Erlent

45 mafíósar handteknir

Ítalska lögreglan handtók í dag fjörutíu og fimm mafíósa í bænum Catania á Sikiley. Glæpamennirnir eru sakaðir um mannrán, fjárkúgun og stórfellda fíkniefnasölu. Aðgerðir lögreglu beindust gegn svokallaðri Santapaola-fjölskyldu en með hjálp ýmissa aðila telur lögreglan á Sikiley sig nú geta sannað að fjölskyldan hafi staðið á bak við umfangsmikla kókaínsölu ásamt mannránum og fjárkúgun á árunum 1989-1995. Meðal hinna handteknu var Guiseppe Ercolano sem er talinn forsprakki gengisins, en hann slapp úr fangelsi fyrir önnur brot fyrir um ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×