Fleiri fréttir Olíuverð lækkar aftur Olíuverð hefur nú aðeins lækkað aftur eftir að hafa náð sögulegu hámarki á olíumarkaði í New York í gær. Verðið á olíudallinum komst hæst upp í 50,47 dollara en það er hæsta verð í tuttugu og eins árs sögu olíumarkaðar í New York. Verðið fór þó aftur niður fyrir fimmtíu dollarana og er komið í 49,90 sent. 29.9.2004 00:01 Gíslunum fagnað á Ítalíu Tvær ítalskar konur, sem haldið hefur verið í gíslingu í þrjár vikur í Írak, var mikið fagnað þegar þær komu heim til Ítalíu í gær. Konurnar eru hjálparstarfsmenn og voru þær afhentar Rauða krossinum í Bagdad áður en þær flugu heim til Rómar en þar tóku fjölskyldur þeirra á móti þeim. Báðar konurnar eru við góða heilsu. 29.9.2004 00:01 Líbía lofar að greiða skaðabætur Líbíustjórn hefur lofað að greiða fórnarlömbum hryðjuverkasprengingar í Berlín árið 1986 skaðabætur og segist hafa greitt fyrsta hluta þeirra. Lögfræðingar fórnarlambanna kannast hins vegar ekkert við að bætur hafi verið greiddar. 29.9.2004 00:01 Réðst á flugáhöfn með exi Norður-Afrískur maður gekk berserksgang í norskri flugvél í morgun. Hann réðst á áhöfn og farþega með exi þegar vélin hóf aðflug að flugvellinum í Bodö. Þrír voru fluttir á sjúkrahús með höfuðáverka eftir atganginn en þeir eru ekki alvarlega slasaðir. 29.9.2004 00:01 Frönskum gíslum sleppt? Milligöngumenn vonast til að semja um að tveimur frönskum gíslum í Írak verði sleppt fyrir vikulok. Þeir segjast nú einungis bíða þess að bandarískar hersveitir tryggi þeim leið í burtu. Allt annað sé til reiðu. 29.9.2004 00:01 Fraktskip haldlagt í Sádi-Arabíu Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lagt hald á fraktskip sem flutti meira en fimm hundruð riffla og skotfæri til Súdan frá Jemen. Skipið kom inn í landhelgi Sádi-Arabíu fyrir síðustu helgi og var þá stöðvað. Sádar fylgjast vel með skipaumferð frá Jemen þar sem al-Kaída liðar eiga sér bækistöðvar. 29.9.2004 00:01 Lausnargjald skyggir á gleðina Sögusagnir um að lausnargjald hafi verið greitt skyggja á gleði Ítala vegna lausnar tveggja þarlendra gísla í Írak. Konurnar störfuðu báðar fyrir samtök tengd UNICEF og var þeim rænt í Bagdad í byrjun þessa mánaðar. 29.9.2004 00:01 Náttúruauðlindir bölvun? Verðmætar náttúruauðlindir skipta sköpum hvernig einstökum ríkjum reiðir af efnahagslega. Margt bendir hins vegar til að því auðugri sem ríki eru af auðlindum þeim mun hættara er þeim við ólgu og átökum. 29.9.2004 00:01 Christer Petterson látinn Christer Petterson, maðurinn sem grunaður var um langt árabil um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, lést í dag á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Petterson, sem var 57 ára, var árið 1989 fundinn sekur um að hafa myrt Palme þremur árum áður. 29.9.2004 00:01 Ætlaði að farga vélinni Maðurinn sem réðst á áhöfn og farþega norskrar flugvélar með exi í morgun ætlaði að farga vélinni. Hann æpti upp að hann ætlaði sér að keyra vélina til jarðar og eftir að hann hafði gert báða flugmennina óvirka lagðist hann á stjórnborðið þannig að vélin stefndi nánast lóðrétt til jarðar. 29.9.2004 00:01 Nýjar myndir af Bigley Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag nýja myndbandsupptöku af Bretanum Ken Bigley sem mannræningjar í Írak hafa hótað að afhöfða. Á myndbandinu endurtekur Bigley, innilokaður í búri, kröfur mannræningja um að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, láti leysa kvenfanga í írökskum fangelsum úr haldi. 29.9.2004 00:01 Var fyrirmynd að Rocky Chuck Wepner, fyrrum þungavigtarmeistari í hnefaleikum, fékk í gær staðfest lögmæti lögsóknar hans á hendur kvikmyndaleikaranum Sylvester Stallone. 29.9.2004 00:01 Bílstjórar veittu enga hjálp Margir ökumenn keyrðu framhjá konu sem lá alvarlega slösuð á akrein í Sidcup í Bretlandi án þess að koma henni til aðstoðar. Sumir ökumannanna beygðu jafnvel yfir á næstu akrein til að keyra ekki á konuna en létu alveg vera að nema staðar til að huga að henni. 29.9.2004 00:01 Aftur út í geiminn SpaceShipOne varð fyrsta geimfarið, byggt alfarið af einkaaðilum án aðkomu ríkisvaldsins, til að fljúga tvisvar út í geiminn þegar því var flogið í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir jörðu. 29.9.2004 00:01 Réðist með öxi á flugmenn Litlu mátti muna að norsk farþegaflugvél færist þegar farþegi réðist á tvo flugmenn og einn farþega með exi. Flugmennirnir misstu stjórn á vélinni við árásina enda fleygði maðurinn sér yfir stjórntæki flugvélarinnar. Við það tók vélin dýfu og var aðeins þrjátíu metrum yfir haffletinum þegar flugmennirnir náðu loks að rétta hana af. 29.9.2004 00:01 Vara við Pútín Lýðræðinu í Rússlandi hefur hrakað frá því Vladimír Pútín varð forseti landsins fyrir tæpum fjórum árum segir í bréfi hundrað fræðimanna og stjórnmálamanna til vestrænna þjóðarleiðtoga þar sem þeir vara við tilraunum Pútíns til að auka völd sín. 29.9.2004 00:01 Lýst látin en andaði þó Yfirvöld í bænum Pozarevac í Serbíu voru ekkert að tvínóna við að boða ættingja hinnar 62 ára gömlu Jelenu Mladenovc á fund til að ganga frá erfðafjárskiptum. Reyndar voru þau svo snemma á ferðinni að Jelena var enn sprelllifandi þegar skipta átti eignum hennar til eftirlifandi ættingja. 29.9.2004 00:01 Bush leiðir fyrir fyrstu kappræður George W. Bush, Bandaríkjaforseti og forsetaefni repúblikana, hefur átta prósentustiga forskot á demókratann John Kerry samkvæmt nýrri skoðanakönnun Pew. Samkvæmt henni fengi Bush 48 prósent atkvæði en Kerry 40 prósent. 29.9.2004 00:01 Pettersson allur Síðasta vonin um að leysa gátuna á bak við morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, kann að hafa fjarað út í gær þegar Christer Pettersson andaðist á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þar hafði hann dvalið í tæpar tvær vikur eftir að hann var lagður inn með alvarlega höfuðáverka eftir að hafa dottið heima hjá sér. 29.9.2004 00:01 Evrópa verður að aðstoða "Evrópuríki verða að koma að fjármögnun og aðstoða við flutninga afrískra friðargæsluliða sem á að senda til Darfur", sagði Jan Pronk sem hefur tekið saman skýrslu um ástandið í Darfur-héraði í Súdan fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. 29.9.2004 00:01 Lausnargjald líklega greitt Ítalar fagna því að tvær ungar konur, sem haldið var í gíslingu í Írak í þrjár vikur, eru komnar heim heilar á húfi en velta því fyrir sér hvort stjórnvöld hafi greitt mannræningjum lausnargjald til að bjarga lífi þeirra. 29.9.2004 00:01 Fann afskorið höfuð í ruslapoka Lögreglan í Helsinki hóf morðrannsókn eftir að ung stúlka sem var úti að ganga með hundinn sinn fann afskorið höfuð konu í ruslapoka. Fleiri líkamshlutar fundust í kjölfarið en aðrir hafa enn ekki fundist. 29.9.2004 00:01 Ítalir átaldir vegna lausnargjalds Lausnargjald var greitt fyrir tvo ítalska gísla sem haldið var í Írak. Gleði ríkir á Ítalíu vegna heimkomu þeirra en ítölsk stjórnvöld eru átalin fyrir að hafa reitt lausnargjaldið af hendi. 29.9.2004 00:01 Afsakanir sagðar ófullnægjandi Skiptar skoðanir eru meðal fulltrúa á þingi Verkamannaflokksins um hvort Tony Blair hafi gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi Íraksmálið í ræðu sem hann hélt á þinginu í fyrradag. 29.9.2004 00:01 Bush með 8% forskot Munurinn á fylgi George W. Bush og John Kerrys er nú átta prósent samkvæmt nýjustu könnunum, þegar aðeins um mánuður er í forsetakosningarnar. Bush, Bandaríkjaforseti hefur 52% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN en Kerry er með 44% fylgi. Ralp Nader hefur hins vegar 3% fylgi. 28.9.2004 00:01 Ekkert lát á olíuhækkun Verðið á olíumarkaði í New York er nú það hæsta í 21 ár eða frá því viðskipti á þeim markaði hófust. Verðið á olíufatinu komst upp í 50 dollara og 35 sent í morgun. Þessa hækkun núna á olíumarkaði má að mestu rekja til átaka á milli uppreisnarmanna í Nígeríu og stjórnvalda. 28.9.2004 00:01 Tveir breskir hermenn drepnir Tveir breskir hermenn létu lífið í Basra í morgun, í árásum uppreisnarmanna. Uppreisnarmennirnir skutu á Land Rover jeppa hermannanna með þeim afleiðingum að þeir særðust og létust síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi. Þar með hafa 25 breskir hermenn látið lífið í bardögum í Írak. 28.9.2004 00:01 Ekkert vitað um starfsmann CNN Ekkert er vitað um örlög fréttaframleiðanda frá fréttastöðinni CNN sem rænt var á Gasa-ströndinni í gær. Palestínskar öryggissveitir leita mannsins sem byssumenn rændu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann kom til Gasa. 28.9.2004 00:01 Fuglaflensa smitast milli manna Flugflensa er talin hafa smitast á milli manna á Tælandi nýlega. Tilvikið hefur valdið felmtri í landinu enda væri slíkt smit til marks um breytingar á sjúkdómnum, sem hingað til hefur einungis smitast úr fiðurfé. 28.9.2004 00:01 ETA með hótanir Aðskilnaðarsamtökin ETA ætla að halda áfram hryðjuverkum til þess að berjast fyrir sjálfstæði sínu. Þrír grímuklæddir skæruliðar frá hreyfingunni tilkynntu þetta á myndbandsupptöku sem barst dagblaði í Baskalandi í gær. Að sögn Baskanna í ETA snýst baráttan um að verja rétt Baska til þess að ráða eigin örlögum. 28.9.2004 00:01 Fuglaflensa berst milli manna Fuglaflensa er talin hafa smitast á milli manna á Tælandi nýlega og valdið dauða konu. Tilvikið hefur valdið felmtri í landinu enda væri slíkt smit til marks um breytingar á sjúkdómnum, sem hingað til hefur einungis smitast úr fiðurfé. 28.9.2004 00:01 Áratugur frá því Estonia sökk Áratugur er í dag liðinn frá farþegaferjan Estonia fórst á Eystrasalti, og enn liggur ekki fyrir hvers vegna. Eftirlifendur krefjast rannsóknar, en yfirvöld í Svíþjóð eru mótfallnir því að kafarar kanni flakið. 28.9.2004 00:01 Hátt verð á olíu hefur áhrif víða Aldrei í sögunni hefur olíuverð verið hærra en nú. Það fór yfir fimmtíu dollara á fatið á markaði í New York. Áhrifanna gætir hér á landi. 28.9.2004 00:01 Rándýrum demöntum stolið Tveimur demöntum að andvirði nálægt eins milljarðs króna var stolið af forngripasýningu í París í gær. Ræningjarnir létu til skarar skríða þegar öryggisvörður brá sér frá og hirtu demantana tvo, en hvor þeirra um sig er hátt í 500 milljón króna virði. 28.9.2004 00:01 Frakkar myndu hafna Tyrkjum Skoðanakannanir í Frakklandi benda til þess að almenningur þar í landi myndi hafna aðild Tyrklands að ESB. 56% Frakka eru á móti inngöngu Tyrkja í Evrópusambandið nú, en 63% gætu hugsað sér að Tyrkir fengju inngöngu ef mannrættindi yrðu bætt í landinu og refsilöggjöfin endurnýjuð. 28.9.2004 00:01 Spænskir guðsmenn ósáttir Rómversk-Kaþólska kirkjan á Spáni hefur gagnrýnt fyrirætlanir ríkisstjórnar Spánar um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Búist er við að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd á Spáni strax á næsta ári, nokkuð sem fellur kirkjunnar mönnum vægast sagt illa í geð. 28.9.2004 00:01 Ummæli Bush standast ekki Í morgun voru tveir breskir hermenn drepnir af skæruliðum í Írak. Þar með hafa 25 Breskir hermenn látið lífið í bardögum í Írak og þar af 17 síðan George Bush lýsti því yfir í maí 2003 að átökum í landinu væri að mestu lokið. 28.9.2004 00:01 Vargöld á Haiti Vargöld er á Haítí eftir flóð og fellibylinn Jeanne. Friðargæsluliðar þar ráða ekkert við æstan múg sem ræðst á þá og slæst um matarpakka sem dreift er til bágstaddra. Yfirmaður friðargæslusveitanna segir þörf á helmingi fleiri friðargæsluliðum. Þeir hafa þurft að skjóta upp í loft til að bægja fólki frá flutningabílum með hjálpargögn, og óeirðir hafa ítrekað brotist út þar sem fólk bíður þess að fá matvæli og hreint drykkjarvatn, en mikill skortur er á hvortveggja. 28.9.2004 00:01 Hákarl á grunnsævi í Massachusetts Skarar fólks hafa flykkst til að skoða hvítháf sem svamlar um í grunnsævi í Massachusetts. Hákarlinn er heilir fimm metrar á lengd og talinn vega heilt tonn. Vísindamenn vita ekki hvað hákarlinn er að flækjast við strendur Massachusetts, en vona að hann syndi á brott á næsta fulla tungli. 28.9.2004 00:01 Blair truflaður Tony Blair hafði varla hafið ræðu sína á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton, þegar mótmælendur stríðsins í Írak hófu hróp úr salnum. Meðal þess sem var hrópað að Blair var að hendur hans væru blóðugar. Blair brást hinn spakasti við og svaraði: „Þú hefur þinn rétt til að mótmæla herra minn, þökkum fyrir það að við búum í lýðræðisríki og þú hafir þennan rétt." 28.9.2004 00:01 Mannfall íraskra borgara mikið Bandaríska hernámsliðið í Írak reynir nú að knésetja uppreisnarmenn víða um landið en búast má við að saklaust fólk verði sem fyrr illa úti í þeim átökum. Engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra borgara síðan ráðist var inn í landið í fyrra en talið er að minnsta kosti tíu þúsund manns hafi látið lífið. 28.9.2004 00:01 Stöð samkynhneigðra í Frakklandi Íþróttafréttamaðurinn er kynskiptingur í pilsi, og á hverju kvöldi klukkan sjö er þáttur um undrakonuna Wonder Woman. Seinna um kvöldið er svo boðið upp á töluvert djarfara efni fyrir homma, lesbíur og tvíkynhneigða. Þetta er grunnurinn að dagskrá Pink TV, fyrstu sjónvarpsstöðvarinnar sem ætluð er samkynhneigðum í Frakklandi. 28.9.2004 00:01 Miðausturlönd í forgang Tony Blair segir að friðarviðræður í Mið-Austurlöndum verði settar í forgang eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Blair segir að langvarandi friður á milli Ísrael og Palestínu myndi hafa meiri áhrif í baráttunni við hryðjuverk en byssur einar og sér geti nokkru sinni haft. 28.9.2004 00:01 Látinn laus? Palestínskir leyniþjónustumenn segjast hafa haft samband við mannræningja sem rændu fréttaframleiðanda CNN í gær og segjast vongóðir um að honum verði sleppt. Gíslinn er sagður á lífi og að vonir standi til að hann verði látinn laus á næstu klukkustundum. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna hefur beitt sér í málinu og er talið að það gæti haft sitt að segja. 28.9.2004 00:01 Gíslinn látinn laus Fréttaframleiðandi CNN sjónvarpsstöðvarinnar sem verið hefur í haldi mannræningja í Palestínu hefur verið sleppt að sögn Reuters fréttastofunnar. Líðan mannsins er að sögn góð, en enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á mannráninu. 28.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Olíuverð lækkar aftur Olíuverð hefur nú aðeins lækkað aftur eftir að hafa náð sögulegu hámarki á olíumarkaði í New York í gær. Verðið á olíudallinum komst hæst upp í 50,47 dollara en það er hæsta verð í tuttugu og eins árs sögu olíumarkaðar í New York. Verðið fór þó aftur niður fyrir fimmtíu dollarana og er komið í 49,90 sent. 29.9.2004 00:01
Gíslunum fagnað á Ítalíu Tvær ítalskar konur, sem haldið hefur verið í gíslingu í þrjár vikur í Írak, var mikið fagnað þegar þær komu heim til Ítalíu í gær. Konurnar eru hjálparstarfsmenn og voru þær afhentar Rauða krossinum í Bagdad áður en þær flugu heim til Rómar en þar tóku fjölskyldur þeirra á móti þeim. Báðar konurnar eru við góða heilsu. 29.9.2004 00:01
Líbía lofar að greiða skaðabætur Líbíustjórn hefur lofað að greiða fórnarlömbum hryðjuverkasprengingar í Berlín árið 1986 skaðabætur og segist hafa greitt fyrsta hluta þeirra. Lögfræðingar fórnarlambanna kannast hins vegar ekkert við að bætur hafi verið greiddar. 29.9.2004 00:01
Réðst á flugáhöfn með exi Norður-Afrískur maður gekk berserksgang í norskri flugvél í morgun. Hann réðst á áhöfn og farþega með exi þegar vélin hóf aðflug að flugvellinum í Bodö. Þrír voru fluttir á sjúkrahús með höfuðáverka eftir atganginn en þeir eru ekki alvarlega slasaðir. 29.9.2004 00:01
Frönskum gíslum sleppt? Milligöngumenn vonast til að semja um að tveimur frönskum gíslum í Írak verði sleppt fyrir vikulok. Þeir segjast nú einungis bíða þess að bandarískar hersveitir tryggi þeim leið í burtu. Allt annað sé til reiðu. 29.9.2004 00:01
Fraktskip haldlagt í Sádi-Arabíu Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lagt hald á fraktskip sem flutti meira en fimm hundruð riffla og skotfæri til Súdan frá Jemen. Skipið kom inn í landhelgi Sádi-Arabíu fyrir síðustu helgi og var þá stöðvað. Sádar fylgjast vel með skipaumferð frá Jemen þar sem al-Kaída liðar eiga sér bækistöðvar. 29.9.2004 00:01
Lausnargjald skyggir á gleðina Sögusagnir um að lausnargjald hafi verið greitt skyggja á gleði Ítala vegna lausnar tveggja þarlendra gísla í Írak. Konurnar störfuðu báðar fyrir samtök tengd UNICEF og var þeim rænt í Bagdad í byrjun þessa mánaðar. 29.9.2004 00:01
Náttúruauðlindir bölvun? Verðmætar náttúruauðlindir skipta sköpum hvernig einstökum ríkjum reiðir af efnahagslega. Margt bendir hins vegar til að því auðugri sem ríki eru af auðlindum þeim mun hættara er þeim við ólgu og átökum. 29.9.2004 00:01
Christer Petterson látinn Christer Petterson, maðurinn sem grunaður var um langt árabil um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, lést í dag á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Petterson, sem var 57 ára, var árið 1989 fundinn sekur um að hafa myrt Palme þremur árum áður. 29.9.2004 00:01
Ætlaði að farga vélinni Maðurinn sem réðst á áhöfn og farþega norskrar flugvélar með exi í morgun ætlaði að farga vélinni. Hann æpti upp að hann ætlaði sér að keyra vélina til jarðar og eftir að hann hafði gert báða flugmennina óvirka lagðist hann á stjórnborðið þannig að vélin stefndi nánast lóðrétt til jarðar. 29.9.2004 00:01
Nýjar myndir af Bigley Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag nýja myndbandsupptöku af Bretanum Ken Bigley sem mannræningjar í Írak hafa hótað að afhöfða. Á myndbandinu endurtekur Bigley, innilokaður í búri, kröfur mannræningja um að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, láti leysa kvenfanga í írökskum fangelsum úr haldi. 29.9.2004 00:01
