sem Bandaríkjamenn hafa lagt mikla fjármuni í að þróa. Þeir vilja líka vita hver langtímastefna bandarískra stjórnvalda er gagnvart Rússlandi og helstu nágrönnum: fyrrverandi Sovétlýðveldum, Kína og Miðausturlöndum. Rússar eru einnig sagðir hafa mikinn áhuga á tæknibúnaði sem má nota bæði í iðnaði og öðru af því tagi en einnig í vopnaframleiðslu. Þeir eru sagðir hafa stofnað þúsundir gervifyrirtækja til að kaupa slík gögn, oft í gegnum þriðja ríkið. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 breyttust áherslur alríkislögreglunnar FBI, en hún stjórnar njósnaraveiðum innan Bandaríkjanna. Minni áhersla var lögð á slíkt starf, sem var þá álitið veigaminna í ljósi breyttrar heimsmyndar. Athyglin beindist fremur að hryðjuverkamönnum en nú hafa yfirmenn FBI vaknað upp við vondan draum, segir í TIME, og fyrirskipað að gagnnjósnurum verði fjölgað þegar í stað. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Fjöldi rússneskra njósnara í Bandaríkjunum er nú í það minnsta jafn mikill og á tímum Kalda stríðsins, og það þrátt fyrir að Rússland sé minna og máttlausara ríki en gömlu Sovétríkin. Rússarnir koma segir í fyrirsögn fréttatímaritsins TIME sem kemur út í dag og skyldi engan undra. Vitað er um í það minnsta hundrað rússneska njósnara í Bandaríkjunum, en það eru aðeins þeir njósnarar sem starfa eftir hefðbundnum og auðrekjanlegum leiðum, flestir þeirra sem sendifulltrúar í sendiráðum Rússlands. Ekki er langt um liðið síðan Bandaríkjamenn vísuðu fimmtíu rússneskum sendiráðunautum úr landi fyrir njósnir. Enginn þorir hins vegar að giska á fjölda þeirra njósnara sem sigla undir öðru fölsku flaggi, til að mynda sem kaupsýslumenn, blaðamenn og vísindamenn. Þeir eru hugsanlega betur í sveit settir að nálgast mörg þeirra leyndarmála sem Rússar vilja komast yfir, t.d. leyndardóma kjarnorkuvarnakerfisins sem Bandaríkjamenn hafa lagt mikla fjármuni í að þróa. Þeir vilja líka vita hver langtímastefna bandarískra stjórnvalda er gagnvart Rússlandi og helstu nágrönnum: fyrrverandi Sovétlýðveldum, Kína og Miðausturlöndum. Rússar eru einnig sagðir hafa mikinn áhuga á tæknibúnaði sem má nota bæði í iðnaði og öðru af því tagi en einnig í vopnaframleiðslu. Þeir eru sagðir hafa stofnað þúsundir gervifyrirtækja til að kaupa slík gögn, oft í gegnum þriðja ríkið. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 breyttust áherslur alríkislögreglunnar FBI, en hún stjórnar njósnaraveiðum innan Bandaríkjanna. Minni áhersla var lögð á slíkt starf, sem var þá álitið veigaminna í ljósi breyttrar heimsmyndar. Athyglin beindist fremur að hryðjuverkamönnum en nú hafa yfirmenn FBI vaknað upp við vondan draum, segir í TIME, og fyrirskipað að gagnnjósnurum verði fjölgað þegar í stað.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira