Erlent

Meiddust í flugi yfir Íslandi

Nokkrir farþegar meiddust um borð í flugvél SAS-flugfélagsins þegar hún lenti í illviðri yfir Íslandi á laugardag á leið sinni frá New York til Kaupmannahafnar. Verdens Gang hefur það eftir farþegum að vélin hafi fyrst hækkað sig skyndilega en síðan falið um 200 metra þannig að allt fór úr skorðum í farþegarýminu. Enginn meiddist alvarlega og hélt flugvélin áfram til Kaupmannahafnar þar sem farþegum var boðin áfallahjálp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×