Var fyrirmynd að Rocky Chuck Wepner, fyrrum þungavigtarmeistari í hnefaleikum, fékk í gær staðfest lögmæti lögsóknar hans á hendur kvikmyndaleikaranum Sylvester Stallone. 29.9.2004 00:01
Bílstjórar veittu enga hjálp Margir ökumenn keyrðu framhjá konu sem lá alvarlega slösuð á akrein í Sidcup í Bretlandi án þess að koma henni til aðstoðar. Sumir ökumannanna beygðu jafnvel yfir á næstu akrein til að keyra ekki á konuna en létu alveg vera að nema staðar til að huga að henni. 29.9.2004 00:01
Aftur út í geiminn SpaceShipOne varð fyrsta geimfarið, byggt alfarið af einkaaðilum án aðkomu ríkisvaldsins, til að fljúga tvisvar út í geiminn þegar því var flogið í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir jörðu. 29.9.2004 00:01
Réðist með öxi á flugmenn Litlu mátti muna að norsk farþegaflugvél færist þegar farþegi réðist á tvo flugmenn og einn farþega með exi. Flugmennirnir misstu stjórn á vélinni við árásina enda fleygði maðurinn sér yfir stjórntæki flugvélarinnar. Við það tók vélin dýfu og var aðeins þrjátíu metrum yfir haffletinum þegar flugmennirnir náðu loks að rétta hana af. 29.9.2004 00:01
Vara við Pútín Lýðræðinu í Rússlandi hefur hrakað frá því Vladimír Pútín varð forseti landsins fyrir tæpum fjórum árum segir í bréfi hundrað fræðimanna og stjórnmálamanna til vestrænna þjóðarleiðtoga þar sem þeir vara við tilraunum Pútíns til að auka völd sín. 29.9.2004 00:01
Lýst látin en andaði þó Yfirvöld í bænum Pozarevac í Serbíu voru ekkert að tvínóna við að boða ættingja hinnar 62 ára gömlu Jelenu Mladenovc á fund til að ganga frá erfðafjárskiptum. Reyndar voru þau svo snemma á ferðinni að Jelena var enn sprelllifandi þegar skipta átti eignum hennar til eftirlifandi ættingja. 29.9.2004 00:01
Bush leiðir fyrir fyrstu kappræður George W. Bush, Bandaríkjaforseti og forsetaefni repúblikana, hefur átta prósentustiga forskot á demókratann John Kerry samkvæmt nýrri skoðanakönnun Pew. Samkvæmt henni fengi Bush 48 prósent atkvæði en Kerry 40 prósent. 29.9.2004 00:01
Pettersson allur Síðasta vonin um að leysa gátuna á bak við morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, kann að hafa fjarað út í gær þegar Christer Pettersson andaðist á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þar hafði hann dvalið í tæpar tvær vikur eftir að hann var lagður inn með alvarlega höfuðáverka eftir að hafa dottið heima hjá sér. 29.9.2004 00:01
Evrópa verður að aðstoða "Evrópuríki verða að koma að fjármögnun og aðstoða við flutninga afrískra friðargæsluliða sem á að senda til Darfur", sagði Jan Pronk sem hefur tekið saman skýrslu um ástandið í Darfur-héraði í Súdan fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. 29.9.2004 00:01
Lausnargjald líklega greitt Ítalar fagna því að tvær ungar konur, sem haldið var í gíslingu í Írak í þrjár vikur, eru komnar heim heilar á húfi en velta því fyrir sér hvort stjórnvöld hafi greitt mannræningjum lausnargjald til að bjarga lífi þeirra. 29.9.2004 00:01
Fann afskorið höfuð í ruslapoka Lögreglan í Helsinki hóf morðrannsókn eftir að ung stúlka sem var úti að ganga með hundinn sinn fann afskorið höfuð konu í ruslapoka. Fleiri líkamshlutar fundust í kjölfarið en aðrir hafa enn ekki fundist. 29.9.2004 00:01
Ítalir átaldir vegna lausnargjalds Lausnargjald var greitt fyrir tvo ítalska gísla sem haldið var í Írak. Gleði ríkir á Ítalíu vegna heimkomu þeirra en ítölsk stjórnvöld eru átalin fyrir að hafa reitt lausnargjaldið af hendi. 29.9.2004 00:01
