Náttúruauðlindir bölvun? 29. september 2004 00:01 Svo virðist sem að náttúruauðlindir færi þjóðum meira böl en blessun. Bent hefur verið á að ríkjum sem auðug eru af góðmálmum eða olíu vegni oft illa í efnahagslegu tilliti og sé þar að auki mun hættara við átökum en þeim ríkjum sem fáar auðlindir hafa. Deilur um yfirráð yfir náttúruauðlindum hafa verið rót allflestra stríðsátaka síðari ára. Demantar voru ein höfuðástæða borgarastyrjaldarinnar í Sierra Leone, Írak réðist á sínum tíma inn í Kuwait vegna olíuhagsmuna og uppreisnarmenn sem berjast gegn nígerískum stjórnvöldum þessa dagana segjast ætla ná olíulindum landsins undir sig. Á það hefur einnig verið bent að ríkjum sem náttúran hefur gætt auðlindum vegni verr efnahagslega en þeim sem litlar auðlindir hafa, þjóðarframleiðsla þeirra er lítil og flestir íbúanna snauðir. Þannig býr Japan ekki yfir neinum sérstökum náttúruauðæfum en er engu að síður í hópi ríkustu þjóða heims. Flest ríki Afríku búa við hins vegar við sára fátækt þrátt fyrir gnægð auðlinda. Sjálfsagt hefur sá aðstöðumunur sem þegar er á stöðu ríkra og fátækra þjóða hér talsvert að segja en hagfræðingar hafa jafnframt tiltekið nokkur atriði sem benda til þess að sjálfar náttúruauðlindirnar séu orsökin. Til dæmis gera hinar öruggu auðlindatekjur það að verkum að áhrifamenn reyna frekar að sölsa undir sig stærri hluta kökunnar í stað þess að reyna stækka hana. Oft leiðir átök af togstreitunni sem af þessu skapast. Miklar útflutningstekjur af góðmálmum og olíu hafa það í för með sér að gjaldmiðill viðkomandi ríkis styrkist svo mikið að aðrar útflutningsgreinar eiga oft mjög erfitt uppdráttar. Afleiðing af þessu er atvinnuleysi og almenn fátækt, enda skapast fá störf við úrvinnslu auðlindanna. Á meðan verður rík forréttindastétt enn auðugri. Sem betur fer eru ekki öll ríki sem ráða yfir náttúruauðlindum dæmd til örbirgðar og átaka. Lýðræðislegir stjórnarhættir og opið stjórnkerfi skilja hér gjarnan á milli feigs og ófeigs. Dæmi um þetta er Afríkuríkið Botswana sem er afar auðugt af demöntum og hefur búið við um 8% hagvöxt í áratugi. Þar er lýðræði fast í sessi og stöðugleiki ríkir þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar sé sýktur af alnæmi. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Svo virðist sem að náttúruauðlindir færi þjóðum meira böl en blessun. Bent hefur verið á að ríkjum sem auðug eru af góðmálmum eða olíu vegni oft illa í efnahagslegu tilliti og sé þar að auki mun hættara við átökum en þeim ríkjum sem fáar auðlindir hafa. Deilur um yfirráð yfir náttúruauðlindum hafa verið rót allflestra stríðsátaka síðari ára. Demantar voru ein höfuðástæða borgarastyrjaldarinnar í Sierra Leone, Írak réðist á sínum tíma inn í Kuwait vegna olíuhagsmuna og uppreisnarmenn sem berjast gegn nígerískum stjórnvöldum þessa dagana segjast ætla ná olíulindum landsins undir sig. Á það hefur einnig verið bent að ríkjum sem náttúran hefur gætt auðlindum vegni verr efnahagslega en þeim sem litlar auðlindir hafa, þjóðarframleiðsla þeirra er lítil og flestir íbúanna snauðir. Þannig býr Japan ekki yfir neinum sérstökum náttúruauðæfum en er engu að síður í hópi ríkustu þjóða heims. Flest ríki Afríku búa við hins vegar við sára fátækt þrátt fyrir gnægð auðlinda. Sjálfsagt hefur sá aðstöðumunur sem þegar er á stöðu ríkra og fátækra þjóða hér talsvert að segja en hagfræðingar hafa jafnframt tiltekið nokkur atriði sem benda til þess að sjálfar náttúruauðlindirnar séu orsökin. Til dæmis gera hinar öruggu auðlindatekjur það að verkum að áhrifamenn reyna frekar að sölsa undir sig stærri hluta kökunnar í stað þess að reyna stækka hana. Oft leiðir átök af togstreitunni sem af þessu skapast. Miklar útflutningstekjur af góðmálmum og olíu hafa það í för með sér að gjaldmiðill viðkomandi ríkis styrkist svo mikið að aðrar útflutningsgreinar eiga oft mjög erfitt uppdráttar. Afleiðing af þessu er atvinnuleysi og almenn fátækt, enda skapast fá störf við úrvinnslu auðlindanna. Á meðan verður rík forréttindastétt enn auðugri. Sem betur fer eru ekki öll ríki sem ráða yfir náttúruauðlindum dæmd til örbirgðar og átaka. Lýðræðislegir stjórnarhættir og opið stjórnkerfi skilja hér gjarnan á milli feigs og ófeigs. Dæmi um þetta er Afríkuríkið Botswana sem er afar auðugt af demöntum og hefur búið við um 8% hagvöxt í áratugi. Þar er lýðræði fast í sessi og stöðugleiki ríkir þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar sé sýktur af alnæmi.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira