Erlent

Útilokar ekki annað framboð

Demókratinn John Kerry hefur ekki gefið frá sér möguleikann að gefa kost á sér í forsetakosningunum 2008. Kerry hefur verið áberandi í viðtölum og á ferðalögum að undanförnu og reynir að halda þeirri stöðu sem hann náði í síðustu kosningunum. "Ég tapaði fyrir sitjandi forseta, með minni mun en nokkur sitjandi forseti hefur nokkru sinni unnið endurkjör í sögu þjóðarinnar," sagði Kerry í viðtali við Tim Russert á NBC-sjónvarpsstöðinni á sunnudag. Hann kvaðst ekki hafa hugleitt framboð en ætlaði að halda möguleikum sínum opnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×