Afsakanir sagðar ófullnægjandi Skiptar skoðanir eru meðal fulltrúa á þingi Verkamannaflokksins um hvort Tony Blair hafi gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi Íraksmálið í ræðu sem hann hélt á þinginu í fyrradag. 29.9.2004 00:01
Bush með 8% forskot Munurinn á fylgi George W. Bush og John Kerrys er nú átta prósent samkvæmt nýjustu könnunum, þegar aðeins um mánuður er í forsetakosningarnar. Bush, Bandaríkjaforseti hefur 52% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN en Kerry er með 44% fylgi. Ralp Nader hefur hins vegar 3% fylgi. 28.9.2004 00:01
Ekkert lát á olíuhækkun Verðið á olíumarkaði í New York er nú það hæsta í 21 ár eða frá því viðskipti á þeim markaði hófust. Verðið á olíufatinu komst upp í 50 dollara og 35 sent í morgun. Þessa hækkun núna á olíumarkaði má að mestu rekja til átaka á milli uppreisnarmanna í Nígeríu og stjórnvalda. 28.9.2004 00:01
Tveir breskir hermenn drepnir Tveir breskir hermenn létu lífið í Basra í morgun, í árásum uppreisnarmanna. Uppreisnarmennirnir skutu á Land Rover jeppa hermannanna með þeim afleiðingum að þeir særðust og létust síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi. Þar með hafa 25 breskir hermenn látið lífið í bardögum í Írak. 28.9.2004 00:01
Ekkert vitað um starfsmann CNN Ekkert er vitað um örlög fréttaframleiðanda frá fréttastöðinni CNN sem rænt var á Gasa-ströndinni í gær. Palestínskar öryggissveitir leita mannsins sem byssumenn rændu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann kom til Gasa. 28.9.2004 00:01
Fuglaflensa smitast milli manna Flugflensa er talin hafa smitast á milli manna á Tælandi nýlega. Tilvikið hefur valdið felmtri í landinu enda væri slíkt smit til marks um breytingar á sjúkdómnum, sem hingað til hefur einungis smitast úr fiðurfé. 28.9.2004 00:01
ETA með hótanir Aðskilnaðarsamtökin ETA ætla að halda áfram hryðjuverkum til þess að berjast fyrir sjálfstæði sínu. Þrír grímuklæddir skæruliðar frá hreyfingunni tilkynntu þetta á myndbandsupptöku sem barst dagblaði í Baskalandi í gær. Að sögn Baskanna í ETA snýst baráttan um að verja rétt Baska til þess að ráða eigin örlögum. 28.9.2004 00:01
Fuglaflensa berst milli manna Fuglaflensa er talin hafa smitast á milli manna á Tælandi nýlega og valdið dauða konu. Tilvikið hefur valdið felmtri í landinu enda væri slíkt smit til marks um breytingar á sjúkdómnum, sem hingað til hefur einungis smitast úr fiðurfé. 28.9.2004 00:01
Áratugur frá því Estonia sökk Áratugur er í dag liðinn frá farþegaferjan Estonia fórst á Eystrasalti, og enn liggur ekki fyrir hvers vegna. Eftirlifendur krefjast rannsóknar, en yfirvöld í Svíþjóð eru mótfallnir því að kafarar kanni flakið. 28.9.2004 00:01
Hátt verð á olíu hefur áhrif víða Aldrei í sögunni hefur olíuverð verið hærra en nú. Það fór yfir fimmtíu dollara á fatið á markaði í New York. Áhrifanna gætir hér á landi. 28.9.2004 00:01
Rándýrum demöntum stolið Tveimur demöntum að andvirði nálægt eins milljarðs króna var stolið af forngripasýningu í París í gær. Ræningjarnir létu til skarar skríða þegar öryggisvörður brá sér frá og hirtu demantana tvo, en hvor þeirra um sig er hátt í 500 milljón króna virði. 28.9.2004 00:01
Frakkar myndu hafna Tyrkjum Skoðanakannanir í Frakklandi benda til þess að almenningur þar í landi myndi hafna aðild Tyrklands að ESB. 56% Frakka eru á móti inngöngu Tyrkja í Evrópusambandið nú, en 63% gætu hugsað sér að Tyrkir fengju inngöngu ef mannrættindi yrðu bætt í landinu og refsilöggjöfin endurnýjuð. 28.9.2004 00:01
