Erlent

Volvo fyrir rétt í Frakklandi

Volvo-verksmiðjurnar sænsku eru meðal margra fyrirtækja og einstaklinga sem komu fyrir rétt í Frakklandi í dag vegna eldsvoðans í jarðgöngunum undir Mont Blanc árið 1999. Þrjátíu og níu manns fórust í brunanum. Saksóknarinn heldur því fram að galli í vél Volvo-flutningabíls hafi valdið olíuleka sem leiddi til þess að eldurinn kviknaði. Þessu mótmælir Volvo og segir að fyrirtækið ábyrgist hönnun og öryggi framleiðslu sinnar. Fyrirtækið útilokar ekki að olíuleki hafi valdið eldsvoðanum en það hafi þá verið fyrir slysni eða hugsanlega vegna ónógs viðhalds.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×