Erlent

Fiskvín í Kína

Svo lengi sem menn muna hefur áfengi verið framleitt með einhverjum hætti. Frakkar nota vínber, Rússar kartöflur og Mexíkóar nota kaktus við tekílaframleiðslu svo að fáein dæmi séu nefnd. En aðferðir Kínverja vekja athygli, en ekki endilega þorsta. Kínverskur nýsköpunarfrömuður hefur kynnt fiskvín, það er að segja vín sem framleitt er með því að hreinsa og sjóða fisk og láta hann svo gerjast. Vínið er sagt afar hollt og innihalda lítið alkóhól.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×