Spænskir guðsmenn ósáttir Rómversk-Kaþólska kirkjan á Spáni hefur gagnrýnt fyrirætlanir ríkisstjórnar Spánar um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Búist er við að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd á Spáni strax á næsta ári, nokkuð sem fellur kirkjunnar mönnum vægast sagt illa í geð. 28.9.2004 00:01
Ummæli Bush standast ekki Í morgun voru tveir breskir hermenn drepnir af skæruliðum í Írak. Þar með hafa 25 Breskir hermenn látið lífið í bardögum í Írak og þar af 17 síðan George Bush lýsti því yfir í maí 2003 að átökum í landinu væri að mestu lokið. 28.9.2004 00:01
Vargöld á Haiti Vargöld er á Haítí eftir flóð og fellibylinn Jeanne. Friðargæsluliðar þar ráða ekkert við æstan múg sem ræðst á þá og slæst um matarpakka sem dreift er til bágstaddra. Yfirmaður friðargæslusveitanna segir þörf á helmingi fleiri friðargæsluliðum. Þeir hafa þurft að skjóta upp í loft til að bægja fólki frá flutningabílum með hjálpargögn, og óeirðir hafa ítrekað brotist út þar sem fólk bíður þess að fá matvæli og hreint drykkjarvatn, en mikill skortur er á hvortveggja. 28.9.2004 00:01
Hákarl á grunnsævi í Massachusetts Skarar fólks hafa flykkst til að skoða hvítháf sem svamlar um í grunnsævi í Massachusetts. Hákarlinn er heilir fimm metrar á lengd og talinn vega heilt tonn. Vísindamenn vita ekki hvað hákarlinn er að flækjast við strendur Massachusetts, en vona að hann syndi á brott á næsta fulla tungli. 28.9.2004 00:01
Blair truflaður Tony Blair hafði varla hafið ræðu sína á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton, þegar mótmælendur stríðsins í Írak hófu hróp úr salnum. Meðal þess sem var hrópað að Blair var að hendur hans væru blóðugar. Blair brást hinn spakasti við og svaraði: „Þú hefur þinn rétt til að mótmæla herra minn, þökkum fyrir það að við búum í lýðræðisríki og þú hafir þennan rétt." 28.9.2004 00:01
Mannfall íraskra borgara mikið Bandaríska hernámsliðið í Írak reynir nú að knésetja uppreisnarmenn víða um landið en búast má við að saklaust fólk verði sem fyrr illa úti í þeim átökum. Engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra borgara síðan ráðist var inn í landið í fyrra en talið er að minnsta kosti tíu þúsund manns hafi látið lífið. 28.9.2004 00:01
Stöð samkynhneigðra í Frakklandi Íþróttafréttamaðurinn er kynskiptingur í pilsi, og á hverju kvöldi klukkan sjö er þáttur um undrakonuna Wonder Woman. Seinna um kvöldið er svo boðið upp á töluvert djarfara efni fyrir homma, lesbíur og tvíkynhneigða. Þetta er grunnurinn að dagskrá Pink TV, fyrstu sjónvarpsstöðvarinnar sem ætluð er samkynhneigðum í Frakklandi. 28.9.2004 00:01
Miðausturlönd í forgang Tony Blair segir að friðarviðræður í Mið-Austurlöndum verði settar í forgang eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Blair segir að langvarandi friður á milli Ísrael og Palestínu myndi hafa meiri áhrif í baráttunni við hryðjuverk en byssur einar og sér geti nokkru sinni haft. 28.9.2004 00:01
Látinn laus? Palestínskir leyniþjónustumenn segjast hafa haft samband við mannræningja sem rændu fréttaframleiðanda CNN í gær og segjast vongóðir um að honum verði sleppt. Gíslinn er sagður á lífi og að vonir standi til að hann verði látinn laus á næstu klukkustundum. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna hefur beitt sér í málinu og er talið að það gæti haft sitt að segja. 28.9.2004 00:01
Gíslinn látinn laus Fréttaframleiðandi CNN sjónvarpsstöðvarinnar sem verið hefur í haldi mannræningja í Palestínu hefur verið sleppt að sögn Reuters fréttastofunnar. Líðan mannsins er að sögn góð, en enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á mannráninu. 28.9.2004 00:01